Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 2
ii~j Vestfirska fréttablaðiö kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 17:00. Síminn er 4011. Ritstjóri Kristján Jóhannssson. Blaðamaður Yngvi Kjartansson Stórholti 17, sími 4432. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður:Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, (safirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Ritstjórnargrein Örar þjóðfélags- breytingar íslendingar hafa á síðustu áratug- um upplifað meiri breytingar á þjóð- félagsháttum, heidur en urðu á nokkrum öldum þar á undan. Eins og gengur og gerist finnst mönnum sumt vera til betri vegar en annað ekki. Við megum eiga von á mjög ör- um breytingum á þjóðfélagi okkar á næstu áratugum, en hins vegar er erfiðara að segja til um hvaða breyt- ingum það tekur. Eitt eru nú senni- lega flestir sammála um að örtölvu- byltingin sem nú er hafin eigi eftir að hafa hvað mest áhrif á þær breyting- ar. sem framundan eru. Mikið hefur verið rætt um þörf á nýsköpun atvinnulífsins, en minna hefur verið um áþreifanlegar fram- kvæmdir á þeim sviðum. Ýmsir hafa talið að ekki væri þörf á nýsköpun atvinnulífsins með nýjum atvinnu- greinum, þegar fólk vantaði til starfa í hefðbundnar greinar svo sem fisk- vinnslu. Segja má að bæði þessi sjónarmið eiga rétt á sér, en það fer eftir því hversu langt fram í tímann er litið, hvort er rétt. Sé litið til nokkuð langs tíma hafa tæknibreytingar þau áhrif að störfum mun fækka í þeim atvinnugreinum, sem nú eru fyrir hendi. Því þarf ný atvinnutækifæri þó svo að fólki fjölgi ekki á vinnu- markaði, ef litið er fram næstu tvo eða þrjá áratugi. Breytingar á fjölmiðlum hafa verið geysilega miklar á síðustu árum og ýmsir fjölmiðlar farnir að hafa mikil áhrif á skoðanamyndun fólks í land- inu. Á síðustu árum hefur vídeó- tæknin orðið almenningseign hér á landi og á eftir að hafa mikil áhrif, því þar er áhrifamikill fjölmiðill á ferðinni, sem gefur mikla möguleika. Hins vegar er sú hætta á ferðinni að þess- ar breytingar hafi veruleg áhrif á menningarlíf íslendinga og má búast við því að t.d. bókin muni eiga erfitt uppdráttar í samkeppninni við vídeótæknina. Hér á undan hefur verið farið nokkrum orðum um hugsanlegar breytingar á þjóðfélaginu næstu ára- tugina, en það er ýmislegt fleira en tæknilegar breytingar, sem hafa áhrif á þróunina. Framvindan veltur ekki síst á því með hvaða hætti leyst verður úr ágreiningsmálum í þjóðfé- laginu. Eins og ástandið er nú, gefur það ekki mikla von um bjarta framtíð á því sviði. Ur heimspressunni: Isfirsk stúlka Noregs- meistari í bruni og stórsvigi Velunnari blaðsins í Noregi þar sinn fulltrúa sem var Þórdís sendi okkur þessa úrklippu úr Jónsdóttir og vann hún bæði í Aftenposten frá 18. febrúar þar bruni og stórsviginu. í sviginu sem segir frá úrslitum í Noregs- féll hún og missti þar með af meistaramóti. ísfirðingar áttu möguleikum á gullverðlaunum ilftenpoficn í Alpaþríkeppninni. Hér á síð- unni er úrklippa úr fréttinni á- samt mynd. Alplnmesterskapéne 1 et kaldt Ser-Trandelag ga to dobbeltme- stre, Bærums og Islands Tordis Jonsdottir i utfor og storslalám, Vibeke Hoff, Heming i slalám, og tre-kombinasjonen. Tordis Jonsdottlr, som ogsá vant storslalám, satset for friskt i forste slalámomgang. Málet var fire gull. Men den ene sklen var utenfor en port, og dermed var hun utenfor gullkampen her og i kombinasjonen. Þessir tveir piltar héldu nýlega hlutaveltu heima hjá öðrum þeirra og söfnuðu þannig 835 krónum, sem þeir gáfu til Bræðratungu. Miðsvetrartónleikar Tónlistarskóla ísafjarðar Hinir árlegu miðsvetrartón- leikar Tónlistarskóla fsafjarðar verða haldnir í sal Barnaskóla ísafjarðar um næstu helgi, nán- ar tiltekið föstudaginn 8. marz kl. 20:30, laugardaginn 9. marz kl. 16:30, og sunnudaginn 10. marz kl. 16:30. Efnisskrá er mismunandi alla dagana, en alls koma fram á annað hundrað nemenda, sem eru misjafnlega langt á veg komnir í tónlistarnámi sínu. Með Þórdísi, sem er lengst til vinstri, eru Konungsbikarhafinn, Finn Chr. Sumir byrjuðu í haust eða jafn- Jagge og Vibeke Hoff. vel ekki fyrr en eftir áramót, en aðrir hafa verið lengur, allt upp í 10 ár. Leitazt er við að hafa lagaval fjölbreytt og skemmti- legt og gefa jafnframt einhverja mynd af viðfangsefnum nem- enda. Auðvitað er ekki hægt að flytja á þessum tónleikum nema lítið brot af þeim verkefnum sem nemendurnir glíma við yfir veturinn og leika t.d. á samæf- ingum. Þá kemur Lúðrasveit Tónlistarskólans fram á öllum tónleikunum. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum frjáls, og er þess vænzt, að bæjarbúar noti tækifærið til að kynna sér starf- semi skólans og eiga um leið ánægjulega stund með börnum og unglingum bæjarins. Vantar söngfólk Upplýsingar veita: Jónas Tómasson, sími 3010, Ingibjörg Valdimars- dóttir, sími 3005, Reynir Ingason, sími 3016. SUNNUKÓRINN r1 i Smáauglýsingar VIDEO Höfum fengið fullt af úrvals- myndum. Komið og skoðið, það sakar ekki. Opið frá kl. 19:00 — 22:00 alla daga nema sunnudaga. Videoleigan, Lyngholti 5, sími 4326. TIL SOLU Mossberg pumpa 3 magnum og Suhl tvíhleypa 2 y«" magnum. Upplýsingar í síma 4387 eftir kl. 19:00. EINBÝLISHÚS TIL SÖLU að Aðalgötu 32, Súðavík Upplýsingar gefur Jón Björn Björnsson í síma 4951. TIL SÖLU Mazda 929, árgerð 1977. Upplýsingar í síma 7494 eftir kl. 19:00. HÚSNÆÐI ÓSKAST 3 herbergja íbúð eða lítið hús óskast til leigu frá apríl — maí n. k. Upplýsingar í síma 4434 eftir kl. 20:00. Öryggisgler fyrir bíla, báta, vinnuvélar o. fl. Bólstrun og klæðningar Völusteinsstræti 2a, Bolungarvík, sími 7405

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.