Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 37

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 37
vestljrska rRETIABLADID Ólafur Helgi Ólafsson, formaður í. B. í.: Það er oft gott að staldra við og líta yfir farinn veg. Ekki eingöngu til að ylja sér við minningar heldur einnig til að ígrunda hvort eitthvað hafi miðað í átt að þeim markmiðum sem að var stefnt. í allri umfjöllun um íþróttamál þá hlýtur kjarn- inn að vera spurningin um gildi íþróttaiðkunar og íþróttastarfs almennt fyrir samfélagið. Þessi kjarni vill oft týnast í dægurþrasi um einstök mál tengd íþrótta- hreyfingunni og er það mið- ur. Að mínu mati er gildi íþróttastarfs tvíþætt. I fyrsta lagi skapar hófleg íþrótta- iðkun, að öðru jöfnu, hraustari einstaklinga en ella. I öðru lagi hefur íþróttaiðkun og keppni ótví- rætt uppeldislegt gildi. Hjá Grikkjum, þaðan sem Olympíuleikarnir eru upp- runnir, varð á þjóðveldisöld til orðtakið „heilbrigð sál í hraustum líkama.“ Orðtækið er til komið vegna reynslu þeirra. Einstaklingur sem þjálfar og keppir í íþróttum verður að temja sér aga og kurteisa framkomu, — hann verður að semja sig að á- kveðnum leikreglum, — hann stefnir að ákveðnu markmiði. Þetta hefur áhrif á þroska einstaklingsins og kemur honum til góða í lífs- baráttunni. Orðtakið og merking þess á við enn þann dag í dag. Við íslendingar tölum um „íþróttamanns- lega framkomu" og þá er ekki átt við líkamlega burði, heldur sanngirni og heiðar- leik. íþróttastarf er æskulýðs- starf og ætti sú staðreynd að vera forystumönnum íþróttafélaga og samtaka leiðarljós. Ég hef hér í upphafi þess- ara stuttu hugleiðinga lagt áherslu á uppeldislegt gildi íþrótta til þess að íþróttaiðk- un yngri kynslóðarinnar verði enn meiri gaumur gef- inn en hingað til. Innan ÍBÍ hefur þessum málum, sem í allri umfjöllun um íþróttamál þá hlýtur kjarninn að vera spurningin um gildi íþróttaiðkunar og íþróttastarfs almennt fyrir samfélagið. Þessi kjarni vill oft týnast í dægurþrasi um einstök mál tengd íþróttahreyfingunni og er það miður Kvennalið Í.B.Í. lék í 1. deild áríð 1984 og hér sjást þær samankomnar, til að fagna góð- um árangri, að loknu keppnis- tímabili. Mynd: Kristján Jóhannsson. betur fer, verið sýndur auk- inn sómi á síðustu árum. Til fyrirmyndar er starfsemi foreldraráðs SRÍ og eins þátttaka foreldra í starfi með stjórn Sunddeildar Vestra. Þykist ég viss um að enginn sem lagt hefur sig fram á þessum vettvangi sjái eftir því. Eins var mjög ánægju- legt að vera vitni að unglinga starfi KRÍ nú í sumar og bar fjöldi og áhugi barnanna sem mættu á æfingum vott um þörfina. Ég vil hvetja foreldra til að gerast enn virkari þátttakendur í íþróttahreyfingunni og skapa með því sterkari sam- tök sem stuðlað gætu að bættri velferð ísfirskrar æsku, — engrar sérþekking- ar er krafist. Það er þó nær sama hve áhuginn er mikill ef íþrótta- aðstaða er ekki fyrir hendi, eða ófullnægjandi. Reyndar er hægt að vissu marki að byggja upp íþróttaaðstöðu í sjálfboðavinnu eins og mannvirkin á Seljalandsdal bera glæsilegt vitni um, og enn eru sjálfboðaliðar til- búnir til starfa ef á þarf að halda. Hins vegar eru þær framkvæmdir á sviði íþróttamála hér á ísafirði, sem mest knýjandi eru, þess eðlis að þeim fylgja fjárútlát vegna efnis- og/eða tækja- kaupa sem ekki er hægt að leggja á sjálfboðaliða. Þar verður bæjarfélagið að hlaupa undir bagga. Á kom- andi árum verður að vinna markvissar að uppbyggingu íþróttaaðstöðu hér á ísafirði en hingað til. Gera þarf framkvæmda-áætlanir nokkur ár fram í tímann, endurskoða þær reglulega og endurmeta forgangsröð framkvæmda (Þetta á ekki bara við um framkvæmdir á sviði íþróttamála). Spyrja Annáll ísfirskra íþrótta árið 1984 Björn Helgason: Knattspyma þarf hvaða (eða frekar hvernig) íþróttaaðstöðu vilj- um við hafa hér í bæjarfé- laginu eftir 3 ár — 5 ár. Þessar áætlanir verða að byggjast á virðingu fyrir gildi íþrótta fyrir einstaklinginn og æsku Isafjarðar sérstak- lega. Ég dreg ekki dul á þá skoðun mína, að ég tel for- gangsverkefni Bæjarsjóðs Isafjarðar ætti á næstu árum að vera bygging nýs íþrótta- húss. Hér gefst þó ekki tæki- færi til að rökstyðja þessa skoðun, enda gæti það orðið langt mál. En nýtt íþróttahús þjónar að mínu áliti best þeim markmiðum sem öll íþróttastarfsemi hér í bæ á að hafa. Gleðilega hátíð! Vonandi verður hald- ið áfram að sinna unglingunum eins vel og hægt er Mikill fjöldi stundaði æf- ingar og keppni í knatt- spyrnu á vegum K.R.I. 1984. Mun fleiri en undanfarin ár. Vel og ákveðið var tekið á þjálfaramálum, þjálfarar fengnir fyrir alla flokka strax í byrjun ársins. Einhver mis- skilningur var þó með end- urráðningu hins enska þjálf- ara meistaraflokks Martin Wilkinson, hann kom ekki aftur en í hans stað var ráð- inn Gísli Magnússon frá Vestmannaeyjum, sem skil- aði starfi sínu með prýði. Árangur hjá knattspymu- fólki K.R.Í. var allgóður á þessu ári sem er að líða, og ekki að efast um að hann fer batnandi ef hægt verður að halda áfram á sömu braut í uppbyggingu og skipulagn- ingu á knattspymustarfinu. Aðalmenn í stjórn Knatt- spymuráðs voru þeir Jakob Ólason, formaður, Sturla Halldórsson, Jakob Þor- steinsson, Sigurjón Sigurðs- son, Sigurður Sigurðsson, Annfinn Jenssen, og Jón Axel Steindórsson. Mikið var starfað og puðað hjá þeim fjölda er stundaði æfingar í nafni K.R.Í., það lætur nærri að um 250 manns hafi stundað æfingar sem og skiptist í 11 flokka, það var því oft þéttskipað á vellina því hver flokkur æfði 3 sinnum í viku og sumir oftar. I fyrsta skipti síðan K.R.Í. var stofnað var rekið félags- ► 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.