Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 19

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 19
Kjörskráin frá 26. janúar 1866 vestfirska FREITABLAÐID urskoðandi bæjarreikninga. Til þess starfs var kjörinn Ásgeir Ásgeirsson kaupmað- ur. Stefán Bjarnarson bæjar- fógeti sendi amtmanni skýrslu um kosningarnar, og var hún dagsett á kjördag, 16. júlí 1866. Amtmanni þótti skýrslan ófullkomin og óskaði í bréfi, dagsettu 23. júlí, eftir nánari upplýsing- um. Það atriði, sem amt- manni þótti einkum skorta upplýsingar um, var, hvort atkvæði hefðu verið greidd um hvern bæjarfulltrúa sér- staklega, eða hvort kjósend- ur hefðu tilnefnt í einu lagi alla þá, er þeir vildu ljá at- kvæði sitt og atkvæðin síðan verið talin saman. Svar bæjarfógeta við fyr- irspum amtmanns hefur ekki fundist, en hinn síðar- nefndi sendi dómsmála- stjórninni skýrslu um málið hinn 15. október og leitaði álits hennar. Úrskurður barst með vorskipum, og hinn 1. maí 1867 tilkynnti amtmað- ur bæjarfógeta með bréfi, að dómsmálastjórnin teldi að rétt hefði verið að kosning- unum staðið. Hlutu hinar fyrstu bæjarstjórnarkosning- ar í Isafjarðarkaupstað þannig staðfestingu yfir- valdanna tæpum tíu mánuð- um eftir að þær fóru fram. Byggingarnefnd tekur til starfa Samkvæmt 1. grein reglu- gerðar um byggingarnefnd ísafjarðar skyldi hún skipuð fimm mönnum: bæjarfó- geta, sem var skjálfkjörinn, tveim bæjarfulltrúum og tveim bæjarbúum, sem ekki áttu sæti í bæjarstjórn. Hin fyrsta byggingarnefnd var kosin um sumarið eða haustið 1866 og hlutu þar sæti, auk Stefáns Bjarnar- sonar bæjarfógeta, bæjar- fulltrúarnir Guðbjartur Jónsson og Lárus Á. Snorra- son og síðan þeir Jens Kr. Amgrímsson og Þorvarður Þórðarson. Nefndin kom saman til fyrsta fundar síns hinn 18. október 1866. Mörg verkefni biðu hennar og það brýnast að koma einhverju skipulagi á bæinn, ákveða götur og torg, en bygging húsa hafði fram til þessa verið stjórnlítil og ekki farið eftir neinum fyrirfram á- kveðnum reglum. Fundargerð fyrsta fundar byggingarnefndarinnar er skemmtileg heimild og verð- ur því birt hér í heild. Hún var svohljóðandi: „Ár 1866 fimmtudaginn þann 18da october kom undirskrifuð byggingar- nefnd á fsafirði saman til þess að gjöra og ræða ýmis- legt hennar skyldum við- komandi. Fyrst valdi nefndin sér skrifara og hlaut flest at- kvæði snikkari Þorvarður Þórðarson á ísafirði og tók hann þann starfa að sér. Þar næst ræddi nefndin um hvar bezt væri að leggja götur bæarins og torg, og varð það álit nefndarinnar að götu skyldi leggja frá húsum Sassverzlunar í Suð- urtanganum svo beina leið sem hægt væri upptil húsa Clausensverzlunar 9 al. á breidd og skyldi sú gata heita Aðalgata. Þaðan að vestan- verðu við nefnd hús skyldi leggja aðra beina línu uppí Eyrarbót pollmeigin og nefnast Kirkjustígur. Enn- fremur var ákveðin gata samhliða Aðalgötu milli Þóroddar og Sigfúsar húsa að nafni Brunngata, beina leið til Sjáfargötu sem skal lögð frá skipa hrófinu við Sundin upp milli Bjarna Grímssonar bæs og Kristjáns Arngrímssonar á aðra hlið- ina og Guðbjartar hússins á hina, og en[n]fremur áfram milli Ásgrímshússins og Þorsteinshússins útí Aðal- götu. Sjáfargata sé minst 8 al. á breidd og Brunngata fyrir það fyrsta 5 al. Að endingu skal lagður gángvegur sem byrji fyrir ofan Mjósund útúr Aðalgötu Sundameigin langs með Sundunum uppí Norðurtanga sem kallist Strandgata. Allstaðar þar sem vatn gétur safnast