Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 7
Fiskeldi og náttúruvernd Á undanförnum árum hafa verið settar á stofn fjölmargar fiskeldisstöðvar hérlendis og er ljóst, að allmargar stöðvar eru nú í undirbúningi, sumar hverjar mjög stórar. í þessu sambandi telur Nátt- úruverndarráð nauðsynlegt að minna á 29. grein laga um nátt- úruvernd, sem hljóðar svo: „Valdi fyrirhuguð mann- virkjagerð eða jarðrask hættu á því að landið breyti varanlega um svip, að merkum náttúru- minjum verði spillt eða hættu á mengun lofts eða lagar, er skylt að leita álits Náttúruverndar- ráðs, áður en framkvæmdir hefjast. Ef það er vanrækt, getur Náttúruverndarráð krafist at- beina lögreglustjóra til að varna því að verk verði hafið eða því fram haldið. Virkjanir, verk- smiðjur og önnur stór mann- virki skulu hönnuð í samráði við Náttúruverndarráð. Sama gildir um vegalagningu til slíkra mannvirkja. Nánari fyrirmæli samkvæmt þessari grein setur menntamálaráðuneytið í reglu- gerð. Ekki fer á milli mála, að þetta ákvæði í náttúruverndarlögun- um á við klak- eldis‘ og haf- beitarstöðvar. Slíkum stöðvum fylgir ætíð jarðrask, mismikið að sjálfsögðu. Frárennsli frá slíkum stöðvum er mjög meng- að lífrænum leifum, og getur þessi mengun á stundum verið varhugaverð. Merkar náttúru- minjar eru víða um land, og er augljóst að þeim getur stafað hætta af fiskeldisstöðvum, sem oft er valinn staður á ströndum eða í fjarðarbotnum þar sem er auðugt og fjölbreytt lífríki. Á næstunni kemur út endur- skoðuð útgáfa Náttúrumiunja- skrár, hin 4. í röðinni, sem Náttúruverndarráð hefur sett saman. Tilgangur náttúru- minjaskrárinnar er að gefa „heildaryfirlit yfir þau svæði eða staði sem hafa eitthvað það til að bera sem þjóðinni er mik- ils virði að eiga og vart eða ekki verður bætt, sé því raskað. Slík skrá markar m.a. stefnu í frið- lýsingarmálum, og undirbýr jarðveginn fyrir viðræður rétt- hafa um þau efni. Það er og mikilvægt fyrir þá, sem leggja á ráðin um ný mannvirki og hverskonar breytingar á landi, að vita hvar síst má raska nátt- úrunni, um leið er henni ætlað að vera leiðarvísir varðandi skipulag og nýtingu lands.“ Því miður hefur orðið tals- verður misbrestur á því, að for- svarsmenn fiskeldisstöðva hafi leitað álits Náttúruverndarráðs áður en stöðvar eru reistar eins og þeim ber þó skylda til sam- kvæmt lögum. Þess eru jafnvel dæmi að fiskeldisstöðvar séu reistar á svæðum sem eru á náttúruminjaskrá og styrktar af opinberum sjóðum án þess að leitað hafi verið álits Náttúru- verndarráðs, eins og lög gera ráð fyrir. Tekið skal fram, að þegar leitað hefur verið álits Náttúru- verndarráðs vegna fiskeldis hefur ráðið í flestum tilvikum ekki gert athugasemdir við staðsetningu eða rekstur stöðv- anna. í öðrum tilvikum hafa framkvæmdaaðilar og Nátt- úruverndarráð komið sér sam- an um ýmis atriði, þannig að báðir hafa vel við unað. Til undantekninga heyrir að fram- kvæmdaaðilar séu ófúsir til þess að virða óskir Náttúruverndar- ráðs um að sérstökum svæðum eða stöðum sé hlíft við raski eða megnun. Náttúruverndarráð vill hér með eindregið hvetja alla þá, sem eru með fiskeldisstöðvar í uppbyggingu eða undirbúningi, en ekki hafa leitað til Náttúru- verndarráðs að gera það hið fyrsta. Jafnframt er skorað á þá, sem nú starfrækja fiskeldis- stöðvar án þess að tilskilið sam- ráð hafi verið haft við Nátt- úruverndarráð að hafa þegar samband. Það er þjóðinni fyrir bestu að leitast sé við að sú starfsemi sem hún rekur taki mið af þeim lög- málum sem landið setur. N áttúruverndarráð. STARFSFOLK ÓSKAST STRAX Upplýsingar á staðnum VÖRUVAL, SÍMI 4211 Ai FISCHER TYROLIA Skrefin gætu borg- að sig. Gerið verð- samanburð. FISHER skíði Verð frá kr. 1.950. TYROLIA bindingar Verð frá kr. 1.458. Topp vara — Gæði í fyrirrúmi. 