Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 53

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 53
vestfirska FRETTABLADID 53 ÁR 1975 Mikill vöxtur verður í sölu veiðarfæra þetta ár eða um 39 af hundraði. Hafa enn bæst togveiðiskip í flota Vestfirðinga Dagrún frá Bolungarvík og Trausti frá Suðureyri. Verður það enn til að auka hlutdeild félags- ins í sölu togveiðarfæra. Sala matvöru er nánast óbreytt frá fyrra ári. ÁR 1976 Á árinu 1976 verður tals- verð breyting á mannahaldi hjá félaginu, sem miðar að því að gera kleift að takast á við ný verkefni. Áður hafði fast starfslið auk fram- kvæmdastjóra aðeins verið einn afgreiðslumaður og tvær hálfsdags skrifstofu- stúlkur. Var bætt við einum afgreiðslumanni og skrif- stofustjóra, er hafa skyldi umsjón með rekstri mat- vörudeildar. Félagið tekur að sér ýmis innlend umboð, sem auka Eykst matvöruveltan um 47 af hundraði, en nokkur sam- dráttur verður hins vegar í veiðarfærum. Árið 1977 tek- ur Jón Páll Halldórsson sæti í stjóminni í stað Páls Andreassonar. ÁR 1978 Árið 1978 stofnar Sandfell hf. ásamt tveimur fyrrver- andi skipstjórum, þeim Ein- ari Jóhannssyni og Leifi Pálssyni hlutafélagið Vír, sem ætlað er að sjá um víra- splæsingar fyrir skip og aðra skylda starfsemi. Á stofnári félagsins voru keypt ýmis tæki til starfsem- innar svo sem þrykkivél, vinduborð, tæki til mælinga á vírum og tveggja og hálfs tonna talía með hlaupaketti, og einnig hespikefli til að hringa upp víra. Öll hafa þessi tæki reynst mjög vel, og skapað möguleika á að ná góðum afköstum með lág- marks mannafla. Heildar- velta Sandfells jókst um 18 af Stofnendur Vírs hf. Skipstjóramir Einar heitinn Jóhannsson og Leifur Pálsson að mæla grandara. Búnaðurinn kom upphaflega úr frjóum hugmyndabanka Einars. mjög umsvifin í matvöru- dreifingu. Má þar nefna kexverksmiðj- una Frón, Sápugerðina Frigg, Lindu, Plastos og fl. Árangur þessa kemur í ljós á fyrsta ári. Þá eykst matvöru- velta að raungildi um 75%. ÁR 1977 Lík þróun verður árið 1977 og á fyrra ári. Félagið tekur upp ný viðskiptasam- bönd erlend og innlend í matvörunni. Má þar nefna fyrirtækið Sól hf. í Reykja- vík, sem framleiðir hinn vin- sæla ávaxtadrykk Tropicana. hundraði að raunvirði þetta ár. ÁR 1979 Félagið varði umtals- verðum fjármunum þetta ár í innréttingar í aðstöðu Vírs hf., sem er í rishæð húseignar Vestra hf. Er vinnuaðstaða starfsmanna nú mjög góð og má fullyrða, að ekki er ann- að víraverkstæði á landinu betur búið tækjum. Hefur stofnun Vírs hf. átt sinn þátt í aukinni veiðarfærasölu Sandfells, en stálvírar eru u.þ.b. 35% af seldum veiðar- færum. Allir vinnuvírar eru Það ber við, að framkvæmdastjórinn sé í símanum. (Það var víst venju fremur snyrtilegt á borðinu hjá honum þennan dag). keyptir frá Bretlandi þetta ár frá fyrirtækinu Dawson and Usher, en togvírar frá fyrir- tækinu British Ropes. Þórður Júlíusson frá ísa- firði er kosinn í stjórn fé- lagsins í stað Jakobs Helga- sonar frá Patreksfirði. ÁR 1980 Þetta ár varð talsverður vöxtur í báðum greinum, þ.e. veiðarfæra og matvörusölu. Félagið gerði umboðssamn- ing við fyrirtækið A/S Kjættingfabriken í Helle í Noregi,' sem er stór fram- leiðandi keðju úr alloy stáli. Notkun keðju hefur farið ört vaxandi við togveiðar. Hafa þær víða komið í stað stál- víra t.d. í grandara, fótreipi, bakstroffur og fiskilínur. Norska keðjan hefur reynst með afbrigðum vel og er orðin mest selda keðjan til íslenska togaraflotans. Verð- ur sambandið við Kjætting- fabriken því að teljast eitt af verðmætustu söluumboðum félagsins. Nokkuð var bætt við teg- undir í matvöru, innlendar og erlendar. ÁR 1981 Eftir áratugs uppgang verður nokkur samdráttur í sölu veiðarfæra árið 1981. En þetta ár urðu mestu um- svif í tuttugu ára sögu syst- urfyrirtækis Sandfells, Fé- lagi Vestfirskra Skreiðar- framleiðenda. Þetta ár var seld skreið að verðmæti 167 milljónir á verðlagi ársins 1984. Nokkur vöxtur var í matvöruveltu þetta ár þann- ig að heildarsamdráttur í veltu varð óverulegur. ÁR 1982 Veiðarfærasölu miðar aft- ur í rétta átt eftir samdrátt á fyrra ári. Þau þáttaskil verða í sögu félagsins, að stjómin samþykkir tillögu fram- kvæmdastjóra á stjómar- fundi þann 15. nóvember, að unnið verði að því að koma upp aðstöðu fyrir dreifingu veiðarfæra á Akureyri. ÁR 1983 í janúar 1983 gerir fyrir- tækið leigusamning við hf. Eimskipafélag íslands um — 55 Máltækið segir: Gott er að hafa mikinn mat og marga helgidaga Það á vel við um þessi jól, því nú verðum við með hinar ýmsu jólasteikur á góðu verði. í nægtarbrunni HN-búðarinnar verður m. a.: London lamb Lambahryggir, léttreyktir Hangilæri, heil Hangilæri, úrbeinuð Hangiírampartar, heilir Hangiframpartar, úrbeinaðir Lambasvið Allt svínakjöt Allt dilkakjöt Allt nautakjöt Hreindýrakjöt Rjúpur Endur Aligæsir Grágæsir Kjúklingar Spægipylsa, síld o. fl. á kalda borðið Auk þess erum við með mikið úrval af frönskum kartöflum, frosnu grænmeti og öllu því öðru, sem gerir jólamatinn að jólamat Fyrir Þorláksmessu bjóðum við að sjálfsögðu kæsta skötu og vestfirskan hnoðmör SUNDSTR/ETI 34*4013 Sérverslun með kjöt og fisk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.