Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 6
6 ■d vestfirska TTABLAÐID Einstök fegurð og enginn gripur eins Þú færð meistaraverk náttúrunnar steypt 24 karata gullhúðun og þriggja ára ábyrgð á ótrúlega lágu verði. Og það sem er mest um vert: Það eru engir tveir gripir eins. Einkasöluumboð á ísafirði. nnTullampl Q Sími 3460 SUNNUDAGINN 23. DES. VERÐUR Blómabúðin OPIN KL. 13:00 — 18:00 JÓLAREYKELSIÐ ER KOMIÐ Blómabúðin ÍSAFIRÐI — SÍMI 4134 H 4JJ M UPPSALm Diskotek föstudagskvöld. Rúnar Þóris- son kynnir nýútkomna hljómplötu Grafík: „Get ég tekið cjéns?" BG flokkurinn laugardagskvöld Jóladansleikur 26. des. frá kl. 23:00 — 3:00. BG flokkurinn skemmtir Diskotek 28. desember Dansleikur með Grafík laugardagskvöld 29. desember Áramótagleði með Grafík, gamlárs- kvöld. Forsala aðgöngumiða 28. des. kl. 17:00 — 19:00 Oskum öllum viðskiptavinum okkar gleði- legra jóla og farsæls komandi árs Það gengur á með sunnlenskum hraglanda, þegar ég renni upp að húsinu hans Kjartans læknis og Jónu Ingvarsdóttur, konu hans, suður í Kópavogi. Fyrir andartaksstundu var allt baðað í sólskini, Keil- ir skartaði sínu fegursta í suðri og Kópavogurinn rétt fyrir neðan húsið sléttur sem spegill. Hríðin lemur Saabinn hans Kjartans, þegar ég geng heim að húsinu. Kjartan er einmitt að ræða við kollega sinn í forstofunni, einn af Iæknum Reykjavíkur, þegar ég kem. Kjartan er maður 77 ára gamall en í fullu fjöri og gengur til verka dag hvern og tekur á móti sjúkl- ingum, sem til hans Ieita í lækningastofunni hans í Fannborg, sem er í hinni nýju miðbæjarþyrpingu þeirra Kópavogsbúa. Kjartan hafði áður tekið er- indi okkar vel, en sagði: „Það er sjálfsagt að rabba við Vestfirska frétta- blaðið, en einhvernveginn fínnst mér alltaf erfítt að hugsa til baka, betra að hugsa fram í tímann.“ En ég byrja að rekja garnirnar úr Kjartani J. Jóhannssyni, lækni Isfírðinga um 31 árs skeið, þing- manni Isfirðinga í áratug, og enn síðar héraðslækni í Kópavogi. Þingmenn Vestfjarða. Kjartan ásamt þeim Þingeyri. Myndin er tekin, þegar MjólkárvirW' „Þeirsögðu að< — Kjartan J. Jóhannsson, fyrrum FÆDDUR VIÐ LAUGAVEGINN „Það halda margir að ég sé ísfirðingur“, segir Kjartan. „En það rétta er að ég er nú fæddur hérna við Laugaveginn í Reykjavík, annað hvort númer 68 eða 70. Jóna er hinsvegar Hafnfirðingur, af Víkingslækj- arætt, en konur af þeirri ætt hafa löngum þótt þekkjast fyrir fegurð og vissan ferskleika í fasi“, segir Kjartan og kímir til konu sinnar. Þau hjónin segja frá því hvernig fundum þeirra bar saman. Kjartan var sjómaður í sumarleyfum. Réri frá Hafnar- firði á togaranum Ver. Stýri- maður á Ver var Sigurður Breiðfjörð, hálfbróðir Jónu. Borgaði Sigurður út lifrarpen- ingana á heimili þeirra. Við eina slíka útborgun sáust þau fyrst Kjartan og Jóna. „Eftir þetta var sama hvert maður fór, alltaf var Kjartan kominn þar“ segir Jóna og hlær. „Hann er svo óskaplega þrár hann Kjartan. Ég fór oft til Reykjavíkur til að vera ekki heima þegar skipið kom að. En þá var Kjartan bara komin til Reykjavíkur. Og þegar spítal- inn hérna í Hafnarfirði var opnaður, þá fór ég að skoða hann með mömmu. Heldurðu að Kjartan sé ekki kominn þar. Mamma sagði líka: Mikið ó- skaplega horfir þessi maður mikið á þig. Og það var satt“. Þau Kjartan og Jóna voru gefin saman í heilagt hjóna- band suður í Hafnarfirði 7. mars 1931. Kjartan ákvað 18 ára gamall að fara í læknisfræði, þá nýlega orðinn stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavík. Embættis- prófi lauk hann rúmum 5 árum síðar og um sama leyti giftu þau sig, Kjartan og Jóna. Læknaskólinn var þá til húsa í Alþingishúsinu, því merkilega húsi, sem Kjartan átti síðar eftir að kynnast á nokkuð annan hátt. Strax að loknu læknisprófi héldu þau Kjartan og Jóna á- leiðis til Seyðisfjarðar, en þar skyldi ungi læknirinn hefja lífs- starf sitt. Þau fóru sem farþegar á Nóvu vestur og norður fyrir landið, og voru í sóttkví í skip- inu þar sem innflúensa geisaði um þessar mundir. Urðu þau því að halda kyrru fyrir í klefanum sínum, en máttu hvergi stíga á land. Það var því gegnum kýraugað í pínulitla klefanum um borð í Nóvu sem þau Kjartan og Jóna sáu ísafjörð í það sinni. Myndin sem kemur upp í hug þeirra er eftirfarandi: Pollurinn lagður ísi, en baðaður sólskini. Á ísnum renna sér ungar stúlk- ur og menn, stúlkurnar klæddar

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.