Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 34

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 34
vestfirska 34 vestfirska TRETTABLADID Nokkrir Vestfirðingar svara spurningunni: Hvað er þér minnisstæðast af því sem gerðist á líðandi ári? Jón Guðm- undsson, Bæ, Reyk- hólasveit: Hið eindæma góða veðurfar Þegar ég lít aftur til þess árs sem senn kveður er mér einkum tvennt í huga. í það fyrsta vil ég þá nefna hið eindæma góða veðurfar sem ríkt hefur samfellt allt frá sumarkomu í apríl. Við sem munum góðu árin fyrir og eftir 1950 vorum held ég flest farin að halda að sú ár- gæska, sem þá ríkti ætti ekki eftir að endurtaka sig á okk- ar dögum. Það var þægileg og kær- komin tilbreyting frá stríði fjölmargra undanfarinna ára að geta nú á s.l. vori sleppt lambánum nýbornum út á grænan hagann og það var líka þægileg tilfinning að hafa á haustdögum í hlöðu metuppskeru góðra heyja. Kórónan á árgæsku þessa árs var svo haustið, sem svo hefur verið gott að vart verður um samjöfnuð að ræða. í annan stað er mér ofar- lega í huga sú aðför tveggja ríkisstofnana, Vegagerðar ríkisins og Náttúruverndar- ráðs, með fulltingi örfárra heimamanna, sem gerð var að atvinnurekstri okkar hjóna hér í Bæ, á sviði ferðamannaþjónustu. Það hlýtur að vera alvar- legt umhugsunarefni hverj- um frjálshuga manni í þessu landi, þegar svo er komið í okkar þjóðfélagi að litlir skrifborðskerfiskallar laun- aðir af almannafé skattborg- aranna, telja sig þess um- komna að reyna með öllum ráðum að drepa niður vísi að nýrri atvinnugrein í af- skekktu byggðarlagi eins og hér, og raunar hvar sem væri. Lára Helgadóttir, ísafiröi: Efst í huga vígsla slysavamar- hússins Árið 1984 er afskaplega merkilegt ár og minnisstætt fyrir margra hluta sakir, raunar erfitt að taka eitt fram yfir annað. Efst í huga mínum er þó vígsla Slysavarnahússins „Sigurðarbúðar“ á 50 ára tímamótum kvennadeildar- innar. Þar með eignuðust slysavarnadeildirnar hér í bænum þak yfir höfuðið, það var stórkostlegt að vera þátttakandi og vígslan var hápunkturinn, staðfesting á hverju hægt er að áorka ef samtakamáttur er fyrir hendi. Þá er hinn hörmulegi at- burður er m/b Hellisey sökk og 4 ungir skipverjar fórust og hið frækilega afrek Guð- laugs Friðþórssonar er hann barg lífi sínu með því að synda um 6 km vegalengd til Vestmannaeyja, ganga síðan berfættur langa leið yfir ap- alhraun til byggða. Ótrúlegt afrek en satt. Ekki má gleyma verkfalli prentara og opinberra starfsmanna. Afleiðingar þess, blaða- sjónvarps- og útvarpsleysi. Hvernig þjóðin einangraðist þegar skrúfað var fyrir allt upplýsinga- streymi í einu vetfangi, og það öryggisleysi sem af því leiddi. Það var lofsvert framtak þegar framtakssam- ir menn tóku neyðarréttinn í sínar hendur og hófu út- sendingar í ólöglegum út- varpsstöðvum, til að miðla fréttum til almennings. Sennilega fellur kjara- barátta fólksins í skugga umræðna um þau vandamál sem upp komu í þjóðfélag- inu meðan verkfallið stóð yfir. Þá vaknar spurningin: Eru verkföll í nútíma þjóðfélagi tímaskekkja? Var það kannski stór skyssa að veita opinberum starfs- mönnum verkfallsrétt? Úr heimsfréttunum er morðið á forsætisráðherra Indlands, Indiru Gandhi minnisstæðast og þær hörm- ungar sem fylgdu í kjölfarið á Indlandi. Sannaðist þar hið fornkveðna að ofbeldi leiðir af sér meira ofbeldi. Rúsínan í pylsuendanum, nýkomin er á markaðinn skáldsagan „Ekkert slor“ fyrsta bók ísfirðingsins Rún- ars Helga, gefin út af For- laginu og prentuð í Prent- stofunni ísrún hf. Ekki á hverjum degi sem slíkt gerist í þessum bæ. Ekkert slor það. Hallgrímur Sveinsson, Hrafnseyri: Skammsýni stjórnenda i launa- pólitík Fyrst kemur upp í hugann skammsýni stjórnenda þjóð- arskútunnar viðvíkjandi launapólitíkinni og verkfall BSRB og allt sem því fylgdi. Það var fyrirsjáanlegt snemma á þessu ári að nauðsyn bar til að lagfæra launakjör hjá stórum hluta launþega, hvað sem tautaði og raulaði. Þrátt fyrir það gerðu stjómvöld nánast ekk- ert í málunum. Menn bundu nokkrar vonir við svokallaða sam- ráðsfundi ríkisstjórnar og launþegasamtaka sem hóf- ust fyrir nokkrum árum. Því miður virðist þetta ekkert hafa verið annað en nafnið tómt og hefur verið nánast nákvæmlega sama hverjir hafa verið yfirmenn á þjóð- arskútunni í þessu tilliti. Það eru gömlu lummumar upp aftur og aftur í samskiptum þessara aðila. Syndakvittun sú sem BSRB fékk í lok verk- fallsins kemur mörgum spánskt fyrir sjónir og má þá einnig nefna lögbrot ráð- herra í sambandi við út- varpsmálin. Sú stefna sem -----** 35 V estfirðingar! Munið hagstæðu kjörin hjá okkur Verið velkomin HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA HÓTEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.