saman á þess- um götum skal leggja vatns- rennur á haganlegasta hátt til að burtleiða vatnið. — Flötur sá sem liggur poll- meigin við íveruhús og smiðju Kristjáns Amgríms- sonar skal vera torg bæarins, og skal því vatni sem þar venjulega safnast saman veita burtu með nægilega djúpum skurði pollmeigin framhjá Guðbjartarhúsi og þaðan niður til sjáfar. Að því búnu var ákveðið að safna útmælingarbréfum fyrir kaupstaðargrunnunum, útmæla á ný þá grunna sem kynni að vanta nefnd bréf og niðurraða þeim svo eftir No. Þessa fundargerð má skoða sem vísi að fyrsta skipulagi ísafjarðarkaup- staðar, enda var þetta í fyrsta skipti sem reynt var að koma skipulagi á byggðina á eyr- inni. Götunum, sem nefndar eru í fundargerðinni þarf trauðla að lýsa fyrir þeim, sem staðkunnugir eru á ísa- firði. Aðalgata lá frá versl- unarhúsunum í Hæstakaup- stað, um Miðkaupstað og Mjósund niður í Neðsta- kaupstað. Hún var að mestu samsvarandi þeirri götu, er nú ber nafnið Aðalstræti. Kirkjustígur lá nokkum veginn þar sem nú heitir Hafnarstræti og Brunngatan mun enn liggja eins og á- kveðið var um veturnætum- 19 ar 1866. Hún er þannig elsta gata á ísafirði, sem enn ber upprunalegt nafn, en það var dregið af því að við enda hennar var helsta vatnsból bæjarins. Sjáfargata, sem lá frá Aðalgötu og niður að skipahrófinu við Sundin varð stofninn að núverandi Skipagötu og Strandgatan, sem lá frá Mjósundum í Norðurtanga varð upphafið að Sundstrætinu og hefur að líkindum legið eins og það gerði áður en fyllt var upp og hús reist neðan þess. Göturnar, sem ákveðið var að leggja á fundinum 18. október 1866 mynda enn stofninn í gatnakerfinu á neðanverðri eyrinni, en engu að síður er athyglisvert að byggingarnefndarmenn skuli ekki hafa gert ráð fyrir götum, þar sem Silfurgata og Tangagata eru nú. Ákvörðun byggingar- nefndarinnar um mismun- andi breidd á götunum sýnir okkur, að byggðin hefur þegar verið orðinn allþétt við Brunngötuna og ekki mögu- legt, að ætla henni sömu breidd og hinum. Jafnframt virðist ljóst, að Sjáfargötu og Aðalgötu hefur verið ætlað að verða helstu flutninga- leiðir bæjarins. Torgið, sem um er talað í fundargerðinni, mun hafa átt að vera sem næst á sömu slóðum og núverandi Silfur- torg, þó líkast til eilítið neð- ar. Er athyglisvert, að þar virðast hinir fyrstu bygging- amefndarfulltrúar hafa hugsað sér að yrði hjarta bæjarins, en ekki við neina af þeim verslunum, sem þá voru starfandi í kaupstaðn- um. Byggingarnefndarmenn áttu fyrir höndum mikið starf við uppmælingu allra lóða í bænum, en margar hinna eldri útmælinga reyndust glataðar. Hinn 18. desember 1866 var þessu verki lokið, og þann dag sendi byggingamefndin bæjarstjórn skýrslu yfir allar útmældar lóðir í bænum. Þær voru samtals 27, en mjög mismunandi að stærð. Stærstu lóðina átti Claus- ensverslun í Hæstakaupstað, 30.242 ferálnir, en lóð Sass- verslunar í Neðstakaupstað mældist 25.744 ferálnir. ,,Miðkaupstaðargrunnur“, sem þeir Hinrik Sigurðsson og Hjálmar Jónsson áttu, var 12.498 ferálnir og lóð Ásgeirs Ásgeirssonar var 6.368 fer- álnir. Þá átti Sigfús Pálsson snikkari einnig mikla lóð, eða samtals 17.211 ferálnir.Vi Sigfús bjó þar sem nú er Að- alstræti 26, en hann hafði keypt eigur Ásgeirs Á. John- sens kaupmanns að honum látnum, eins og áður var getið. Minnsta lóðin í ísafjarð- arkaupstað var 693 ferálnir og átti hana Jón Sigurðsson assistent.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.