Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 5
I vBstlirska rRETTABLADIC þær áætlanir sem þeir gera standast ekki vegna þess að það er fjölgun á tímabilinu og það verður til að auka kostnað. Vestfirðir hafa ekki við þetta vandamál að glíma, hérna hefur heldur verið fækkun en hitt í skólum. Svoleiðis að ástæður fyrir þokkalegri stöðu okkar eru ekki alltaf jákvæðar. — Það er kannski svolítið út í hött, en ég sé að þú ert hér með Ensk-íslenska orðabók í hill- unni hjá þér sem kostar nokkur þúsund krónur. Ertu betur sett- ur með fjárveitingar en Gagn- fræðaskólinn sem þarf að safna fjárveitingum til bókakaupa í fjögur ár til að geta fjármagnað kaup á þessari bók? Kennslumiðstöð. Já, það er kannski rétt að fara yfir það hvernig fjármögnun á þessari skrifstofu og rekstri hennar er. Skrifstofan er rekin af ríki, sveitarfélögum og því að hafa hérna ýmis gögn eins og verkefni, kennslutæki og aðstöðu til að vinna fyrir þá sem geta komist hingað. 25 kennarar að vinna hver í sínu horni. — Er pláss hér fyrir slíka að- stöðu? Út af fyrir sig er sú aðstaða fyrir hendi í dag og við höfum boðið hana fram. Það er alveg ástæða til að það komi fram að kennarar geta komið hingað og unnið hér verkefni, notað þau gögn sem hér eru. í fyrrahaust, þegar ég kom, þá byrjaði ég á því að safna inn verkefnum í ýmsum námsgreinum, fyrst og fremst skriflegum verkefnum. Ég sendi líka til skólanna og óskaði eftir því að þeir legðu fram sín verkefni í þennan banka og það er dálítið um að kennarar hafi notað þetta, mætti vera miklu meira, en kennarar af öllu svæðinu geta — Elvernig hafa kennarar tekið undir þegar þú hefur verið að biðja þá að senda þér verkefni? Þeir hafa tekið mjög vel und- ir, alveg einstaklega vel, og ég hef fengið loforð um sendingar frá hverjum einasta skóla en efndir frá aðeins fáeinum. Þó höfum við fengið verulega góð- ar sendingar úr skólunum og það eru verkefni sem ég vil mjög gjarnan sjá fleiri. Þetta eru verkefni sem fólkið hefur verið að vinna á staðnum. Við erum ekki að biðja um nein munstur- verkefni heldur bara það sem fólkið er að vinna með og vill miðla öðrum af. Póstflugið ómetanlegt. — Fylgja ekki nokkuð mikil ferðalög þessu starfi? Jú, óhjákvæmilega. Ég held að það sé mjög æskilegt að fara einu sinni til tvisvar í hvern skóla á ári, auk ferða sem eru af sérstöku tilefni. En samgöngur við eldri skóla og eru þetta mjög góð hús. Aftur á móti vantar víðast hvar húsnæði til ýmissar sérkennslu, sérstaklega til íþróttakennslu. Það er víða kennt í félagsheimilum við frumstæðar aðstæður og slæm- ar. Það vantar víða heimilis- fræðakennslu og önnur sér- greinakennsla eins og handa- vinnukennsla er á hrakhólum út um bæ. Eðlisfræðikennsla hefur misjafnan aðbúnað. Það má kannski geta lofsverðs framtaks Skjaldar á Flateyri, sem er núna, eftir því sem ég best veit, að setja upp eðlisfræðistofu með öllum búnaði, sem hann gefur grunnskólanum. Þar er allt það sem í slíkri kennslustofu á að vera og verður hún afhent fullbúin. Súðvíkingar hafa ný- lega gert mjög vel við sinn skóla með því að rétta honum mynd- bandstæki, rafmagnspíanó og fleira. Um tölvumál heyrir