Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 1
PLATAN MEÐ KAN „MEGISA DRAUMUR“ RÆTAST MEÐ JÓLAPAKKANUM Sinarffuðfjinnsson k fí. g<W 7200 - tf 15 fíol untja’iOib í RÆKTINNI Tvær ísfirskar meðal 10 söluhæstu Nú þegar jólabókavertíðin er í algleymingi datt okkur á Vest- firska í hug að kanna hvaða bækur seldust best. Sérstakan áhuga höfðum við náttúrulega á að vita hvernig Saga fsafjarðar og Ekkert slor hefðu selst, þar sem þetta eru ísfirskar bækur. Þ.e. önnur eftir ísfirðing en hin er um ísafjörð og báðar eru að mestu leyti unnar í ísfirskri prentsmiðju. Hér á eftir fer listi yfir 10 söluhæstu bækur í Bókhlöðunni á Isafirði fram að deginum i gær: 1. Saga fsafjarðar eftir Jón Þ. Þór. 2. Á Gljúfrasteini, eftir Eddu Andrésdóttur og Auði Sveins- dóttir. 3. Dyr dauðans eftir Alister Maclean. 4. Guðmundur skipherra Kjærnested eftir Svein Sæmundsson. 5. Ekkert slor eftir Rúnar Helga Vignisson. 6. 15 ára á föstu eftir Eðvarð Ingólfsson. 7. Töff týpa á föstu eftir Andrés Indriðason 8. Við Þórbergur eftir Gylfa Gröndal. 9. Gefðu þig fram Gabríel eftir Snjólaugu Bragadóttur frá Skáldalæk. 10. Hinrik og Hagbarður með víkingum. Það var hátíðleg stund á sunnudag- fnn var þegar frú Ruth Tryggvason af- henti ísafjarðarhæ jólatré að gjöf frá Roskilde vinabæ ísafjarðar í Dan- mörku. Fjöldi fólks hafði safnast saman í skrúðgarðinum við Austurveg. Forseti b-æjarstjórnar ísafjarðar. Sigurður Ólafsson formaður Sjómannafélags ísfirðinga: GuðiWúndúr S^einsson, flutti ávarp og þakkaði gjöfina og Sunnukórinn söng nokkur jólalög. Síðan mættu jóla- sveinar á svæðið, yngstu samkomu- gestunum til óblandinnar ánægju. Mynd: Hrafn Snorrason. Skorar á A.S.I. að bjóða fram! Á Alþýðusambandsþingi sem haldið var í Reykjavík dagana 26. — 30. nóvember flutti Sig- urður Ólafsson formaður Sjó- mannafélags ísfirðinga ræðu þá sem hér fer á eftir. „Á þjóðfundi hinn 9. ágúst 1851, risu þingmenn úr sætum og sögðu flestir í einu hljóði, þessi frægu orð: VÉR MÓT- MÆLUM ALLIR. Þessi orð voru sögð af festu og einlægni og það sem meira var, að baki þeirra bjó einnig fullur vilji til að koma í veg fyrir að slíkar gerræðis aðferðir er þá voru hafðar í frammi, endur- tækju sig. Ég hefi oft heyrt þessi orð síðan, en í hálfgerðum ar- mæðutón. Að baki þeirra býr enginn vilji til að koma í eitt skipti fyrir öll í veg fyrir að þær svívirðilegu aðgerðir endurtaki sig, að ríkisstjórn eftir ríkis- stjórn, leyfi sér að ónýta ný- gerða kjarasamninga okkar. Allir stjórnmálaflokkarnir eru jafnsekir, og staðan sem blasir við er sú, að í reynd höfum við engan samningsrétt og getum því alveg eins hætt þessari sýndarmennsku. Nakin komum við í þennan heim og nakin munum við hann yfirgefa. En það er ekki 8ar með sagt, að við eium að sætta okkur við að stríplast um allan tímann þar á milli, og láta okkur aðeins nægja til fæðis þá mola er húsbændunum þóknast að láta falla frá borðum sínum. Þið eruð flest, sennilega öll eins og ég, stjórnarfulltrúar í ykkar félögum. Ég skammast mín, og það ættuð þið að gera líka. Við erum alls ekki vinir litla mannsins, við tröðkum á herðum