Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 4
vestfirska 4 rRETTABLADIÐ ísafjarðarkanpstaður ísfirðingar - Nágrannar Skíðasvæðið á Seljalandsdal er opið föstu- dagafrákl. 9:30 — ll:30og 13:00 —18:00, laugardaga og sunnudaga frá kl. 9:30 — 18:00. Skíðheimar (skíðaskálinn) er opinn á sama tíma og skíðasvæðið. Gisting og veitingar, m. a. kaffi, kakó, brauð, Svali, öl, sælgæti, pylsur. ísfirðingar, komið á skíðasvæðið, það hressir alla. Ágætt skíðafæri. íþróttaráð. Aðalfundur Stangveiðifélags Isfirðinga verður haldinn laugardaginn 16. febrúar kl. 14:00 að Hótel ísafirði Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Félagar fjölmennið. Stjómin. A fischer TYROLIA Skref in gætu borg- að sig. Gerið verð- samanburð. FISHER skíði Verð frá kr. 1.950. TYROLIA bindingar Verð frá kr. 1.458. Topp vara — Gæði í fyrirrúmi. VélsmiðjanÞórhf. Sími 3711 Iðnnemar Fundarboð Iðnnemafélag ísafjarðar verður endur- stofnað fimmtudaginn 14. febrúar kl. 20:00 í Iðnskólanum á ísafirði. DAGSKRÁ: 1. Framsaga, umræður 2. Lög félagsins 3. Kosning stjórnar 4. Starf semi Iðnnemasambands íslands 5. Önnur mál Eftir fundinn verða kaffiveitingar. Á fundinn mæta: Kristinn H. Einarsson, formaður Iðnnemasambandsins og Guðjón Kristjánsson, starfsmaður aðildarfélag- anna. Félagsmálanámskeið verður haldið föstu- dagskvöld 15. febrúar kl. 20:00 til 22:00 og laugardag kl. 9:30 til 12:00 og 13:00 til 16:00. Iðnnemar! Sýnum námi okkar og kjömm áhuga og öðlumst í leiðinni reynslu af félagsmálum. IÐNNEMASAMBAND ÍSLANDS Vilja sporna gegn flutning og fólks af landsbyggðinr til Reykjavíkursvæðisins — Þorgrímur Daníelsson, formaður Stólpa, félags landsbyggðarmai upp á síðkastið hafa þær raddir hækkað sem hafa krafist þess að landsbyggðin fen^i að njóta meira sjálfræðis innan íslenska ríkisins. I því sambandi má nefna kröfur Norðlendinga um að væntanleg þróun- arstofnun verði staðsett á Akureyri, ályktanir fjórð- ungssambanda og sveitarfélaga um nieiri sjálfstjórn og stofnun ýmissa félaga og samtaka sem hafa það meginmarkmið að berjast fyrir hagsmunamálum landsbyggðarinnar. Einnig má benda á ályktanir kjördæmisráðstefna stjórnmálaflokkanna á Vest- fjörðum, en a. m. k. einhverjir þeirra lögðu áherslu á þetta sama. í Vestfirska fréttablaðinu birtist þanr. 2. ágúst, viðtal við Pétur Valdimarsson formann Samtaka um jafnvægi milli byggðarlaga, um stefnumál þeirra, sem eru m.a. að landinu verði skipt upp í fylki sem ráði sínum málefnum sjálf, líkt og gerist í Sviss og Þýskalandi. Á öðrum stað í þessu blaði er grein sem Jónas Pétursson fyrr- verandi alþingismaður sendi fyrir hönd Nýrrar verndar, þar sem tekið er í svipaðan streng. Þriðja félagið er Stólpi, félag landsbyggðarmanna sem nokkrir nemendur í Mennta- skólanum á Akureyri stofnuðu fyrr í vetur. í lögum félagsins segir m.a. um markmið þess: „Markmið félagsins er að sameina krafta landbyggðar- innar til baráttu fyrir eðlilegum og sjálfsögðum réttindum og brúa þá gjá vanþekkingar og tortryggni sem myndast hefur milli þéttbýlis og dreifbýlis. Markmiði þessu hyggst fé- lagið ná með því að koma af stað umræðu um hin ýmsu hagsmunamál landsbyggðar- innar, kynna hugmyndir sem geta orðið að liði í sameiginlegri baráttu landsbyggðarmanna, hvetja til þess að landsbyggðar- menn komi sér saman um skynsamlega heildarstefnu í sínum málum og kynni hana.