Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.02.1985, Qupperneq 1

Vestfirska fréttablaðið - 07.02.1985, Qupperneq 1
5. tbl. 10. árg. VGstfirska 7. febr. 1985 FRETTABLASID Til Reykjavíkur. Til Akureyrar. FLUGLEIDIR UTSALA hófst í morgun og stendur í aðeins 3 daga Opið á laugardagfrá kl. 10:00 —-14:00 Verslunin ísafiröi sírrii 3103 ísafjarðardjúp: Ólíklegt að rækjuveiðar hefjist í bráð — Mikið af ýsuseiðum. Hár sjávarhiti. Hafrannsóknarstofnun fór í rannsóknarferð inn í ísafjarðar- djúp í byrjun vikunnar og kom þá i Ijós að ástandið á rækju- miðunum hefur ekkert skánað, öðru nær, að sögn Guðmundar Skúla Bragasonar starfsmanns Hafrannsóknarstofnunar á ísa- firði. Sjávarhiti er langt yfir því sem venjulegt getur talist rniðað við árstíma. Botnhitinn í Inn- djúpinu er rúmar 4°C, en var á sama tíma í fyrra undir einni gráðu. Yfirborðshiti er einnig meiri en vanalegt getur talist. Ýsuseiðin sem í venjulegu ár- ferði væru farin utar og dýpra, þar sem sjávarhiti er að jafnaði meiri, una því hag sínum hið besta inni í Djúpi og sagði Guðmundur Skúli að það hefðu mælst yfir 32 þúsund ýsuseiði á togtíma í tilraunahali. Lífríkið í Námskeið í Júdó Nokkrir áhugasamir júdó- menn hafa að undanförnu unnið að því að endurvekja júdódeild Reynis og munu fá til sín þjálf- ara sunnan úr Reykjavík til að leiðsegja byrjendum og lengra komnum í þessari íþrótt, helgina 15. —17. febrúar. Um leið verði íþróttin kynnt almenningi og geta þeir sem það vilja, komið í Félagsheim- ilið í Hnífsdal og fylgst með á eftirgreindum tímum. Föstu- daginn 15. feb. verður æfing fyrir þá sem eitthvað kunna fyrir í íþróttinni klukkan 19:30. Laugardaginn 16. feb. verður kynning og kennsla fyrir yngri en 16 ára klukkan 14:00 og fyrir þá sem eru eldri en 16 ára klukkan 15:00. Sunnudaginn 17. feb. verður æfing hjá yngri hópum klukkan 13:30 og hjá þeim eldri klukkan 15:00. í framhaldi af þessu verða æfingar á mánudögum og fimmtudögum klukkan 18:30 hjá þeim yngri og klukkan 19:30 hjá þeim eldri og á laug- ardögum klukkan 16:00 hjá yn- gri flokknum og klukkan 17:00 hjá þeim eldri. Djúpinu er með allra blómleg- asta móti og ekki fyrirsjáanlegt að síldin, loðnan og ýsuseiðin fari af rækjumiðunum í bráð. Upp úr miðjum febrúar verður farið í að rannsaka rækjustofn- inn í Djúpinu, en Guðmundur Skúli gaf litla von um að veiðar gætu hafist aftur nema miklar breytingar verði frá því sem nú er og hefur verið í vetur. Hvenær kemur rækjan? Stjórnsýsluhús: Framkvæmdir hefjast í vor — stefnt að því að Ijúka uppsteypu á þessu ári Stefnt er að því að verklegar framkvæmdir við svonefnt Stjórnsýsluhús hefjist í vor, að sögn Haraldar L. Haraldssonar bæjarstjóra. Vinnsla útboðsgagna er nú í fullum gangi og stefnt að því að bjóða út uppsteypu hússins í apríl og að framkvæmdir hefjist ekki seinna en í jún. Ef allt gengur samkvæmt áætlun verður húsið steypt upp á þessu ári, en hugsanlegt er þó að það tefjist eitthvað. