Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 54

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 54
54___________ Iðunnarbækur Njóttu lífsins Ný saga ettlr Evi Bögenæs. Iðunn hefur gefið út nýja bók eftir norska unglingasagnahöf- undinn Evi Bögenæs. Nefnist hún Njóttu lífsins. Margrét Jóns- dóttir þýddi. — Evi Bögenæs er kunnur og vinsæll höfundur í Noregi og víðar og allmargar sagna hehnar hafa áður verið þýddar á íslensku. Þær fjalla yf- irleitt um ungar stúlkur og svo er um þessa nýju sögu. Um efni hennar segir svo í kynningu for- lagsins: „Anna Elín er nítján ára. Hún býr yfir miklum tónlistar- hæfileikum og dreymir um að verða píanóleikari. Samt er hún óhamingjusöm. — Þá hittir hún Andrés, ungan og glæsilegan þilt. Hann hefur óbilandi trú á líf- inu þótt oft blási á móti og ætlar sér að vinna hug Önnu Elínar. En Andrés býr við kröpp kjör og önnu Elínu dreymir um að njóta lífsins lystisemda sem hún hefur farið á mis við í uppvextinum. Haraldur, ungur læknanemi, hefur hins vegar allt að bjóða Viðbjóðimþ& hM í félagi sem lætur Fjárfestingarfélag íslands hf. býður þér að gerast hluthafi í félaginu, og um leið hluthafi í eflingu og fjármögnun nýrra atvinnugreina. • Hafbeit, leigukaup og laxaútflutningur Með hlutabréfi í Fjárfestingarfélaginu eflir þú eigin hag um leið og þú eflir hag þjóð- arinnar allrar. Hlutabréfið gefur þér t.d. hlutdeild í uppbyggingu hafbeitar- stöðvar á Vatnsleysuströnd, laxaút- flutningi, leigukaupastarfsemi á vélum og tækjum til atvinnulífsins, og verðbréfamarkaði í þágu ein- staklinga og atvinnufýrirtækja. • Skattalækkun möguleg í boði eru eitt, tíu og hundrað þúsund króna hlutabréf. Bréfin eru gefin út á nafn kaupandans, sem getur notað þau til skattalækkunar skv. lögum nr. 9/1984. • Einstakt tækifæri Hringið í síma (91) 28466 og ræðið við fulltrúa Fjárfestingarfél- agsins um kaup á hlutabréfum. Hér er um að ræða tækifæri, sem á ekki eftir að gefast aftur í bráð. FJÁRFESTINGARFÉLAG (SIANDS HF Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík. Sími 2 84 66 vesttirska rRETTABLADID henni sem hugurinn girnist. En hvaða máli skipta öll auðæfi heimsins, ef ástina vantar?“ Kápumynd á Njóttu lífsins gerði Brian Pilkington. Bókin er 158 blaðsíður. Oddi prentaði. Heimildaþættir Vandaðir heimildaþættir eftir Hannes Pétursson Iðunn hefur sent frá sér ,,Mis- skipt er manna láni“ annað bindi heimildaþátta Hannesar Péturs- sonar. „Misskipt er manna láni“ er dæmi um hina vönduðustu gerð heimildaþátta nú á dögum. Sögusviðið er skagfirskt, en efniviður fjölbreytilegur. „Andlit augnalaust" segir frá Jóni nokkrum Jónssyni sem lengi lifði blindur í Lýtingsstaðahreppi. Hann var „Dalkotsstrákurinn sem varð aö þeim Jóni godda sem síðar iðkaði forneskju, eign- I I HANNES PÉTURSSON MISSKIPT MANNA LÁNI IÐUNN aðist rúnaskræöur og kaupslag- aði við Andskotann" og hann hirti úr Jóni augun að síðustu. Þetta er skemmtileg dæmisaga um það hvernig þjóðsagan spinnur þræði sína um nafn- kennda menn. — Sögubrot af Eyjólfum tveim" segir meöal annars frá hörmulegum atburð- um í Vindheimum þar sem ungur maður veill á geði lét lífið með voveiflegum hætti 1885. — „Jakobsævi myllusmiðs“ bregð- ur upp eftirminnilegri mynd af næsta sérstæðum manni á ofan- verðri nítjándi öld sem fór um byggðir Skagafjarðar, smiður á tré, járn og stein, nefndur Myllu- Kobbi af því að hann setti upp vatnsmyllur á bæjum. — „Þúfnakollar og bögur“ greinir frá hagyrðingnum Einari á Reykjarhóli, gæflyndum búand- manni sem með vísum sínum brást við atvikum hversdagslífs- ins heima og heiman og tókst þar „að spegla svo vel sinn alþýð- lega mann í réttu umhverfi, að þar býr mynd hans Ijóslifandi.“ Þættir Hannesar Péturssonar standast með prýði þær kröfur sem vandfýsnir lesendur gera til slíkra þátta. Þeir eru hvort- tveggja í senn, traustur fróðleik- ur og raunsannar lífsmyndir úr horfnu þjóðlífi — og hugtæk sagnaskemmtun. Bókin er prentuð í Odda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.