hans. Okkur finnst meira gaman, að leika litla kónga í smá kóngsríkjum, held- ur en vinna saman af alefli, það fólk, sem treystir okkur til að sjá hagsmunum sínum þannig borgið að það geti eitthvað nýtt sér það lítilræði sem í launa- umslögunum leynist. Allir pólitísku flokkarnir eru samsekir í að reyna að brjóta á bak aftur samningsrétt okkar. Segið því ekki áfram. Þetta er svona, af því að það hefur alltaf verið svona. Þetta er svona af því að flest okkar eru bundin á pólitískan klafa einhvers stjórnmálaflokksins og þann bás getum við ekki hugsað okk- ur að yfirgefa. Nú er rétta tækifærið, til að sýna því fólki sem treystir okkur til forystu í samtökum sínum, að við höfum kjark, þor og vilja til að mótmæla því öll, að laun- þegar íslands hafi ekki rétt til að vera til, nema einhverjum póli- tískum pótentátum þók ist svo. Eins og staðan er orðin, er að- eins leið fær, til að koma í veg fyrir það að haldið verði áfram að traðka á lögbundnum samn- ingsrétti okkar. Við höfum aflið fyrir hendi, en hingað til hefurskort viljann, til að bei a 8ví í réttan farveg. Þess vegna skora ég á þingfull- trúa, hvar í flokki sem þeir standa. Bindumst samtökum, hér á þessu þingi, til að stuðla að því að í næstu alþingiskosn- ingum bjóði Alþýðusamband íslands, fram sinn eigin lista.“ Undirtektir við þessa hug- mynd um að ASÍ bjóði fram í næstu kosningum voru dræmar, enda eru margir af þeim full- trúum sem þingið sátu flokks- bundnir í hinum ýmsu flokkuh og ekki tilbúnir til þess að yfir- gefa þá. Hins vegar var sam- þykkt ályktun á þinginu þar sem skorað er á launafólk „að samfylkja öllum sem aðhyllast hugsjónir félagshyggju til að mynda fylkingu sem yrði í samvinnu við verkalýðshreyf- inguna „nýtt landstjórnarafU. Pétur Sigurðsson, formaður Baldurs á ísafirði, sem fylgdi fyrrgreindri tillögu úr hlaði sagðist vera hóflega bjartsýnn á að forsetar og miðstjórn ASÍ myndu ganga hart fram í því að fylgja ályktuninni eftir. Eins og kunnugt er stendur nú yfir söfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar undir kjörorðinu „Brauð handa hungruðum heimi.“ Þessi söfnun er nú orðin fastur liður í undirbúningi jól- anna á aðventunni. Við viljum ekki aðeins þiggja jólagleði heldur einnig miðla í þeirri gleði, svo vonlausu fólki bætist í bragði og einnig það eignist jól. í ísafjarðarprestakalli hefur það tíðkast að fermingarbörn gangi í húsin og taki við framlögum fólks og komi þeim til skila með aðstoð sókn- arprestsins. Svo mun einnig verða að þessu sinni. Á sunnudaginn 23. des., Þorláksmessu, munu þau koma. Þau munu verða með skilríki meðferðis, sem sýna að þau séu á vegum söfnun- arinnar. Afhenda má baukana eins og þeir koma fyrir. Jólapottur Hjálpræðishersins er einnig venjubundin fjáröflun á að- ventu. Einnig hann mun styðja Eþíópíumenn á þurrkasvæðunum. Það hefur komið í ljós fyrr að gott er að leita til fólksins hér við utanvert Djúp í forbón fyrir nauðstatt fólk, þó það búi í fjarlægum álfum og er það von mín að svo muni reynast enn. Guð gefi öllum gleðileg jól.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.