Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 23

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 23
I vestfirska FRETTABLADID 23 „Það gerir trú, mismunandi trúarboðun og kenning sem að- skilur. Það er miklu meira sem þjóðkirkju? sameinar en það er ekki trú í hvítasunnusöfnuðinum að það þurfi að skíra böm af því að þau séu svo vond. Okkar trú er að bömunum tilheyri guðsríkið. Þessvegna kemur skím ekki til tals fyrr en fólk ákveður það sjálft eins og forfeður okkar þegar þeir tóku kristna trú á Þingvöllum í júnímánuði árið 1000. Þetta segir Kristinna laga þáttur Landnámubókar. Þá voru það ekki nokkrar dropar á ennið sem um var að ræða heldur var það niðurdýfing, „baptismos“, eins og það er í grísku, en það var háttur skírn- arinnar. Fólki var dýft í vatnið. Og það gerðu forfeður okkar þegar þeir tóku kristna trú.“ Einar segir blaðamanni frá því sem stendur í Landnámabók um að þegar kristni var lögtekin á íslandi, veigruðu hetjur okkar sér við því að taka skírn í Þing- vallavatni því að það var svo kalt, því létu þeir skírast í heit- um laugum á leið heim af þing- inu. „Þetta var 400 árum áður en Luther kom fram, sem íslensk kirkja bindur trú sína við.“ — Þið lítið svo á að barnanna sé guðsríkið og að menn eigi ekki að taka skírn fyrr en þeir vilja það sjálfir. Er þetta þá mismunur á túlkun ykkar og t.d. íslensku þjóðkirkjunnar á til- gangi skírnarinnar? „Já, því að skírnin innan Luthersku kirkjunnar er til þess að endurfæða böm og gera þau Fyrr í vetur komu til ísafjarðar, Einar Gíslason, forstöðumaður Fíladelfíusafnaðarins í Reykjavík og Páll Axelsson tónlistarmaður. Þeir tóku þátt í samkomum 1 Salem. Blaðamaður Vf. fékk Einar í stutt spjall, til að forvitnast örlítið um starf hvíta- sunnumanna. Fyrsta spuming var um það hvað réði því að hvítasunnumenn kjósa að starfa í hvíta sunnusöfnuðinum en ekki t.d. hinni íslensku Orðið erfðasynd er ekki til í Biblíunni að guðs bömum, áður eru þau börn erfðasyndarinnar, en orð- ið erfðasynd er ekki til í Biblí- unni og erfðir í þeim sökum koma ekki til greina fyrr en maðurinn hefur vit á að velja eða hafna og synd tilreiknast ekki á meðan ekki er lögmál, segir guðs orð. Þetta er megin dýpið sem skilur okkur að. Okkar starfsemi beinist að fyrirbyggjandi aðgerðum meðal æskunnar. Við höfum mikið af æskufólki á meðal okkar og innan okkar safnaðar er krafist algjörs bindindis. Ef fólk kem- ur, sem verið hefur háð víni eða Einar Gíslason, forstöðumaður FQadelfíusafnaðarins í Reykjavík. * ...Að finna hamingjuleið vegna þess að þarfirnar eru aðrar. í Noregi t.d. er mikið um félagslega aðstoð og stofnanir á vegum hersins. Það eru rekin heimili fyrir eiturlyfjasjúklinga, alkóhól- ista, aldraða og börn.“ „Það er eiginlega ekkert af hjálparstarfi hér á íslandi, eins óg hún segir,“ segir Er- lingur. „Það er miklu meira í Noregi um þessa hjálpar- starfsemi, þó ekki þannig að maður þurfi að fara um og gefa fólki súpu, heldur er neyðin allt önnur og aðstæð- umar breyttar, en þó, eins og í Noregi er viss neyð sem herinn reynir að bæta og þá aðallega finnst mér á meðal eiturlyfjasjúklinga og drykkjusjúklinga. Ég held að það verði alltaf einhver neyð í þjóðfélaginu, alltaf ein- hverjir sem verða útundan og það er sennilega á íslandi líka, lítið hér á ísafirði því að slíkt vill alltaf safnast saman í stærstu kjömunum. Eina stofnunin sem herinn rekur á íslandi í þessu skyni er vist- heimilið Bjarg á Seltjarnar- nesi og það er rekið í sam- vinnu við Kleppsspítalann. Því er ætlað að vera svona þröskuldur fyrir þá sem eru að fara út í daglegt líf aftur, eftir vist á Kleppi eða í fangelsi. Hér á ísafirði leggjum við aðaláhersluna á kristið starf og samkomuvirkni.