Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 7
vestíirska rRETTABLASID Jón Sigurðsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar: „Að hugsa fram yfir aldamót“ Næstkomandi laugardag, 2. mars 1985, verður á vegum Menningarráðs ísafjarðar flutt erindi á Hótel ísafirði, og hefst það kl. 16.30. Erindið flytur Jón Sigurðsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar og nefnist það „Að hugsa fram yfir aldamót.“ Á eftir erindinu svarar fyrir- lesarinn fyrirspurnum um efn- Jón Sigurðsson. ið. Kaffiveitingar verða seldar á staðnum. Jón Sigurðsson fæddist á ísa- firði árið 1941 og voru foreldrar hans hjónin Sigurður Guð- mundsson bakari, og Kristín Guðmundsdóttir. Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum á Akureyri 1960. Hann stundaði síðan nám í hagfræði við Stokkhólmsháskóla og lauk þar prófi 1963, og einnig stund- aði hann í tvö ár nám við London School of Economics. Frá árinu 1974 hefur Jón verið forstöðumaður Þjóðhagsstofn- unar, þó með tveggja ári hléi, en þá var hann fulltrúi Norður- landa í stjórn Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins með aðsetri í Washington. Hann hefur gegnt ýmsum fleiri trúnaðarstörfum á vegum ríkisins. Nú er hann for- maður stjórnskipaðrar nefndar, sem fjallar um framtíð íslensku þjóðarinnar næsta aldarfjórð- unginn. Hann hefur þannig stýrt umræðum og athugunum varðandi framtíðarsýn okkar, og um það efni mun hann fjalla á laugardaginn í fyrirlestri sín- um. Vafalaust mun marga fýsa að heyra Jón velta þessum mál- efnum fyrir sér og leggja fyrir Slunkaríki hefur verið endur- vakið á ísafirði, en nú sem sýn- ingarsalur Myndlistarfélagsins á ísafirði. Slunkaríki var sem mörgum er kunnugt, bústaður aðalsmannsins Sólons Guð- mundssonar, en Þórbergur hann spumingar. Að sjálfsögðu er öllum heim- ill ókeypis aðgangur að fyrir- lestrinum, og eru ísfirðingar og aðrir Vestfirðingar sem því geta komið við, hvattir til að fjöl- menna. Þórðarson segir frá honum í bók sinni „íslenskur aðall“ í kaflan- um um Vestfirska aðalsmenn. Sólon í Slunkaríki var um margt stórmerkilegur og má segja að lífsspeki hans um fagurfræðina, sé það leiðarljós sem Slunkaríki hið nýja hyggst starfa eftir. Þórbergur segir í fyrrnefndri bók að á efri árum hafi Sóloni fundist Slunkaríki hafa lokið hlutverki sínu í þágu íslenskrar menningar. „Seldi hann nú bú- garð sinn og reisti sér einum til íbúðar dálítinn skúr innar í hlíðinni, fyrir ofan kaupstað- inn. „Þessa byggingu hugði Sólon að fullkomna, eftir því sem efni og ástæður leyfðu. En allt skyldi þó snúa andstætt því, sem tíðkast hafði í húsagerðar- list hér á landi. Bárujárnið var innst, en síðan skyldi allt koma í öfugri röð, þannig að veggfóðr- ið yrði utan á húsinu. Þegar Sólon var spurður, hvers vegna hann hugsaði sér að byggja skúrinn svona, svaraði hann og glotti við: Veggfóður er til skrauts, elska, og þess vegna er sjálfsagt að hafa það þar, sem flestir hafa gaman af því.