maður frá skólunum og þau eru 5 leikari og verð ekki, en hef hinsvegar ánægju af þessu öllu. Að hrærast í þessu andrúmslofti er nokkuð sem heillar mig og ég hef líka fengist við það að búa til svona smáþætti, bæði fyrir árshátíðir, kvöldvökur og tekið þátt í revíusmíði og söngleikja- gerð. Þetta er starf sem ég hef gaman af og það hefur verið einstaklega ánægjulegt að vinna með Litla leikklúbbnum. Þetta er lifandi fólk og skemmtilegt, mjög áhugasamt um það sem verið er að gera og það hefur áhuga á leikhúsmálum og ber virðingu fyrir leikstarfinu, sem er mikið atriði, þ.e. að menn leggi metnað í það sem þeir eru að gera og það finn ég að er fyrir hendi hér. Litli leikklúbburinn verður tvítugur 24. apríl. Þá er fyrirhugað að efna til revíuleik- sýningar. Sú revía er þegar í smíðum. — Er það ekki rétt að þú sért einn af höfundunum? „Pólitískur litur manna ræður oft of miklu um skoðanir þeirra á málum“ Viðtal við Pétur Bjarnason, fræðslustjóra á Vestfjörðum Fjórðungssambandinu. Skipt- ingin er þannig að ríkið borgar föst laun fræðslustjóra, ríki og sveitarfélög borga síðan til helminga laun starfsmanna sál- fræðideildar, þ.e. laun sér- kennslufulltrúa og sálfræðings. Sömuleiðis eru helmingaskipti þarna á milli í ferðakostnaði bæði fræðslustjóra og sálfræði- deildar. Hins vegar er allur rekstur skrifstofunnar kostaður af ríki að hálfu og Fjórðungs- sambandi að hálfu. Það er gert með því að það er ákveðið framlag á hvem nemanda, sem ríkið greiðir eftir áætlun, og sama fjárhæð sem Fjórðungs- sambandið greiðir. Með þess- um peningum fjármögnum við rekstur skrifstofunnar, þ.e. laun fulltrúa sem starfar hér, allan fastan kostnað eins og hita og ljós, reksturskostnað eins og pappír, ritföng, síma og hvað- eina annað. Ef afgangur verður af þessum lið getum við notað það til að fjármagna innkaup eins og á Ensk-íslenskri orða- bók og öðrum merkishlutum. Það er ekki mikið svigrúm en þó höfum við getað keypt svolítið af handbókum og þessháttar. Á síðasta ári sótti ég hinsvegar um. til ríkisins, stofnframlag til kennslumiðstöðvar. Þvi var hafnað þá, eins og flestum nýj- um fjárbeiðnum á síðasta ári, en ég bind miklar vonir við það að frumvarp sem var lagt fram á þingi í vor, og er ennþá þar í gangi, um kennslumiðstöðvar við fræðsluskrifstofur nái fram að ganga og þá vonumst við til að geta veitt meiri þjónustu við kennara hérna. Það yrði með hringt hingað og sagt við okkur, „mig vantar verkefni í ensku fyrir 8. bekk, þetta tiltekið efni“ eða „landafræði fyrir 6. bekk.“ Sérkennslufulltrúinn tekur þetta niður, fer í verkefni hérna, ljósritar, pakkar inn og sendir kennaranum. Það sem við höf- um verið að fara fram á á móti er að þetta verði starfrækt eins og banki þannig að kennari sem þiggur verkefni af okkur leggi fram sin eigin verkefni. Vand- inn er sá að kennarar eru kannski heldur „krítískir“ á það sem þeir eru að gera. Þeim finnst þetta bara vera vinnu- plögg fyrir sig. Staðreyndin er sú að þetta er einmitt vinnu- plögg sem aðrir kennarar myndu að sjálfsögðu nota. Þannig yrði gagnasafnið lifandi ef við fengjum alltaf nýtt á móti. Við erum með 25 skóla hérna í umdæminu