“ Formaður Stólpa heitir Þor- grímur Daníelsson og er hann ættaður úr Húnavatnssýslum. Blaðamaður Vf hafði samband við Þorgrím og lagði fyrir hann nokkrar spurningar um þetta nýja félag og skoðanir hans. Fyrst spurði ég um tilefni stofnunar þessa félags. „Eins og þú veist þá hefur lengi verið sú þróun á Islandi að bæði fólk og peningar hafa sogast suður til Reykjavíkur. Þetta gerist á margan hátt, en það sem kannski er mikilvægast núna er að þeir sem framleiða gjaldeyrinn fá hann ekki sjálfir, þ.e. menn mega ekki flytja út öðruvísi en að láta Seðlabank- ann fá gjaldeyri og fá í staðinn verðlausar krónur. Mér er sagt af hagfræðingum sem vit hafa á, að þetta sé 10 — 15% hrein og bein eigna- og tekjutilfærsla frá útflytjendum til Seðlabanka. Stólpi, félag landsbyggðar- manna er stofnað til að berjast gegn þessu. Gegn því að pen- ingar og fólk sogist til höfuð- borgarsvæðisins. Það sem ég held að við landsbyggðarmenn þurfum að leggja áherslu á, það er að sam- einast á einhvern hátt í baráttu fyrir eðlilegum og sjálfsögðum réttindum, sem eru að þeir peningar sem við framleiðum, þau verðmæti sem við fram- leiðum fyrir, þau renni ekki í vasa innflytjenda í Reykjavík, eins og í rauninni gerist núna, heldur að þeir sem framleiða verðmætin fái afrakstur þeirra“. — Hvað eru margir félagar í þessu félagi? „í Menntaskólanum á Ak- ureyri eru um 30 — 40 manns starfandi í þessu félagi. Þetta er langöflugasta pólitíska félagið í skólanum. Ég veit ekki betur en að það sé búið að stofna sams- konar félag í Fjölbrautarskól- anum á Sauðárkróki, á Laugar- vatni, á Hvanneyri og á Hólum. Auk þess höfum við fengið Jónas Pétursson, fyrrverandi Alþingismaður: Ný vernd „ÞAÐ VAR FÁVÍSLEGT AÐ ÞYKJAST EKKI SJÁ HVAÐ HÖNDIN SKRIFAR Á VEGGINN.“ f ljósi þessara spakvitru orða, sem mælt eru í nýársávarpi for- seta íslands, Kristjáns Eldjárns árið 1972 hefir orðið til hreyfing meðal fslendinga, sem hér er nefnd Nývernd og skýrist í svo- felldri lífsbók: Ný vernd er samtök ísleno- inga til verndar byggðar um allt land, til verndar þjóðlífs, sem byggir á heimaöflun, en í því felst að lifa af því sem landið gefur í samræmi við „lífbeltin tvö“ (landið og hafið) og er þá vitnað í nýjársávarp forseta ís- lands árið 1972. í stjórnarskrá komi svæða- skipan á grundvelli fornra fjórðunga eða fylkja, fjögurra til sex, þar sem vald og stjórnun svæðanna byggist á sveitarfé- lagaskipan. f stjórnarskrá komi jafnframt það verndarákvæði, að verð- mæti lands og orku, sem ekki eru í einkaeign, séu sameign þess fólks, er hvert landssvæði byggir, land-, vatns- og hita- orka. Stór hluti þeirra umsvifa, sem nú eru á valdi Alþingis, ríkis- stjórnar og embættiskerfis rík- isins, tekjur og gjöld, falli í hlut sveitarfélaga á svæðunum í réttlátu hlutfalli skyldu og rétt- ar. Fulltrúakjör til Alþingis í fjórðungum eða fylkjum hvíli á rétti fólks og lands og hafsvæða að grunnlínum landhelgi. Verndun gróðurríkis, sem í framkvæmd verði aukin trjá- rækt sem aðalviðfangsefnis og þess gróðurs, sem best hæfir veðurfarslega. Fundið verði sparnaðaráform á fjármunum til að drýgja skriðinn að mark- miðum, sem á hverjum tíma eru nokkra áratugi í framtíðinni. I markmiðum gróðurvernd- ar, skógræktar og runna felst tvennt: bein og óbein verðmæti, hin óbeinu verðmæti skapandi vinnu, mannrækt, mannbætur. Vernda þarf uppeldisgildi strjálbýlis, sem fólgið er í um- gengni og skiptum við búfé og dýr og hina fjölbreyttu, villtu náttúru landsins, sem yljar og skerpir hið besta í manninum, verðmætustu verðmætin. Manngildi er ofar auðgildi. Framvinda mála síðustu tíma er sannarlega hönd að skrifa á vegginn. Vafalaust munu margir finna hvöt hjá sér að ganga til liðs í þessum samtök- um og það bergmál sem fólkið heyrir í brjósti sér mun nægja til að laða saman til virkra áhrifa. í nafni áhugamanna Jónas Pétursson fyrrv. alþm.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.