“ — Teljið þið að þið hafið í þeim efnum eitthvað annað að boða en t.d. íslenska þjóðkirkjan? „Það vill oft verða regin- misskilningur á Hjálpræðis- hemum og hann er gjarna settur á bás með einhverjum sértrúarsöfnuðum en stað- reyndin er sú að við tökum ekki neina ákveðna afstöðu til þess máls sem flesta kristna söfnuði greinir á um, en það er skírnin.“ — Er þá hugsanlegt að innan ykkar raða væru sam- ankomnir kristnir menn með mismunandi trúarskoðanir, t.d. lúterstrúarmenn, kaþóiskir og hvítasunnu- menn, allir í einum hópi? „Það getur alveg verið það, því að Hjálpræðisher- inn er ekki sjálfstæður kirkjusöfnuður á íslandi, hann er það víða í heiminum en ekki hér á íslandi og þessvegna eigum við mjög auðvelt með að vinna með ýmsum kristnum söfnuðum. Innan okkar raða eru flestir lúterstrúarmenn. Við teljum að við höfum ekki neitt annað að boða en aðrir kristnir menn en við gerum það kannski á annan hátt en hinir og kannski að maður geti náð á þann hátt til fleiri. Þjóðkirkjan höfðar best til sumra og hvíta- sunnumenn til sumra og Hjálpræðisherinn til sumra.“ — Með hvaða hætti reynið þið að boða kristna trú hér á ísafirði? Ekki standið þið á torgum með trommuslátt og söng eins og ég hef lesið að Hjálpræðishermenn gerðu, í bók eftir meistara Þórberg, hvað gerið þið? „Nei, við höldum að það höfði ekki svo mikið til fólks hér á ísafirði að við tvö fær- um út og syngjum, það hefði líklega þveröfug áhrif. Þetta starf okkar er aðallega fólgið í samkomustarfi, getum við sagt. Við höfum þá sam- komur fyrir fullorðna, oftast bara einu sinni í viku, sam- komur fyrir konur, heimilis- samband köllum við það, einu sinni í viku, á mánu- dögum, en við leggjum aðal- áherslu á starfið fyrir krakka. Við erum með sunnudaga- skóla og svo höfum við það sem við köllum opið hús og það er ákaflega létt og frjálst form á því. Við syngjum svolítið til að byrja með og síðan förum við út í föndur og leiki og höfum það svona dálítið frjálst. Við seljum Herópið, hið opinbera mál- gagn Hjálpræðishersins, þrisvar til fjórum sinnum á ári. Þetta er nú svona aðal- starf okkar í stuttu máli.“ öðrum eiturefnum, þá spörkum við náttúrulega ekki í það en reynum að hjálpa því. Þessi dagur, 8. nóvember, byrjaði þannig fyrir mig, að faðir, kaupmaður í Reykjavík og myndarmaður, átti son sinn í fangelsi í nótt. Hann bað mig um að koma með sér til hans og við fengum leyfi til þess að fara inn í fangelsi í Reykjavík og þar var ungur maður sem hafði far- ið illa út úr neyslu á eiturefnum. Hann var eyðilagður og niður- brotinn og það sem mér fannst ömurlegast í þessu var það að fangaverðimir leyfðu okkur að vera og lögðu svo uppá að við yrðum að loka og faðirinn, hann læsti dyrunum með tveimur slám og sonur hans var inni en faðirinn fyrir utan. Þetta er ömurlegt, ömurlegt. Það munu vera um 90 fangar á Reykjavíkursvæðinu að Litla Hrauni meðtöldu og um 80% af þeim em þama inni vegna of- neyslu áfengis og annarra fíkniefna.“ —Þess má geta hér að end- ingu að hvítasunnumenn reka afvötnunar- og vistheimili fyrir drykkjusjúklinga að Hlaðgerð- arkoti í Mosfellssveit og hafa margir, m.a. ísfirðingar notið hjálpar þeirra þar. Smá- auglýsingar- TIL SÖLU Mercury Comet árg. 1974. Þarfnast lagfæringar á vatnskassa. Tilboð óskast. Upplýsingar í síma 3716 eftir kl. 20:00. TIL SÖLU 4 notaðar innihurðir, gömul Rafha eldavél, hitapottur og sturtubotn. Selst mjög ódýrt. Upplýsingar í síma 7358. ORÐSENDING Til bílstjórans á sendiferða- bílnum sem keyrði aftan á mig á Hnífsdalsveginum. Vinsamlegast hringdu í síma 3639. Finnbogi Jósefsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.