Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.02.1985, Qupperneq 1

Vestfirska fréttablaðið - 28.02.1985, Qupperneq 1
VPQ 8. tbl. 11. árg. f W Iv tfirskí 1 | 4 28. febr. 1985 I I FRETT 'ABLA D IÐ : : J <p tilboð 26. febrúar til 8. mars Alla lei Sími 3126 DEL MONTE ANANAS ALLAR DÓSASTÆRÐIR 25% afsláttur £inarffuð(jinmson k Qímt 7200 - lfl$ fiol umja’LOík Frá Hlífarsamsæti Síðastliðið sunnudagskvöld stóð Kvenfélagið Hlíf fyrir hinu árlega Hlífarsamsæti fyrir eldri borgara bæjarins og fleiri. Samsætið var í Alþýðuhúsinu sem rúmaði naumlega alla gestina, en u.þ.b. 250 manns voru þarna saman komnir. Ársskýrsla ísafjarðarhafnar: Umskipakomurog fleira á árinu 1984 Á árinu 1984 voru skráðar 1504 skipakomur til ísafjarðarhafnar, en 1303 árið áður, eða aukning 15,42%, og kemur þessi aukning mest fram í aukinni þátttöku í úthafsrækjuveiðum, svo og einnig á loðnuveiðum. Brúttólestatala þetta ár jókst úr 522.742 í 657.006 brt.l. eða um 25,68%. Skipting skipakoma á mánuði ársins eru þessi: Skip Skip 1984 1983 Brúttólestir 1984 Brúttólestir 1983 Landanir grænlenskra rækju- togara á ísafirði Janúar 103 ( 95) 41.760 (38.985) Febrúar 109 ( 92) 38.499 (32.036) Mars 111 ( 86) 48.668 (41.304) Apríl 103 ( 78) 44.938 (41.832) Maí 128 ( 83) 56.072 (37.517) Júní 133 (127) 61.025 (41.511) Júlí 143 (147) 89.526 \ (80.891) Ágúst 161 (133) 59.741 (40.671) September 134 (143) 54.060 (47.181) Október 165 (128) 52.977 (45.640) Nóvember 118 (109) 59.744 (40.391) Desember 96 ( 82) 49.996 (34.783) Samtals 1504 1303 657.006 522.742 Grænlenskir togarar hafa að undanförnu komið öðruhvoru inn til ísafjarðar til að landa rækju. Héðan er rækjan svo flutt með íslenskum flutningaskipum til Danmerkur þar sem hún fer á markað. Ástæður þess að Grænlend- ingarnir kjósa að landa rækj- unni hér er aðallega sú að það er styttra að sigla hingað en til hafna í Grænlandi af rækju- miðunum milli landanna. Þeir Kvenfélagið Hlíf: Sýnir Apaköttinn — Ágóðinn rennur til byggingar tón- listarskóla Kvenfélagið Hlíf ætlar að endursýna leikþáttinn Apakött- inn eftir Johanne Luise Hei- berg, sem sýndur var við geysi- góðar undirtektir á Hlífarsam- sætinu um síðustu hclgi. Sýningin verður á föstudag- inn klukkan 21:00 og mun allur ágóði renna til byggingar tón- listarskóla á ísafirði. Þetta er tilvalin fjölskylduskemmtun og ekki spillir málefnið fyrir. togarar sem stunda þessar veið- ar eru allir frá vesturströnd Grænlands og eru meirihluta ársins á veiðum vestur af Grænlandi. Það er óheimilt samkvæmt íslenskum lögum að erlend skip landi hér afla nema að fenginni sérstakri undanþágu frá íslenskum stjórnvöldum og hafa þau gefið þetta leyfi til eins árs í senn. Þessi viðskipti færa Islendingum nokkra atvinnu þar sem rækjunni er landað hér af starfsmönnum hafnarinnar og þessi skip kaupa alltaf ein- hverja þjónustu af höfninni og fyrirtækjum í bænum. Fyrir skömmu fór blaðamað- ur Vf um borð í togarann Nuuk og gaf sig á tal við yfirmenn skipsins, þá Karl Andreassen skipstjóra og Finnboga Hansen stýrimann. Þeir sögðu að þetta væri elsti skuttogari í eigu Grænlendinga og er hann 16 ára gamall. Skipið var áður í eigu Konunglegu Dönsku Grænlandsverslunarinnar en er nú í eigu Grænlensku heima- stjórnarinnar sem hefur yfir- tekið Grænlandsverslunina. f áhöfn skipsins eru 22 menn. Að sögn þeirra Karls og Finnboga hafa veiðarnar gengið þokka- lega fram að þessu og hafa þeir fengið um 80 tonn í túr. Rækjan sem þeir veiða er mjög stór eða u.þ.b. 60 stk. í kg. Að lokum vildu þeir koma á framfæri þakklæti fyrir alla að- stöðu og fyrirgreiðslu sem þeir hafa fengið hér á ísafirði. Þeir sögðu að hér væri góð höfn, gott fólk og hjálpsamt. Það væri eins og að koma heim að koma hér til hafnar. 3 línubátar (4) hafa landað hér úr 443 (414) róðrum á árinu 1984, og eru þær landanir ekki taldar í ofanrituðum skipakom- um. Þá fór m/s. Fagranes 202 ferðir (187) á árinu 1984. Hafn- sögubáturinn fór í 7 ferðir (14) til aðstoðar og björgunar, samtals 16 kl.st. auk hafnsögu- skyldra ferða. Einnig hafa um 20 rækju-, skel- og færabátar landað hér úr um 3.920 ferðum, þannig að samtals eru 6.076 ferðir til hafnarinnar á árinu 1984. Þá voru á ferðimú hér um 60 skemmti- og smábátar í 4 — 6 mánuði og ferðir þeirra eru óteljandi, en margir þessara báta stunduðu smokkfiskveið- ar og sumir í auknum mæli færa- og línuveiðar. Afgreidd voru 10.305,5 tonn (7.219) af vatni á árinu. Skipting þessara 1.504 skipa eftir þjóðerni er þessi: Karl Andreasen og Finnbogi Hansen í brúnni á Nuuk. Rækjuveiðar: Djúpið opnað Sjávarútvegsráðuneytið úr- skurðaði á þriðjudaginn að fengnum niðurstöðum Haf- rannsóknarstofnunar úr rann- sókn í ísafjarðardjúpi að leyfa að rækjuveiðar hefjist á ný. í þessari viku má liver bátur veiða 4 tonn og um helgina er svo að vænta úrskurðar um það hve stór vikuskammtur- inn verður og hversu mikið verður leyft að veiða á vertíð- inni.. Vinnsla í landi verður væntanlega komin á fulla ferð eftir helgina og eru menn að vonum nokkuð hressir með að þessari stöðvun skuli nú lokið. 1074 íslensk fiskiskip 294 íslensk fraktskip 40 íslensk varðskip 15 íslensk ranns.skip 26 grænlensk fiskiskip 3 færeysk fiskiskip 3 færeysk fraktskip 27 norsk fiskiskip 10 norsk fraktskip 2 v.þýsk fraktskip 1 v.þýsk sk.ferðask. 1 belgískt fraktskip 1 danskt fraktskip 2 dönsk varðskip 1 finnskt fraktskip 1 panamask.ferðask. 1 rússn. fraktskip 1 ensk seglskúta 1 amerísk seglskúta (872) (251) 27) 12) 23) 2) 7) 40) 53) 0) 1) 0) •5) 4) 1) 1) 1) 0) 0) 1504 skip frá 12 þjóðum. Sturla Halldórsson.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.