Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 7
vestíirska I rRETTAELACID >Utði Bjarnasyni frá Vigur og Eiríki Þorsteinssyni kaupfélagsstjóra og þingmanni á lu var tekin i notkun. Stykkishólms. Og þangað héld- um við Jóna ásamt litla syni okkar Kjartani Birgi“. Þarna þótti þeim gott að vera, bæði fólkið og staðurinn með eindæmum gott og failegt. Þarna áttu þau að búa næstu 7 mánuðina. í Hólminum hitti Kjartan nunnurnar og Meulen- berg biskup, sem mætti með húsateiknara með sér. Hlutverk hans var að teikna sjúkrahús fyrir staðinn. „Ég held hann sé búinn að teikna ágæta teikningu, en kannski kemur enn þá betra út úr þessu,“ sagði kaþólski biskupinn og hvatti teiknara sinn til frekari dáða. Ungi Ungu læknishjónin komu sér fyrir í 103 ára gömlu norsku húsi, sem var í eigu kaupfélags- ins. Reyndar átti kaupfélagið flesta hluti á þessum tíma, og lét ekkert mannlegt sér óviðkom- andi, og þannig var læknis- þjónustan áhugamál kaupfé- lagsins ekki síður en verslunin. Á þessum tíma var Sigurður Ágústsson kaupmaður í Hólm- inum, en ekki eins stöndugur maður og síðar átti eftir að verða. Varð þeim Kjartani vel til vina. Síðar áttu þeir eftir að sitja saman á Alþingi og fyrir sama stjórnmálaflokk. Þessa mánuði í Stykkishólmi þurfti Kjartan oft að fara í langar ferðir við verstu aðstæð- ur. Hann fór á hestum yfir' Kerlingarskarð yfir í Mikla- holtshrepp í sjúkravitjun. Og hann þurfti að fara með báti í kolvitlausu veðri í Grundar- fjörð. Ferðin með trillunni litlu tók 7 tíma inn að ósnum við Kvíabryggju. Þar var beðið til að reyna að komast inn og tókst eftir klukkustundar bið. Á meðan snerist vindurinn yfir í autanstæða átt, og heimferðin tók 8 tíma. I annað skipti voru heimamenn farnir að óttast um bátinn og farnir að tínast niður á bryggju, rýnandi út í sortann. í Stykkishólmi hitti Kjartan nafna sinn Ólafsson, augn- lækni, sem fræddi hann á að aðstoðarlæknir Kristjáns Arin- bjarnar á ísafirði væri að hætta; hringdi Kjartan nú í Kristján vestur á ísafjörð og varð það að ráði með þeim að Kjartan tæki við starfi þar. SEST AÐ Á ÍSAFIRÐI Til ísafjarðar komu þau Kjartan, Jóna og Kjartan Birgir yngri rétt eins árs gamall í október 1932. Var ungu læknis- fjölskyldunni komið fyrir í húsi Jóns Hróbjartssonar og Rann- veigar konu hans í Aðalstræti 32. í húsi þeirra höfðu þau 3 herbergja íbúð og eldhús og lækningastofu. Bjuggu þau í húsi þessara heiðurshjóna í 5 ár og varð af mikil vinátta milli fjölskyldanna í húsinu við Að- alstæti. Á þessum árum var læknis- starfið ekki eins arðvænlegt og síðar varð. Jafnvel með mikilli vinnu urðu læknar úti á lands- byggðinni engir auðjöfrar. Ein- hverju sinni var það haft eftir Torfa tollstjóra og sáttasemjara Hjartarsyni að hann hafi orðið sér til skammar í Reykjavík, þegar hann ætlaði að gleyma að borga lækni þar. Hann hefði verið því vanastur heima á Isa- firði að læknisþjónustan væri ókeypis. Kreppan var í algleymingi og lítið um peninga hjá fólki. Kjartan og Jóna minnast þess að hafa þurft að borga húsa- leiguna með víxlum á þessum árum. ísafjörður varð bráðlega hjartfólginn ungu hjónunum og börnum þeirra, — þeirra heimabær. I bænum voru að- eins tveir læknar á þessum ár- um,— og athyglisvert er það að þeir sinntu jafnmörgu eða fleira fólki en fjöldi lækna gerir í dag. Að sjálfsögðu voru tveir læknar allt of lítið, en í þá daga hafði þjóðin ekki efni á öllu meiri þjónustu á þessu sviði. Vinnu- dagurinn gat því orðið býsna langur. Fjölskyldan stækkaði á þess- um árum og þarfnaðist stærra húsnæðis. Bærinn útvegaði húsnæði árið 1937 að Austur- vegi 1. Þar bjó fjölskyldan næsta aldarfjórðunginn eða svo. Þetta hús keypti fjölskyld- an 1939. Ferðalög um Vestfirði eru ekkert áhlaupamál eins og kunnugt er, a.m.k. ekki að vetri til. Kjartan