Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 33

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 33
vestlirska TRETTABLASIS 33 Jólasíða yngstu lesendanna í umsjón Æskulýðssambands vestfirskra safnaða Önd mín miklar Drottin, og andi minn gleðst í Guði, frelsara mínum. Því að hann hefur litið til ambáttar sinnar í smæð hennar, héðan af munu allar kynslóðir mig sæla segja. Því að mikla hluti hefur hinn voldugi við mig gjört, og heilagt er nafn hans. Miskunn hans við þá, er óttast hann, varir frá kyni til kyns. Máttarverk hefur hann unnið með armi sínum og drembilátum í hug og hjarta hefur hann tvístrað. Valdhöfum hefur hann steypt af stóli og upp hafið smælingja, hungraða hefur hann fyllt gæðum, en látið ríka tómhenta frá sér fara. Hann hefur minnst miskunnar sinnar og tekið að sér ísrael, þjón sinn, eins og hann talaði til feðra vorra, við Abraham og niðja hans ævinlega. í Betlehem Litaðu myndina eins vel og þú getur. Hún gæti verið af kirkju- glugga. Þú gætir líka reynt að stækka hana, klippa hluta úr henni og líma saman silki- eða kreppappír á bak við. Jóla- hugleiðing fyrir vestfirsk börn Það er oft dimmt í vestfirskum fjörðum á þessum árs- tíma. Stundum geisar bylur og ekki sér út úr augunum. Þegar jörð er auð og snjórinn er ekki til að lýsa um- hverfið, þá er myrkrið fjarska mikið og dagsbirtan stutt. Stundum líður okkur eins á sálunni. Okkur finnst allt svo leitt og ómögulegt og við sjálf ómögulegust af öllu. Þetta sést jafnvel utan á okkur. Við erum eins og þrumuský á svipinn eða þá óttalega rigningarleg í framan. Það er við svona aðstæður sem jólin eiga erindi. Þau koma eins og birta inn í skammdegismyrkur. Þau færa innri birtu döpru fólki, ungu og gömlu. Þau boða kær- leika og væntumþykju. Og svo margir taka þennan boðskap hátíðlega, að allt mannfélagið keppist meira og minna við að vinna góðverk. Það er skreytt og prýtt úti og inni. Það er tekinn til góður matur, það eru gefnar gjafir og safnað fé handa fátækum, svo sem allra flestir geti orðið glaðir um jólin. Þannig eru áhrif jólanna, þannig eru áhrif jólabarnsins. Látum jólin alltaf vera í lífi okkar. Leggjum okkur öll fram um það alla daga að veita gleði inn í mannlífið. Höfum alltaf dálítið tilstand hvert út af öðru og gleymum aldrei þeim sem eiga bágt. Gerum þeim eitthvað til góða, svo að heims um ból (byggðir), helg verði jól. Ljósmyndin hér að ofan er tekin í ísafjarðarkirkju af Leó ljósmyndastofu. Hún birtist einnig í síðasta tölu- blaði Vestfirska og var þá ranglega eignuð sr. Jakobi. Blaðið biðst velvirðingar á því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.