'it VélsmiðjanÞórhf. Sími 3711 Vetrarsport fyrir unga fólkið brunsleðar fyrir 6 ára og eldri. Verð kr. 3.450. snjóþotur með stýri fyrir 6 ára og yngri. Verð kr. 1.850. Topp vara — Gæði í fyrirrúmi Skrefin gætu borg- að sig. Gerið verð- samanburð. '•» VélsmiðjanÞórhf. Sími 3711 Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, sonar og afa Sigurðar Ásgeirs Guðmundssonar málarameistara Aðalstræti 19, ísafirði Anna Hjartardóttir Hjörtur Arnar Sigurðsson Pétur Sigurgeir Sigurðsson Kristín Böðvarsdóttir Gunnar Þór Sigurðsson Sigurður Pétursson Margrét Pétursdóttir BÆJARFÓGETINN Á ÍSAFIRÐI SÝSLUMAÐURINN í ÍSAFJARÐARSÝSLU Varðstjórar Lausar eru til umsóknar tvær stöður varð- stjóra í lögreglu ísafjarðar. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknum skal skila til skrif- stofu minnar eigi síðar en 15. febrúar 1985. 8. janúar 1985. Bæjarfógetinn á ísafirði Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu Pétur Kr. Hafstein. AUGLÝSENDUR Á RÁS 2 ATHUGIÐ! Tökum að okkur vinnslu auglýsinga. Hafið samband í síma 91-18305 (Rafn) eða 91-77652 (Rúnar). GRAF SF. NÝTT DANSÁR hefst mánudaginn 28. janúar. Kennt verður í tvær vikur fyrir börn en þrjár vikur fyrir fullorðna. Sjá nánari auglýsingu í Vestfirska fréttablaðinu n. k. fimmtudag — Dansandi kveðja — Dagný Björk Pjetursdóttir danskennari ÍFASTEIGNA-i i VIÐSKIPTI i I , £ | ISAFJORÐUR: J 2. herb, íðbúðir: J Túngata 3, 105 ferm. ný- J J uppgerð íbúð í kjallara í fjór- j j býlishúsi. I 3 herb. íbúðir: J Fjarðarstræti 38, eystri J J endi 70 ferm. íbúð á n.h. ( I ásamt stórum kjallara, ný- | I máluö, nýtl bað. | J Heimabær 5, 80 ferm. íbúð J J á n.h. í fjórbýlishúsi, auk 1/2 . j kjallara og 1/2 risi. I Mjallargata 6, rúmlega I J 100ferm. íbúð á n.h. í þrí- J j býlishúsi ásamt tveimur j l geymslum og eignarlóð. I J Stórholt 13, 85 ferm. íbúð J J á 1. hæð I fjölbýlishúsi. ■ Sóigata 8, 2 — 3 herb. íbúð * J á 1. hæð í þríbýlishúsi. 14 — 5 herb. íbúðir: | • Pólgata 5, 5 herb. íbúð á I • n.h. ásamt bílskúr. 1 Pólgata 5,105ferm. 5 herb. | I íbúð á e.h. í þríbýlishúsi. I J Stórholt9,4 — 5herb. íbúð J I í mjög góðu ásigkomulagi. 3 J Siifurgata 11,100ferm. 4 J I — 5 herb. íbúð á þriðju J I hæð, nýuppgerð. | I | j Einbýlishús/raðhús: I Hlíðarvegur 2, 3X32 ferm. | I mjög snoturt einbýlishús | I með góðum garði. I j Fagraholt 11, nýtt fullbúið * I steinhús ásamt góðum g I garði. J Urðarvegur 49, 4 herb. nýtt J J einbýlishús með óinnréttuð- J j um kjallara ásamt bílskúr og I garði. J Hlíðarvegur 26a, 140 ferm. j ■ einbýlishús nýuppgert ! J ásamt góðri lóð. I Aðalstræti 22a, eldra for- 3 I skalað einbýlishúsátveimur | ■ hæðum. Góðir greiðsluskil- I J málar. I I Seljalandsvegur 84a, eldra § I einbýlishús með 3 herb. og | I eldhúsi ásamt garði. I j Tryggvi j • Guðmundsson: J Hrannargötu 2, I ísafirði sími 3940 ______________! TYROLIA Þið munið hann Jörund Vegna góðrar aðsóknar á sýningu Litla leikklúbbsins á „Þið munið hann Jörund“, hef- ur verið ákveðið að bæta við sýningum og verður verkið því sýnt í kvöld og á sunnudags- kvöldið kl. 20:30. Þeir sem hafa ekki enn séð leikritið ættu því að nota þetta tækifæri. Hægt er að panta miða í síma 4201 milli kl. 17:00 og 19:00 báða sýningardagana.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.