Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 4
4 ísafjarðarkanpstaðar Auglýst er eftir eftirtöldu starfsfólki: Tilsjónarmönnum í tímabundin verkefni. Hér er um að ræða störf að málefnum barna og unglinga, nokkrar stundir á viku. Óskað er eftir að umsækjendur hafi reynslu af slíkum störfum, og/eða menntun á uppeldis-, fé- lags- eða heilsugæslusviði. Lágmarksaldur umsækjenda 18 ár. Dagmæðrum einkum á Eyrinni og í efribæ. Forstöðumanni og fóstru að leikskólanum við Hlíðarveg. Starfsmönnum að leikskóla við Hlíðarveg. Um er að ræða 65% stöðu frá 1. mars (e. hádegi). Einnig afleysingarstarf (100%) frá 1. mars í ca. 4 vikur. Gæti komið til greina að ræða tvo aðila í hálf störf. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 3722 og forstöðumaður leikskóla í síma 3185. Félagsmálafulltrúi. Viðtalstími Föstudaginn 18. janúar verða bæjarfulltrú- amir Reynir Adólfsson og Guðmundur H. Ingólfsson til viðtals við bæjarbúa á bæjar- skrifstofunum kl. 17:00 — 19:00. Bæjarstjórinn. Ferðaskrifstofa Vestfjarða FLUGLEIÐIR jS Upplyfting í skammdeginu l^Franskir dagar 17. — 20. jan. Flug+gistingí 1 nótt kr. 2.268 ^Sólarkaffi 27. jan. Flug+gisting í 2 nætur ^VApex fargjöld (40% afsláttur) Helgarferðirnar vinsælu +Ríó á Broadway ^Gæjar og píur •+Óperan Nú er rétti tíminn til að huga að Akureyrarferðum lírLeikhús +Sjallinn Það eru ekki nein ný sannindi að samgöngur séu mikill höfuðverkur á Vestfjörðum. Landslagi er þannig háttað að víðast skiptast á djúpir firðir og brött fjöll. Undirlendi er Iítið og erfítt að fínna góð vegastæði. Vegir verða því Iangir, víða brattir og þröngir, viðhald á þessum vegum er dýrt og fjárveit- ingar til þeirra hluta duga engan veginn til að gera vegina þannig úr garði að þeir mættu fullboðlegir teljast. Aður fyrr fóru menn því gjarnan sjóveg ef þeir áttu erindi á milli staða á þessu landshorni. Nú er lítið orðið um það að ferðalangar kjósi að ferðast með skipum, enda getur það orðið býsna tímafrekt. I stað þess verður það æ vinsælla að ferðast með flugvélum sem hafa þann kost að geta farið því sem næst beina leið milli staða, auk þess sem þær eru mun hraðskreiðari en önnur samgöngutæki sem við höfum yfír að ráða. Hér á Isafirði er rekið flugfé- lag sem sér um póstflutning og farþega- og sjúkraflug innan Vestfjarða. Auk þess flýgur það leiguflug hvert á land sem er og raunar einnig til útlanda ef því er að skipta. Þetta er flugfélagið Ernir. Til að fá smá sýnishom af starfsemi félagsins fór blaða- maður Vf í- flugferð með Jóni ívarssyni flugmanni hjá Erni, síðastliðinn föstudag. Venjulega er flogið alla virka daga til eftirtalinna staða: Súg- andafjarðar, Önundarfjarðar, Þingeyrar, Bíldudals og Pat- reksfjarðar. Á mánudögum og fimmtudögum er einnig komið við á Ingjaldssandi. Að þessu sinni fóru tvær vélar í loftið um svipað leyti og skiptu með sér póstfluginu þannig að önnur vélin fór til Súgandafjarðar og Önundarfjarðar á meðan hin fór á Suðurfirðina og var það sú vél sem blaðamaður fór með. Rétt upp úr klukkan 11:30 tókumst við á loft í Cessena Titan vél Ernis og voru í vélinni tveir farþegar auk mín og flug- mannsins. Jón flaug vélinni sem leið lá yfir heiðar til Dýrafjarð- ar. Það var sáralítill snjór á fjöllum og Jón sagði að veðrið á mánudag og þriðjudag í síðustu viku hefði verið eins og á góð- um vordegi, hann hefði aldrei kynnst öðru eins þau sex ár sem hann hefur verið flugmaður hjá Erni. Eftir fárra mínútna flug lent- um við á Þingeyrarflugvelli og þar var settur af póstur, tekinn meiri póstur sem átti að fara lengra vestur og einn farþegi bættist í vélina. Við urðum að hafa hraðann á, því að við þurftum að ná til Patreksfjarðar áður en Flugleiðavél, sem hefur líklega lent þar skömmu eftir að við lentum á Þingeyri, færi þaðan. Á Bíldudal biðu okkar tveir farþegar sem ætluðu að fara suður með Flugleiðavél- inni. Jón bað Davíð Kristjáns- son, starfsmann flugmála- stjórnar á Þingeyri, að ganga frá fylgibréfum áður en hann ætti leið um næst, og svo rukum við í loftið. Það hafði verið dálítil ó- kyrrð í lofti á leiðinni milli ísa- fjarðar og Dýrafjarðar og því tók Jón þann kostinn að fljúga út fyrir fjallið milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar í stað þess að fara yfir og var það gert af til- litssemi við farþegana. Við flugum lágt yfir sjónum inn Arnarfjörðinn þar til við kom- um að Bíldudalsflugvelli sem liggur nokkru innan við kaup- túnið. Þar lentum við á blautri braut, það hafði brautin á Þingeyri reyndar líka verið, og hafði Jón það á orði að líklega þyrfti maður að fara í fótabað eftir þessa ferð. Aðspurður Með — Blaðamaður V< sagði Jón að þessir malarvellir væru oft ansi blautir og mjúkir þegar umhleypingar væru, sér- staklega þegar frost væri undir í jörðu. Eins og áður segir biðu okkar tveir farþegar á Bíldudal, en þar varð maðurinn eftir sem hafði komið um borð á Þingeyri. Eftir örstutta stund vorum við aftur komnir út á brautarenda, sem eru með bundnu slitlagi á þess- ari braut, og lagðir af stað í loftið. Það var greinilegt hvern- ig drullan á brautinni tók í, þegar vélin fór af malbikaða kaflanum en upp fór hún engu að síður og virtist ekki eiga í neinum erfiðleikum með það. Við flugum sem leið lá yfir Egill Ólafsson við störf í nýja flugturninum.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.