Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 6
6 BÆJARFÓGETINN Á ÍSAFIRÐI SÝSLUMAÐURINN í ÍSAFJARÐARSÝSLU AÐALSKOÐUN Á ÍSAFIRÐI Aðalskoðun bifreiða á ísafirði 1984 hefst föstudaginn 1. marz n. k. og fer fram sem hér segir: 1. marz í-1 til í-100 26. marz í-1700 til í-1800 4. marz í-100 til í-200 27. marz í-1800 til í-1900 5. marz í-200 til í-300 28. marz í-1900 til í-2000 6. marz í-300 til í-400 29. marz í-2000 til í-2100 7. marz í-400 til í-500 1. apríl í-2100 til í-2200 8. marz í-500 til í-600 2. apríl í-2200 til í-2300 11. marz í-600 til í-700 3. apríl í-2300 til í-2400 12. marz í-700 til í-800 9. apríl í-2400 til í-2500 13. marz í-800 til í-900 10. apríl í-4000 til í-4100 14. marz í-900 til í-1000 ll.apríl í-4100 til í-4200 15. marz í-1000 til í-1100 12. apríl í-4200 til í-4300 18. marz í-1100 til í-1200 15. apríl í-4300 til í-4400 19. marz í-1200 til í-1300 16. apríl í-4400 til í-4500 20. marz í-1300 til í-1400 17. apríl í-4500 til í-4600 21. marz í-1400 til í-1500 18. apríl í-4600 til í-4700 22. marz í-1500 til í-1600 19. apríl í-4700 ogyfir 25.marz í-1600 til í-1700 Skoðun fer fram hjá bifreiðaeftirliti ríkisins á Skeiði hina tilteknu daga frá kl. 08:15 til kl. 16:00. Bifreiðaeigendur geta pantað skoðunartíma í síma 3374 eða komið á staðinn og fengið afgreiðslunúmer. Allar skoðunarskyldar bifreiðar skal færa til skoðunar á ofangreindum tíma. Þær bifreiðar, sem skráðar em fyrir 5 smálesta farm eða meira og fólksflutninga- bifreiðar fyrir 10 farþega eða fleiri, skal þó ekki skoða fyrr en dagana 26., 29. og 30. apríl n. k. Tengi- og festivagnar skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Sérstök athygli er vakin á þeim nýju reglum um skoðun ökutækja, að eigi skal færa til almennrar skoðunar á þessu ári fólksbifreiðar til einkaafnota, sem skráðar voru nýjar á árunum 1983 og 1984. Við skoðun skulu ökumenn leggja fram fullgild ökuskírteini og skilríki fyrir greiðslu bifreiðaskatts og þungaskatts samkvæmt mæli auk lögboðinnar vá- tryggingar og skoðunargjalds. Skráningarnúmer og önnur auðkenni skulu vera rétt og vel læsileg. í skráningarskírteini skal vera áritun um það, að aðalljós bifreiðar hafi verið stillt eftir 31. október 1984. Vanræki einhver að koma með bifreið sína til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreið hans tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. 21. febrúar 1985 Bæjarfógetinn á ísafirði. Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu. Pétur Kr. Hafstein. Kaupfélag ísfirðinga • r TILBOÐ Baconbúðingur . . . 150,- kr/kg Baconbitar .... 250,- kr/kg OG Hamborgarar, 5 stk. í pakka og 5 brauð . . . aðeins 28,- kr/stk Matvöruverslanir Kaupfélagsins Alþjóðlegur bænadagur kvenna Jesús, Vor friður Samkoma í tilefni alþjóðlegs bænadags kvenna, verður haid- inn föstudaginn 1. mars 1985 í sal Hjálpræðishersins við Mánagötu kl. 20.30. Dagskrá bænadagsins kemur í ár frá indverskum konum. Til Indlands barst kristin trú þegar á fyrstu öld með Tómasi post- ula. Samt eru nú aðeins 2,6% íbúanna kristnir. Indland er auðugt land, en aðeins lítill hluti íbúanna nýtur góðs af því. Einkum er staða kvenna mjög erfið, bæði vegna fátæktar, en einnig af þjóðarvenjum. Leó litmyndir Framköllun Ijósmynda Hér sést Vignir Guðmundsson, starfsmaður Leós, við eitt nýju tækjanna. Leó Jóhannsson Ijósmyndari á ísafirði hefur frá síðustu ára- mótum framkallað litmyndir í tækjum sem hann hefur nýverið fengið og sett upp á Ijósmynda- stofu sinni að Hafnarstræti 7. Nú geta ísfirðingar sem skila filmum í Bókhlöðuna fyrir klukkan 11 fengið myndirnar tilbúnar samdægurs, eða klukkan 5. Þeir sem skila film- um inn eftir klukkan 11 á dag- inn geta fengið sínar myndir klukkan 12 daginn eftir. Auk Leós starfa tveir menn við þessa framleiðslu sem fer fram í glæ- nýjum og fullkomnum tækjum sem koma flest frá V-Þýska- landi. Leó hefur umboðsmenn í öllum þéttbýlisstöðum á Vest- fjörðum og senda þeir sem búa sunnan og vestan við ísafjarð- ardjúp filmurnar með Flugfé- laginu Erni og geta Vestfirðing- ar utan ísafjarðar því fengið myndirnar eftir einn til tvo daga ef ekki hamlar veður samgöng- um. Isfirskir dansarar sýna á Broadway Dansflokkur Dagnýjar Bjarkar Pjetursdóttur dans- kennara fer suður til Reykjavík- ur og sýnir þar dans, sem heitir Myrkrið og englarnir, á Dagný Björk Pjetursdóttir. skemmtun Danskennarasam- bands íslands í Broadway 10. mars. Með í ferðinni verður einnig Sigurður Friðriksson sem vann í flokki 10 — 12 ára í danskeppni Dagnýjar Bjarkar í Uppsölum fyrir skömmu. Á áðurnefndri skemmtun munu heimsmeist- aramir í Suður-Amerískum dönsum koma fram og dans- flokkar frá öðrum danskennur- um innan DSÍ þannig að það ætti að vera hverjum manni ljóst að það er ekki slorlegur fé- lagsskapurinn, sem þessir ungu ísfirðingar verða í, þetta kvöld á Broadway. í þessari aðstöðu hafa kristn- ar konur sett von sína á Jesú og fundið frið í honum. Nú mælast þær til þess af samsystrum sín- um um víða veröld, að þær sameinist í bæn um, að þjóð þeirra veiti Jesú viðtöku og eignist frið hans. Sameinumst systrum okkar um allan heim í bæn um frið við Guð og menn. Allar konur velkomnar. Hjálpræðisherinn Kvennfélag ísafjarðar. Salem söfnuðurinn. Fréttatilkynning. Fyrírtækjaþjónustan Rekstrarráðgjöf— Bókhaldsstofa — Framtalsaðstoð Framtalsaðstoð Pantið tíma í síma 7570 Ragnar Haraldsson Grundarstíg 5 415 Bolungarvík

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.