Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 8
Skipasmíðastöð Marsellíusar hf.: Setur upp rækjudælur — Byggðar á 2000 ára gamalli uppfinningu Arkimedesar FRETTABLAÐIÐ Skipasmíðastöð Marsellíusar hf hefur að undanförnu verið að þróa og setja upp rækjudælur í rækjuverksmiðjum á ísafirði og í Súðavík. Dælur þessar byggja á 2000 ára gamalli uppfinningu Grikkjans Arkimedesar. Dælur þessar eru þannig gerðar að utan um láréttan sí- valan járnhólk er vafið slöngu með inntak fyrir miðjum enda járnhólksins og úttak fyrir miðjum hinum endanum. Þegar þessu er snúið dælir þetta rækj- unni, fljótandi í vatni, inn öðru Frá lögreglu: Skotæfingar í Holtahverfi — Brotist inn í fisk- hjall í Hnífsdal Um miðja síðustu viku var skotið á glugga í bílskúr við hús eitt á ísafirði. Til að byrja með taldi lögreglan jafnvel að þarna hefði verið um loftriffi) að ræða, en annað átti eftir að koma í Ijós. Aðfararnótt laugardags er tilkynnt um það að verið sé að skjóta úr byssu inni í Holta- hverfi. Lögreglan fór á staðinn og sótti þangað tvo menn sem voru að skemmta sér við það að skjóta eitthvað út í loftið. Til þess notuðu þeir byssu sem annar þeirra hafði stolið heima hjá sér þar sem hún var í geymslu fyrir eigandann. Við yfirheyrslur viðurkenndi sá sem stolið hafði byssunni að hafa skotið á bílskúrsgluggann sem áður var sagt frá. Um helgina var einnig brotist inn í fiskhjall sem Kiwanis- menn hafa til umráða í Heima- bæjarbrekkunni í Hnífsdal og stolið þaðan þremur rám með fiski. Þjófarnir náðust fljótlega og megnið af þýfinu. megin og út hinu megin. í þeim rækjuverksmiðjum þar sem þetta hefur verið sett upp hefur þetta komið í stað færibanda og í rækjuvinnslu Frosta í Súðavík er t.d. aðeins eitt færiband eftir í vinnslurásinni og er ætlunin að það víki fljótlega fyrir dælu. Með því að nota þessar dælur vinnst m.a. aukinn þvottur á rækjunni áður en hún fer í pill- unarvélarnar en það þýðir minna slit á vélunum af völdum sands og annarra óhreininda. Annar ávinningur er að mót- takan, þ.e. þar sem rækjan kemur inn í húsið, er algjörlega aðskilið frá pillunarvélunum. Þriðja atriðið er jöfn mötun og deiling milli véla sem stuðlar að betri nýtingu. Þeir í skipasmíðastöðinni hafa einnig verið að þróa búnað til að deila rækjunni milli véla og hafa þeir sett slikan deili- búnað í þrjár verksmiðjur. Bæði deilibúnaðurinn og dælurnar hafa reynst vel og staðist þær kröfur sem gerðar voru og hyggjast þeir í Skipasmíðastöð- inni fara að kynna þennan búnað víðar en svona dælur geta víða komið sér vel. Sævar Birgisson framkvæmdastjóri Skipasmíðastöðvar Marsellíusar hf. lyftir hér lokinu af rækjudælu í Súðavík. Nýtt skip: Sigurður Þorkelsson IS 200 Enn eitt skip hefur nú bæst í fiskiskipaflota ísfirðinga. Það heitir Sigurður Þorkelsson ís 200. Eigandi er Skor sem er sameignarfélag Helga Geir- mundssonar, Gunnars Geir- mundssonar og Þórðar Júlíus- sonar. Þetta er 63 tonna tréskip með ályfirbyggingu, ætlað til tog- veiða. Skipið var smíðað í Dan- mörku árið 1957 en hefur nú verið endurbyggt í Njarðvíkum. Til að byrja með er ráðgert að skipið fari á rækjuveiðar. Körfuknattleikur, 2. deild: Einnsigurogeitttap Körfuknattleiksfélag fsa- fjarðar lék tvo leiki í íslands- mótinu 2. deild um síðustu helgi. Á föstudagskvöldið gegn ÍA á Akranesi og fór sá leikur 80:81 fyrir Akurnesinga. Á sunnudag unnu ísfirðingarnir svo Bræður frá Reykjavík í íþróttahúsi Þegar aflafréttir eru skrifaðar er enn allt í óvissu um það hvenær skip fara á veiðar þar sem verfall hefur ekki verið leyst. Samkvæmt þvi sem V. f. hefur fregnað hefur verið fundað mikið í í húsakynnum sáttasemjara og eru fulltrúar Bylgjunnar nú þar staddir og taka þátt í samningaviðræðum um sameiginlegar kröfur. Flest frystihús eru búin að segja upp kauptryggingu fast- ráðins starfsfólks og taka upp- sagnirnar gildi um eða eftir helgina. Eins og fram kemur annars staðar í blaðinu eru rækjuveið- ar nú hafnar að nýju í [safjarð- ardjúpi þannig að fljótlega ætti að vera komin í gang aftur vinna við rækjuverkun. Flestar aflatölur eru lágar í tonnatalinu hér á eftir og er það í samræmi