Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 31

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 31
vestfirska vestfirska FRETIABLADID 31 Nú mitt í jólaösinni hefur hljómsveitin Grafík sett á markað sína þriðju LP plötu og ber hún heitið „Get ég tekið cjéns?“ Áður hefur hljómsveitin gefið út plöturnar „Út í kuldann“ og „Sýn“. Nýja platan mun að sögn verða töluvert frábrugðin þeim plötum bæði hvað efni og vinnslu varðar. V. f. hafði sam- band við þá félaga dag nokkurn í s. 1. viku eftir að þeir höfðu lokið við sjónvarpsupptökur fyrir „Gluggann“ sem sýndur var á sunnudags- kvöld. Við gefum strákunum orðið: Grafík með nýja plötu: Get ég tekið cjéns? „Jú, það er rétt að þessi plata er að mörgu leyti ólík fyrri afurðum. Tónlistin er öll orðin aðgengilegri. Við stefnum að því í ríkara mæli en áður að komast inn um annað eyrað og út um hitt á hinum almenna neytenda, en tökum okkur ekki eins og oft áður bólfestu inn á milli eyrna. Það þýðir það, að við höfum ýmsa hildi þurft að há. Eins og allri vita er gamla húsið okkar nú horfið og lengi áttum við grafískir sveinar erfitt um vik, því ekki var í önnur hús að venda. En eins og allir sem komast til vits og þroska, þá lærðum við okkar lexíu og öðluðumst nóg sjálfstæði til að byggja okkur eigið nýtt hús. Nú hugsum við um það að fara að rækta garðinn. Þess vegna syngjum við á nýju plötunni „MérTinnst rigningin góð.“ Þær viðtökur, sem þetta lag hefur fengið fyrir vestan a.m.k. gefur okkur von um að við uppskerum eins og við sáum.“ „Þetta er fyrsta plata okk- ar þar sem öll lögin eru sam- in sameiginlega af öllum meðlimum sveitarinnar og ætti það að skerpa karakter- einkenni hennar. Hluti efn- isins er saminn í fyrravetur og var þá á tónleikapró- grammi okkar. Reyndar átti platan að vera miklu fyrr á ferðinni og þá aðeins að geyma 4 lög, en okkur uxu lög um hrygg og við stækk- uðum. Megnið af efninu er því nýtt og það nýjasta varð til í stúdíóinu.“ Grafík hefur alltaf gefið út eigin plötur og er það trúlega einsdæmi að íslensk hljóm- sveit hafi sjálf gefið út svo margar hljómplötur. Það er mikil vinna og kostnaður sem fylgir slíku? „Já, en við höfum getað fjármagnað þetta með því að spila á dansleikjum, en ekki með arði af þeirri vöru, sem við framleiðum, eins og góðu fyrirtæki sæmir. í raun er því fyrst og fremst um áhuga og hugsjón að ræða, þó að viss fjárfesting felist í því að vinna sér sess sem hljóm- sveit. Nýja platan er sú lang- dýrasta, sem við höfum ráð- ist í og skilar það sér í betri hljómgæðum en áður. Við leyfðum okkur þann munað að taka hana upp á 24 rásir í Hljóðrita í Hafnarfirði. Eldri plöturnar tókum við sjálfir upp á 8 rása Teac band.“ „Vinna okkur sess, já, jú, við erum allavega voðalega bjartsýnir. Við erum að byggja upp kjarna aðstoðar- fólks, og erum auk þess vit- lausir í nýjan tækjabúnað. Við festum t.d. nýlega kaup á ryksugu, sem við ætlum að nota til að hreinsa til í ís- lenskum popp-rokk-skokk- heimi. Ha, segir einhver að við séum að gorta ... Hættiði nú!“ „Já, við erum aðeins fjórir í hljómsveitinni núna. Okkur hefur gengið eiginlega fram- ar vonum að starfa þannig og e.t.v. bera lögin þess vitni að vera samin án nálægðar hljómborða. Hins vegar hef- ur Hjörtur Howser veitt okkur liðsinni sitt, þegar við höfum þurft á borðum að halda. Þetta á t.d. bæði við um þá tónlist sem við æfðum fyrir Betlaraóperuna, sem flutt verður í RUV eftir ára- mót og við tónlistina á „Get ég tekið cjéns.“ Svo er nú Vilberg Viggós alltaf með okkur á sumrin.“ „Nei, tengslin við ísafjörð og Vestfirði eru alltaf sterk. Þó aðstæður séu þannig að við störfum meiripart ársins á Suðurlandi, þá finnst okk- ur alltaf best að starfa og spila fyrir Vestfirðinga. Þar liggur uppruni okkar og tengslum við þennan upp- runa reynum við að halda með því að koma og spila hluta úr sumri fyrir vestan og auðvitað með því að gefa út þessar plötur okkar. Sumir höfuðborgarbúar líta á þessi tengsl sem veikleikamerki en í þau sækjum við styrk.“ Ekki mun líða á löngu áð- ur en Grafík kemur vestur að spila því um áramótin mun hún leika á áramóta- dansleik að Uppsölum. Á meðan hlustum við á plöt- una. m K&mverÍt P XSMPXRCkZ: Melabo snúrulaus — makalaus borvél Hentug til notkunar í sumarbústöðum, uppi á paki og í nýbyggingum, Þar sem ekki er hægt að draga marga metra af snúru á eftir sér. Metabo Akku borvélin er tveggja hraða, snýst aftur á bak og áfram, er með 10 mm patrónu og höggbor. Hleðslutæki fyrir rafmagn fylgir. Hleðslutæki fyrir sígarettukveikjara bílsins fáanlegt. Metabo Akku er kraftmikil og hentug borvél fyrir þá sem vilja ekki draga snúrur á eftir sér. METABO = Kraftur, ending, öryggi. Suðurgata 12 ísafirði — Sími 3298 Gleðileg jól, heillaríkt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Ásgeir Einarsson hf., Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.