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að einhverjir aðilar sem stóðu að samningi um byggingu hússins ætluðu að draga sig út úr því, en að sögn Haraldar hafa engar breytingar orðið ennþá, aðrar en þær að áfengisverslun ríkisins verður ekki í húsinu heldur kemur lögreglustöð í svonefndan kálf sem er Pollmegin við húsið og stækkar kálfurinn jafnframt nokkuð við þá breytingu. Líf- eyrissjóður Vestfirðinga hefur keypt hús á öðrum stað í bæn- um og hyggst flytja starfsemi sína þangað á næstunni. For- stöðumaður Lífeyrissjóðsins kvaðst í samtali við Vf ekki vilja segja neitt um það að svo stöddu hvort Lífeyrissjóðurinn hyggðist hætta við þátttöku í byggingu stjórnsýsluhúss, enda þarf hann þá að útvega ein- hvern kaupanda að sínum hluta og þarf jafnframt að fá sam- þykki hjá meirihluta eigenda Stjórnsýsluhússins fyrir öllum breytingum á áður gerðum samningi. Samkvæmt samningnum verða eftirtaldir aðilar í Stjórn- sýsluhúsinu: Lögreglan, Út- vegsbanki íslands, Bæjarskrif- stofurnar, sýslumannsembætt- ið, Lífeyrissjóður Vestfirðinga, Ferðaskrifstofa Vestfjarða, Brunabótafélag Islands, Bók- haldsskrifstofa Guðmundar E. Kjartanssonar, Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen, Fjórð- ungssamband Vestfirðinga, Skattstofan og Fræðsluskrif- stofa Vestfjarða. ísfirsku stúlkurnar sigursælar — á bikarmóti í göngu á Siglufirði Um síðustu helgi, eða nánar tiltekið á laugardaginn, var haldið á Siglufirði fyrsta bikar- mót vetrarins í skíðagöngu. ís- firðingar sendu 10 manna hóp á mótið og má segja að þeir hafi náð nokkuð góðum árangri, þar sem þeir komu heim með 3 gull, 1 silfur og 2 brons. Annars fara helstu úrslit mótsins hér á eftir: Karlar 20 ára og eldri, 15 km. 1. Gottlieb Konráðss. Ó 48,38 2. Haukur Eiríksson, A 52,17 3. Ingþór Eiríksson, A 54.53 17 — 19 ára 10 km. 1. Bjarni Gunnarsson.I 35,06 2. Ólafur Valsson, S 35,25 3. Sigurgeir Svavars. Ó 36,33 4. Brynjar Guðbjarts. í 39,37 15— 16 ára 7,5 km. 1. Ingvi Óskarsson, Ó 27,03 2. Baldur Hermanns. S 27,22 3. Rögnvaldur Ingþórs. I 27,53 4. Heimir Hansson, I 28,39 13 — 14 ára 5 km. 1. Sölvi Sölvason, S. 18,27 2. Óskar Eggertsson, S 19,51 3. Júlíus Sigurjóns. S 20,01 4. Óskar Jakobsson, I 22,20 Konur 19 ára og eldri 5 km. 1. Guðrún Pálsdóttir, S 19,43 16— 18 ára stúlkur 3,5 km. 1. Stella Hjaltadóttir, I 13,31 13—15 ára stúlkur 2,5 km. 1. Auður Ebeneserd. I 10,49 2. Ósk Ebeneserd. I 11,20 3. Eyrún Ingólfsdóttir, I 12,07 Næstu mót verða í alpa- greinum um næstu helgi. Þá verður keppt í flokki 15—16ára á Akureyri og í flokki fullorð- inna í Reykjavík. SRÍ vill vekja athygli á skíðaæfingum sem eru í gangi núna en hægt er að bæta við þátttakendum. I alpagreinum eru æfingar 7, 8 og 9 ára barna frá klukkan 9 — 12, þriðjudaga til föstudaga. 10, 11 og 12 ára börn geta sótt námskeið frá klukkan 13:30 — 15:30, sömu daga og æfingar 13 ára og eldri eru klukkan 16:00 — 18:00. I göngu eru allir flokkar á sama tíma sem er frá klukkan 16— 18 á þriðjudögum og kl. 14 — 18, miðvikudaga til föstudaga.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.