Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 29

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 29
vestfirska FRETTABLADID Skóverslun Leós, 80 ára: 29 Keypti verslunarhúsið við Hafnarstræti 5 fyrir tuttugu þúsund Á þessu ári eru liðin 80 ár frá því að verslun Leós Eyjólf ssonar á ísafirði var stofnuð, en hún ber nú nafnið Skóverslun Leós hf. og hefur aðsetur sitt í miðbænum eins og öllum ísfirð- ingum er kunnugt. Fyrirtækið hefur alla tíð verið í eigu sömu ættarinnar og eru allir núver- andi eigendur afkomendur Leós Eyjólfssonar, stofnanda verslunarinnar. var á þessum árum eitt stærsta og veglegasta hús ís- firðinga, en það brann til kaldra kola um mitt árið 1946, eða réttu ári eftir að Skóverslunin flutti þaðan. Á stríðsárunum fóru eig- endur verslunarinnar að hugsa sér til hreyfings og var afráðið á árinu 1943 að kau- júní 1945. í blaðinu Skutli, sem út kom 2. júní 1945 mátti sjá auglýsingu frá Skóverslun Leós Eyjólfsson- ar þar sem stóð m.a. „Laugardaginn 2. júní opnum við Skóverslunina í nýjum húsakynnum í Hafn- arstræti 5. Munum við kappkosta að hafa þar á Stofnandi fyrirtækisins, Leó Eyjólfsson lést á árinu 1940 og tók Ágúst sonur hans við stjóm fyrirtækisins og hafði hana með höndum til dán- ardægurs árið 1981. Frá þeim tíma hefur dóttursonur Leós, Kristján Jóhannsson séð um reksturinn, en í fyrir- tækinu starfa tvö börn Leós, Leó Eyjólfsson fæddist 1. nóvember 1867 að Gils- fjarðarmúla í Barðastrand- arsýslu og var einn af níu bömum Eyjólfs Bjarnasonar bónda í Gilsfjarðarmúla og konu hans Jóhönnu Hall- dórsdóttur, sem upp komust. Leó lærði söðlasmíði hjá Leó Eyjólfsson, stofnandi Skó- verslunar Leós. Jóni Jónssyni frá Laugabóli í ísafirði, sem þá bjó í Trölla- tungu í Steingrímsfirði. Hann lauk námi árið 1892 og settist nokkru síðar að á ísa- firði og stundaði iðn sína hér um árabil. Árið 1897 giftist Leó Kristínu Halldórsdóttur frá Laugabóli í ísafirði og varð þeim 8 bama auðið, þar af komust 7 til fullorðinsára. Þegar frá leið fann Leó sér ekki næg verkefni í söðla- smíðinni og árið 1904 færir hann út kvíamar með því að stofna verslun með skófatn- að og leðurvörur með aðsetri að Hrannargötu 8, sem um leið var íbúðarhúsnæði hans. Leó stundaði iðn sína jafn- framt verslunarstörfum fram til ársins 1912, en frá þeim tíma lifði hann eingöngu af versluninni. Eins og áður sagði var verslunin fyrst til húsa í íbúðarhúsi Leós að Hrann- argötu 8, en umsvifin jukust þannig að nokkrum árum eftir að hann hóf verslunar- rekstur stækkaði hann húsið og fékk þar aukið verslunar- rými. Enn jukust umsvifin og seint á þriðja áratug aldar- innar, þegar verslunin hafði verið rekin í nær aldarfjórð- ung flutti Leó sig um set með verslunina, og nú niður í miðbæinn í húsið Fell, sem Frá dögum skömmtunarseðl- anna. Sending af gúmmíboms- um var komin til Skóverslunar Leós Eyjólfssonar, og að sjálf- sögðu voru þær afgreiddar gegn skömmtunarseðlum. Skóverslun Leós að Hafnarstræti 5. Umhverfið er á annan veg en það er í dag. þau Margrét og Kristján. í minningargrein að Leó Eyjólfssyni látnum segir Sig- urður Þórðarson frá Lauga- bóli m.a. „Leó var í meðal- lagi hár og röskur í hreyf- ingum, einarður við hvem sem í hlut átti, allra manna glaðastur í vinahópi. Hann var prýðilega hagmæltur þó dult færi hann með þann hæfileika, jafnan hreinn í lund og reglumaður á öllum sviðum, meiri en almennt gerist. Á árinu 1957 var fyrirtæk- ið gert að hlutafélagi og fékk þá núverandi nafn, Skó- verslun Leós hf. og voru hluthafar 5 börn Leós Eyjólfssonar. Á áttatíu ára ferli hafa að sjálfsögðu skipst á skin og skúrir í rekstri slíkra fyrirtækja, en rekstur Skóverslunar Leós hefur æ- tíð verið traustur og eru eig- endur fyrirtækisins stað- ráðnir í að halda uppi merk- inu um ókomna framtíð. pa fiskþurrkunarhús sem stóð við Hafnarstræti og breyta því í verslunarhús- næði. Kaupverð hússins var 20 þúsund krónur, sem á þeim tíma hefur sjálfsagt verið nokkuð mikil fjárhæð. Húsið var stækkað nokkuð og innréttað sem verslunar- húsnæði og var opnað þar 2. boðstólum allskonar fáan- legan skófatnað og með jafn sanngjörnu verði sem fyrr.“ Segja má að þetta mark- mið hafi verið í heiðri haft frá upphafi og til þessa dags. Eins og við má búast í ættarfyrirtæki, sem orðið er 80 ára gamalt hafa kyn- slóðaskipti átt sér stað. Ágúst Leós, sonur Leós Eyj- ólfssonar og framkvæmdastjóri Skóverslunar Leós í rúm 40 ár. stóð að Hafnarstræti 3, þar sem nú á að fara að reisa veglegt stjórnsýsluhús. Fell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.