Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 1
FRETTABLASIS Hljómplötuútsala hefst á morgun, föstudag Allt að 70% afsláttur CinarQubfynnszon k fí. gími 7200 - ///5 Sol untja’iOíh r-------------------.......----------------------------------------------- Rækjuveiðar í Djúpinu stöðvaðar — Mikil seiðagengd og óvenjuleg hegðun rækjunnar ! I I gangi rækjuveiðin vel og virð- J I I I I ■ „Það er óvenjulega mikið J lífríki i Djúpinu og öllu ægir I saman. Það eru ýsuseiðin, það • er síldin, loðnan, og svo ástand J rækjunnar. Þessir þættir valda I því að við verðum að loka,“ I sagði Guðmundur Skúli J Bragason, starfsmaður Haf- I rannsóknarstofnunar á ísa- I firði, um stöðvun rækjuveiða í J ísafjarðardjúpi. En sjávarút- J vegsráðuneytið ákvað að I stöðva veiðarnar að tillögu I Hafrannsóknarstofnunar og kom lokunin til framkvæmda um síðustu helgi. Guðmundur sagði að allar aðstæður í Djúpinu væru mjög sérkennilegar og hefðu verið svo í allan vetur. Rækjan er mjög innarlega í Djúpinu og stendur þétt, en merkist varla utan við Æðey og Ögurhólma. Mikið af ýsuseiðum er á rækjuslóðinni og einnig mikið af loðnu. Vegna þessa hefur sjómönnum gengið illa að verka aflann og hefði miklu af rækju verið hent aftur í sjóinn þegar loðnan var hreinsuð úr. Einnig hefur mikið verið drepið af ýsuseiðum sem ekki eru enn farin úr Djúpinu og er það mjög óvenjulegt á þessum árstíma. Guðmundur taldi hugsanlegt að smokkfiskurinn sem kom í Djúpið í haust ætti einhvern þátt í þessu en hann át mjög mikið af rækju. Þá þjappaði rækjan sér innst í Djúpið og hefur ekki horfið þaðan síðan. Þrátt fyrir þessa samþjöpp- un rækjunnar hefur afli á tog- tíma heldur minnkað en hitt og það hlýtur að þýða að það sé mun minni rækja í Djúpinu en verið hefur undanfarin ár. Uppistaðan í afla rækjubát- anna í vetur hefur verið 2, 4 og 5 ára rækja en minna af eins og þriggja ára rækju. Þær fréttir berast frá Hólmavík og Bíldudal að þar ast þessar sérkennilegu að- | stæður bundnar við ísafjarð- I ardjúpið. I I I Eftir 3 vikur verður farið í J rannsóknarferð til að athuga | hvort seiðin verða gengin út I og þá verður tekin ákvörðun J um það hvort veiðar hefjast J aftur eða stoppið verður enn | lengra. I 6 ára barn fyrir bíl — í Holtahverfi Síðastliðinn föstudag varð barn fyrir bíl á mótum Holta- brautar og Hafraholts. Slysið bar að með þeim hætti að nokkur börn voru að renna sér á snjóþotum af snjódyngju sem snjóruðningstæki höfðu myndað við hlið Holtabrautar- innar. Atvikið varð laust fyrir klukkan 18:00 og því orðið dimmt. Fólksbíll kom ofan Holtabrautina um leið og 6 ára drengur renndi sér niður haug- inn og í veg fyrir bílinn sem ekki náði að stöðva í tæka tíð. Drengurinn var fluttur suður á Borgarspítala og á gjörgæslu- deild þar sem hann var með höfuðkúpubrot. Vf hefur fregnað að hann sé á batavegi og kominn úr gjörgæslu. Hitaveita Suðureyrar: Ný hola bráðlega tekin í notkun Jarðbor að störfum í Súganda- firði. í síðustu viku lauk jarðborinn Narfi borunum eftir heitu vatni fyrir Hitaveitu Suðureyrar- hrepps. Hann boraði 1150 metra djúpa holu við Laugar í Súg- andafirði sem er talin gefa upp undir 20 sekúndulítra af 64 gráðu heitu vatni. Með tengingu þessarar holu sem verður framkvæmd á næstunni ætti að vera tryggt að íbúar Suðureyrar hafi nóg af heitu vatni og einnig að ekki þurfi að verða vatnslaust ef bil- un verður eða hreinsa þarf holu sem nú eru orðnar tvær. Kostn- aður við þessa holu er líklega í kringum 12 — 13 milljónir, sem er mikil upphæð fyrir ekki stærra sveitarfélag. Hér á myndinni sést likan af væntanlegum nýbyggingum K.í. og Stjórnsýsluhúss, auk nokkurra eldri húsa. 1. Væntanlegt verslunarhús K.I. 2. Skrifstofu- og verslunarhús sem K.I. hyggst reisa síðar. 3. Hamraborg. 4. Stjórnsýsluhús. 5. Svonefndur „kálfur“ sem mun hýsa lögregluna. 6. Hótel Isafjörður. 7. Viðbygging við H.I. sem ekki hefur verið byggð, þar var áætlað að yrði m.a. dans- og veitingasalur. Bílastæði vantar —viðfyrirhugaða byggingu K. í. og reyndarfleiri húsáeyrinni. Eins og sagt var frá í síðasta tölublaði Vf hyggst Kaupfélag ísfirðinga byggja 1200 ferm. verslunarhús á lóð sem því hefur verið úthlutað þar sem s.k. Kaupfélagsskemma stóð. Einnig er ætlunin, einhverntíma síðar að byggja þriggja hæða bygg- ingu til viðbótar þar sem nú eru Hafnarstræti 9 —13. Byggingarnefnd hafði fyfir sitt leyti samþykkt framkomnar teikningar með þeim fyrirvara þó að leysa þyrfti úr því hvar bílastæði ættu að vera, en ekki er nægilegt pláss fyrir bílastæði á umræddri lóð. Á síðasta fundi bæjarstjórnar lét Guðmundur H. Ingólfsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ljósi efa- semdir um það að umrædd bygging væri teiknuð sam- kvæmt þeim samningi sem bæjarstjórn gerði við Kaupfé- lagið á sínum tíma, þegar því var úthlutað þessari lóð, en það var gert þegar bærinn og KÍ gerðu makaskiptasamning fyrir nokkrum árum. Guðmundur taldi að þessi bygging færi út fyrir áætlaðan byggingarreit og væri stærri að flatarmáli en um var samið. Gera varð hlé á fundinum á meðan Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri sótti gögn um málið og urðu þó nokkur orðaskipti um það hvort farið væri út fyrir áður gerðan samning við Kaupfélagið með því að samþykkja teikningar Kl að nýbyggingunni. Að sögn Sverris Bergmann kaupfélags- stjóra er húsið sem KÍ hyggst byggja innan þeirrar stærðar sem ráð hafði verið fyrir gert í samningum bæjarins og KÍ, hins vegar þarf að semja um bílastæði og er líkleg lausn á því sú að fyllt verði enn frekar upp í Pollinn en einnig vantar bíla- stæði fyrir fleiri hús sem hafa risið eða munu risa í miðbæn- um á ísafirði.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.