við lengd úthalds hjá togurunum, en þeir höfðu flestir nýlega hafið veiðar þegar þeir sigldu í land um miðja síð- ustu viku. BESSI landaði tæpum 32 tonn- um 20. febrúar. GUÐBJARTUR er f slipp. PÁLL PÁLSSON kom inn með tæp 20 tonn af blönduðum afla 20. febrúar. JÚLfUS GEIRMUNDSSON kom inn á þriðjudagskvöldið með um 37 tonn. GUÐBJÖRG er á veiðum og mun sigla með aflann til Þýska- lands. HEIÐRÚN kom inn 20. febrúar með 25 tonn, mest þorsk. DAGRÚN kom inn 20. febrúar með 19 tonn af þorski. SÓLRÚN kom inn á föstudag- inn með 12-13 tonn af rækju. ELIN ÞORBJARNARDÓTTIR kom inn á þriðjudaginn með um 140 tonn af blönduðum afla. GYLLIR er í viðgerð í Cuxhav- en. FRAMNES I. kom inn 20. febrúar með 47 tonn af blönd- uðum afla sem var landað á þriðjudaginn. SLÉTTANES kom inn 20. febrúar með 63 tonn af blönd- uðum afla sem var landað á mánudaginn. SÖLVI BJARNASON kom inn 20. febrúar með 20 tonn af þorski sem var landað á mánu- daginn. TÁLKNFIRÐINGUR kom f land 20. febrúar með 14-15 tonn, aðallega þorsk. SIGUREY kom í lannd 20. febrúar með 18 tonn, mest karfa. HAFÞÓR er í hafrannsóknar- leiðangri. Seljaskóla með 64 stigum gegn 59. Fyrri leikurinn var mjög grófur og hart leikinn og voru 3 úr hvoru liði reknir útaf með 5 villur áður en leiknum lauk. Stigahæstir ísfirðinganna í þeim leik voru Heiðar Jó- hannesson með 24 stig og Hall- dór Sveinbjörnsson með 19 stig. Seinni leikurinn var eins og áður segir leikinn í íþróttahúsi Seljaskóla sem kvað vera mjög gott hús sem reist var á 6 mán- uðum. Sá leikur fór prúðmann- legar fram en sá fyrri og voru stigahæstu menn í honum þeir Halldór Sveinbjörnsson og Guðmundur Stefán Maríasson með 13 stig hvor. Næsti leikur ísfirðinga verð- ur 9. mars kl. 15:00 í Bolungar- vík, en þá koma Snæfellingar í heimsókn og verður það án efa hörkuleikur. hefur heyrt AÐ myndbandaleigum á ísa- firði hafi fækkað um eina um síðustu helgi þegar verslunin Sería keypti myndbandaleig- una af Silfurtorginu á einu bretti. AÐ menn velti nú þeirri spurningu fyrir sér hvort Álftafjörður hafi verið notaður sem skipakirkjugarður. Kaf- arar þeir sem hafa verið að rannsaka seglskip út af Dvergasteini og áður hefur verið sagt frá í Vf fundu annað skip á botni Álftafjarðar um síðustu helgi og telja þeir að þar sé um gufuskip að ræða. Vitað er af fleiri skipum á botni Álftafjarðar og nú er bara að sjá hvað finnst næst. AÐ Sverrir Bergmann kaup- félagsstjóri á ísafirði hafi sagt upp starfi sínu og sé á förum úr bænum í sumar. AÐ nokkrir liðsmenn Litla leikklúbbsins hafi undanfarn- ar vikur unnið að því að semja revíu sem leikklúbburinn hyggst sviðsetja 24. apríl n.k. en þá á leikklúbburinn 20 ára afmæli. I þessari revíu verður, eins og lög gera ráð fyrir, tek- iö fyrir eitt og annað sem merkilegt má teljast úr bæj- arlífinu og mega framámenn bæjarins og fleiri eiga von á að fá að sjá hvernig þeir koma revíuhöfundum fyrir sjónir. Ekki er víst að allir séu öf- undsverðir af því hlutskipti. AÐ það hafi verið talað um að sögulegar sættir hafi orðið þegar samningar náðust fyrir skömmu milli Prentstofunnar ísrúnar og Vestfirðings um prentun á þessu málgagni Al- þýðubandalagsins á Vest- fjörðum. Aðrir sögðu að týndi sonurinn væri kominn heim, en Vestfirðingur var, eins og önnur blöð sem hér hafa verið gefin út, prentaður í ísrún þar til fyrir fáum árum að einhver misklíð varð til þess að útgef- endur blaðsins hófu að láta prenta það í Reykjavík. AÐ bæjarsjóður hafi misst _ spón úr aski sínum þegar flutningaskipið (sbergið sem var skráð á ísafirði til síðustu áramóta flutti heimilisfang sitt til Skagastrandar þar sem það borgar lægri aðstöðu- gjöld en hér. Útgerðarmenn fsbergsins höfðu sótt um að fá að greiða lægra aðstöðu- gjald til bæjarsjóðs ísafjarðar en lög gera ráð fyrir og var beiðnin send til framtals- nefndar til athugunar. Þar sofnaði málið og gáfust út- gerðarmennirnir upp á að bíða eftir að hafa beðið í eitt og hálft ár eftir svari. BILALEIGA Nesvegi 5 - Súðavík S 94 - 4972 - 4932 Grensasvegi 77 - Reykjavík S 91-37688 Sendum bílinn Opiö allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.