segist hafa fengið að reyna sitt af hverju í þeim efn- um. Til þeirra Kristjáns Arinbjarnar kom fólk víða að til lækninga á sjúkrahúsinu, m.a. úr Sléttuhreppi, Bolungarvík og af Hornströndum. En ekki gátu sjúklingarnir alltaf mætt sjálfir kj hefði stolið togaranum“ laeknir ísfirðinga og þingmaður í viðtali við Vestfirska fréttablaðið peysufötum. Meðfram kirkj- unni eru geitur á rólegu rölti á leið upp í hlíðina... Þetta var yndisleg sýn, — en hvorugu ungu hjónanna dettur í hug að þarna sé einmitt staðurinn, þar sem þau eiga eftir að verja stór- um hluta ævi sinnar í starfi og leik. Eftir fimm daga siglingu til Seyðisfjarðar er sóttkvínni af- létt og störf á Seyðisfirði taka við. Kjartan segir eitt hans al- fyrsta verk hafi verið barnsfæð- ing, sem reynst hafi tvíbura- fæðing. Síðar hafi hans fyrsta verk sem læknir ísfirðinga ein- mitt verið tvíburafæðing. Merkileg tilviljun. EINSTÖK MATRÁÐSKONAÁ BLÖNDUÓSI Eystra stóð ekki til að dvelja lengi. Um vorið er haldið suður að nýju og síðan til Núrnberg í Þýskalandi. Hafði Kjartan hlotið 250 króna styrk til farar- innar úr ríkissjóði og var ætl- unin með honum að Kjartan starfaði á kvennadeild og fæð- ingarstofnun ytra. I Þýskalandi var hann við nám í nokkra mánuði. Þessu næst tóku við 3 nránuðir á Blönduósi við lækn- isstörf. Kjartan hélt af stað norður með Suðurlandinu í Borgarnes, þaðan með bíl í Fornahvamm, — en yfir Holta- vörðuheiðina með póstinum yfir í Hrútafjörðinn. Frá Grænumýrartungu fékk hann síðar far með bíl til Blönduóss. „Þegar Kjartan kom suður hafði hann þyngst um 16 kíló auk þess sem hann var orðinn faðir“, segir Jóna. „Já, mér gafst enginn kostur á að taka á móti frumburði okkar sjálfur. Ég var fastur fyrir norð- an, með hugann suður í Hafn- arfirði. Og það er rétt, ég þyngdist heil ósköp, enda mat- ráðskonan alveg einstök. Þarna þurfti ég talsvert að ferðast á hestum. Stundum hægt að not- ast við bíla við sjúkravitjanir, en það var ekki oft. Þarna tók ég reyndar bílpróf. Páll hét hann, prófdómarinn, ekki mjög kröfuharður maður að ég held, eitthvað spurði hann mig lítið. Annars voru bílar ekki merki- legir á þessum árum. Ég man eftir bílum í Reykjavík, einum sem kallaður var Bolinn og var opinn að aftan og öðrum sem hét Beljan og var drosja, fínn fólksbíll. Ég fór með honum suður í Hafnarfjörð og man að oft þurftu farþegar að stíga út til að ýta farartækinu í gang. HÁSKAFERÐIR Á SNÆFELLSNESI „Vilmundur landlæknir var eiginlega búinn að ráðstafa mér, þegar ég kom aftur frá Blönduósi. Ég átti að fara til Fermingardagur 1957. Hreyknir foreldrar ásamt fermingarstúlkunni Þor- björgu. heldur varð læknirinn að sækja þá heim. SJÉJKRAVITJUN AÐ HORNI Þannig var það haustið 1940 — 41 að kona á Horni var í barnsnauð og var með krampa, þurfti hún læknisaðstoðar við. Kjartan frétti af bátsferð yfir á Hesteyri, menn sem voru á leið þangað til fiskkaupa. Lauk Kjartan við þann sjúkling sem hjá honum var og hélt af stað. Frá Hesteyri hélt hann síðan á- samt tveim röskum mönnum á snarbratt fjallið. Kjartan gekk greitt, eins og hann á vanda til og minnti annar fylgdarmann- anna, hann á að löng leið væri fyrir höndum og betra mundi að spara kraftana ögn. Kjartani sagði aftur á móti að léttara væri um ganga meðan bjart væri. Hann vissi líka að það gæti munað um mínúturnar í tilfelli sem þessu. Ferðin sóttist nokkuð greitt og voru þeir þre- menningar, Kjartan, Berg- mundur Stígsson og Jóhann Vigfússon komnir í Rekavík, bak Höfn eftir 5 tíma. Þar fengu þeir bát lánaðann yfir að Horni. Kjartan fékk þegar heitt vatn, reif upp tösku sína og svæfði konuna.- Konan var með slæm- an krampa og þurfti að ná barninu með fæðingartöng. Barnið var andvana fætt, en lífi ------------► 8

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.