“ Aðstandendur hins endur- reista Slunkaríkis hafa fengið Ingólf Öm Arnarson myndlist- armann úr Reykjavík til að fóðra veggi og gólf Slunkaríkis á fyrstu sýningu félagsins í nýju húsnæði. Ingólfur er fæddur í Reykjavík 1956, hann hefur haldið nokkrar sýningar og verið með á fjölmörgum sam- sýningum hér heima og erlend- is. Sýning Ingólfs og starfsemi Slunkaríkis mun hefjast n.k. laugardag kl. 16. Slunkaríki mun vera opið alla virka daga og laugardaga frá kl. 2 til 5. Sýningu Ingólfs lýkur 21. mars. í Slunkaríki Aðalstræti 22 eru allir velkomnir. j FASTEIGNA- j i VIÐSKIPTI i J ÍSAFJÖRÐUR: I 3ja herb. íbúðir: • 85 ferm. íbuð á 1. hæð í fjölbýl- • I ishúsi. I Mjallargata 6, rúml. 100 ferm. i | snyrtileg íbúð á n.h. í þríbýlis- | | húsi ásamt geymslu og lóð. | I 4 — 5 herb. íbúðir: I j Pólgata 5, 110 ferm. 5 herb. . J íbúð á n. h. í þríbýlishúsi, J J ásamt bílskúr. • Pólgata 5,105 ferm. íbúð á e. I • h. í þríbýlishúsi. I Stórholt 9, 4 — 5 herb. íbúð í | | fjölbýlishúsi. Lítur mjög vel út. | J Seljalandsvegur 44, 75 ferm. J J íbúðáe.h. ítvíbýlishúsiágóð- J J um stað. Bílskúr. I 5 — 6 herb. íbúðir: • Fjarðarstræti 27, ca. 95 ferm. • j íbúð í tvíbýlishúsi, með stórum * J garði á góðum stað. J Einbýlishús/Raðhús: I Seljalandsvegur 28, 160 I ■ ferm. einbýlishús á tveimur I • hæðum. Góður staður. I Fagraholt11,nýtt,fullbúiðein- g I býlishús með góðum garði. g J Urðarvegur 49,steinsteypt, J J nýtteinbýlishúsmeðbílskúrog J J garði. I Árgerði, 140 ferm. einbýlis- I I hús, byggt 1971, steinsteypt. I I Heimabær 3, 5 herb. einbýlis- ■ I hús á tveimur hæðum, auk riss | I og kjallara. | BOLUNGARVÍK: J Hjallastræti 39,4 herb. einbýl- J J ishús, hlaðið, með stórri lóð. I Hafnargata 46, 130 ferm., 6 I I herb. íbúð á e. h. auk 65% af I I sameign. I I Holtabrún 14, 110 ferm. íbúð | I í sölu- og leigu íbúðakerfi í fjöl- | I býlishúsi. J Stigahlíð 4,2 herb. íbúð í fjöl- J J býlishúsi. I Vitastígur 10, 6 herb. íbúð I I ásamt bílskúr. I Vitastígur 15, 3 herb. íbúð í | I fjölbýlishúsi. i Tryggvi i | Guðmundsson j j hdl. j J Hrannargötu 2, J Isafirði sími 3940 I............................J Sfminn okkar er 4011 vestfirska I rRETTABLASID LITMYNDIR ÍSAFIRÐI FILMUMOTTAKA ER Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM: ísafirði: Bolungarvík: Súðavík: Hnífsdal: Flateyri: Suðureyri: Þingeyri: Bíldudal: Patreksfirði: Bókavezslun Jónasar Tómassonar Einar Guðfinnsson hf., húsgagnadeild Kaupfélagið Kaupfélagið Brauðgerðin Verzlunin Suðurver Verzlun Gunnars Sigurðssonar Verzlun Jón S. Bjarnason Verzlun Ara Jónssonar staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum, frá og með 27. febrúar til 6. mars og helmings lækkun á nokkrum tegundum af garni Vefnaðarvöru- og búsáhaldadeild Kaupfélags ísfirðinga Slunkaríki — Sýningarsalur Myndlistarfélagsins. Höfum opnað útibú frá myndbandaleigu okkar í Aðalstræti, Opnunartími: Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00 — 18:00 og 20:00 — 21:30 Föstudaga kl. 9:00 — 21:30 Laugardaga kl. 10:00 — 13:00 og 16:00 — 19:00 Sunnudaga kl. 16:00 — 19:00 í Verslunarmiðstöðinni Ljóninu, Skeiði Sería $.f. Ljóninu, Skeiði, sími 4072 • •••••••••

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.