Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 5
vestfirska FRETTABLADID S1984 íreppi sumir Ódáðahraun vestfirskra vega og mun það trúlega vera réttnefni. Samlíking þessi mun ættuð frá Ólafi Thors, en hann kallaði gamla Keflavíkurveginn áður en hann var steyptur, Ódáðahraun íslenskra vega. Þeir sem muna þann þvotta- brettisveg vita gjörla hvemig vegurinn er milli Hjallkárseyrar og Mjólkár. Það hefur spurst út, að sam- gönguráðherra hafi seint í haust gefið út skipun um það að halda beri veginum yfir Hrafnseyrar- heiði opnum svo lengi sem hef- ill ræður við það. Er þar loksins komið í höfn margra ára bar- áttumál íbúa á þessu svæði, sem oft hafa þurft að horfa upp á það að smáskaflar hafa lokað veginum og ekki fengist mok- aðir nema þá helst eftir gífur- legan þrýsting og hamagang og jafnvel ekki dugað til. Er ánægjuefni að þetta skuli loks komið inn á áætlun hjá Vega- gerðinni og ber að þakka sam- gönguráðherra, Matthíasi Bjarnasyni, það viðvik. Ruddur var nýr vegaslóði frá Hrafnabjörgum að Stapadal í vor. A sínum tíma gáfust menn upp við að leggja veg á þessum stað en í fyrra samþykkti sýslu- nefnd Vestur-ísafjarðarsýslu að leggja þarna sýsluveg. Elís Kjaran Friðfinnsson, hinn góð- kunni ýtumaður, lét sig hafa það að ryðja slóð á þessu tor- Íeiði og kom í ljós að á kafla var þarna ágætt vegarstæði. Tekið skal fram, að þarna er alls ekki kominn vegur í þeim skilningi sem vanalega er lagður í það orð, heldur einungis rudd braut fyrir jeppa og dráttarvélar, þeg- ar best lætur. Þó sumir hafi ekki verið hrifnir af þessu brölti í Elísi Kjaran, er til'dæminu að framtíðarvegstæði kunni að leynast á þessum slóðum og mundi þá Hrafnseyrarheiði leggjast af sem slík, ef vegur yrði lagður þarna í framtíðinni. Of snemmt er þó að fullyrða nokkuð um þetta að sinni. SMOKKFISKVEIÐAR Sú dularfulla skepna, smokkfiskurinn, gaf sig nú loks til í haust á Arnarfirðinum, eftir margra ára hlé. Hreinn Þórðar- son, hreppstjóri á Auðkúlu, stundaði smokkinn grimmt á- samt bróður sínum, Ólafi V. Þórðarsyni. Fiskuðust 11 tonn á útvegi þeirra bræðra. Munu og fleiri skip hafa gengið til smokkfiskveiða úr Auðkúlu- hreppi, þótt ekki liggi fyrir staðfestar aflatölur. Langt fram eftir hausti mátti sjá uppljóm- aðan flota smokkfiskveiði- manna á Arnarfirðinum á síð- kvöldum, því sjósóknarar úr nærliggjandi byggðarlögum 5 Frá Hrafnseyrarhátíð 1980. Þar var mikill mannfjöldi saman kominn í tilefni af 100 ára ártíð Jóns Sigurðssonar. létu ekki happ úr hendi sleppa. GRUNNSKÓLI AUÐKÚLU- HREPPS Skólahald í hreppnum fer nú fram í Mjólkárvirkjun, en að- setur skólans var þangað til í fyrra að Hrafnseyri. Ástæða þessa er sú, að skólastjórinn, Kristjana Arnardóttir, er búsett í virkjuninni, og þótti því hag- kvæmara að hafa skólann þar í bili. Nemendur eru fimm talsins í vetur og er starfstími skóians 7 mánuðir. KANÍNURÆKTARFÉLAG STOFNAÐ I haust var stofnað Kanínu- ræktarfélag Auðkúluhrepps. Er nú kominn vísir að tveimur kanínubúum í sveitinni. Er hér um að ræða Angora kanínur, en ullin af þeim er mjög verðmæt, auk þess sem kjötið þykir veislumatur. Formaður félags- ins er Guðmundur Þór Krist- jánsson, vélstjóri í Mjólkár- virkjun, gjaldkeri Hallgrímur Sveinsson, Hrafnseyri og ritari og blaðafulltrúi Jón Guð- mundsson, sama stað. Aðeins einn óbreyttur liðsmaður er í félaginu og er það Guðmundur Hagalín Guðmundsson, vél- stjóri í Mjólkárvirkjun. Vonir standa þó til að fjölgun verði í félaginu innan skamms! Skrifað á nýársdag 1985 Hallgrímur Sveinsson. r»K® Spænsk stemmning á Hótel ísafirði laugardagskvöld 2. febrúar Spánskur meistarakokkur frá veitingastaðnum E1 Sombrero í Reykjavík sér um matreiðsluna og býður m.a. upp á þjóðarrétt Spánverja Pantið borð í síma 4111. Verið velkomin HOTEL ISAFJORÐUR Sími4111

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.