og allir þessir skól- ar, nema þeir á ísafirði og í Bolungarvík. eru bara með einn bekk í árgangi og flestir sam- kennslu. í stórum skólum þar sem eru kannski þrískiptir ár- gangar eru þá um leið þrír kennarar sem geta borið saman bækur sínar eða kemnari sem getur notað verkefnið þrisvar. En í þessum 25 skólum eru kannski kennarar að vinna meira og minna sömu vinnuna hver í sínu horni. Það sem við vildum gera, er að samræma þetta, spara þeim vinnu og auka fjölbreytni í verkefnagerð með því að skiptast á. Þetta hefur að sjálfsögðu verið gert dálítið á milli kennara en miklu minna þegar aðstæður eru eins og hérna, samgöngur eru erfiðar. eru erfiðar og á veturna er varla raunhæfur möguleiki annað en að fljúga hér á milli. Vandinn hjá okkur er að komast til Reykhóla, og á Strandir. Það eru engar áætlanir þangað, annað hvort verðum við að fljúga til Reykjavíkur og taka áætiunarbíl, en það er ekki allt- af sem maður getur fórnað viku í stutta heimsókn, eða að taka leiguflugvél. Það sem við höf- um gert til að leysa þennan vanda er að við höfum haft mjög gott samstarf við leið- beinendur, sem eru ráðnir af menntamálaráðuneytinu, með því að samræma ferðir okkar með þeim. Þannig höfum við getað fullnýtt flugvél og það hefur dregið úr kostnaði við þessar ferðir. En póstflugið hérna vestur um er ómetanlegt. Skólahúsnæði hér á Vest- fjörðum er almennt nægilegt, með undantekningum þó. Og ástæðan er kannski sú sama og ég var að tala um áðan. Hérna hefur ekki fjölgað börnum heldur frekar hitt. Það eru um 1800 nemendur hérna á Vest- fjörðum. Við erum með 4 skóla með yfir 100 nemendur, 7 skóla með milli 50 og 100, 6 með milli 20 — 50 nemendur og 8 skóla með undir 25 nemendum. Skólahúsnæðið er víða mjög rúmt. Það eru nokkrir staðir þar sem skólahúsnæði er of lítið, t.d. á Patreksfirði og á Hólmavík en þar er verið að vinna að bygg- ingum. Gagnfræðaskólinn á ísafirði býr við frekar þröngan kost. Á nokkrum stöðum hefur verið byggt nýlega, t.d. á Suð- ureyri og á Þingeyri var byggt víða komin til umræðu. Ég frétti frá Bíldudal í gær að fisk- vinnslan þar er að gefa skólan- um tölvu sem þeir hafa átt og notað og er orðin of lítil fyrir þeirra starfsemi en hentar skól- anum trúlega vel. Sömuleiðis heyrði ég í skólamönnum á Patreksfirði að þeir eru að þreifa fyrir sér með tölvukaup og sveitarstjórinn nefndi við mig að þeir ætluðu að kaupa 5 tölvur í setti. Mjög brýnt er orðið að veita kennurum und- irstöðumenntun á þessu sviði. Ég hef starfað með áhuga- leikfélögum í 20 ár. — Ef við víkjum nú frá skóla- málum og að öðrum áhuga- málum þínum. Ég hef veitt því eftirtekt að þú ert hér í ýmsu félagsstarfi eins og Litla leik- klúbbnum, skíðaráði og e.t.v. fleiru. Hefurðu mikinn áhuga á félagsmálum? Ég held að það sé óhætt að segja það, já. Þetta er svona eitt af mínum vandamálum. Mér hættir til þess að taka að mér meira en ég er maður til að sinna í félagsmálum. En með þetta tvennt sem þú nefndir þá vil ég taka fram að áhugaleik- hús hefur verið mér hugleikið mjög lengi, alveg frá því ég var strákur. Ég hef starfað nokk- urnveginn samfleytt í áhuga- leikfélögum í um 20 ár. Fyrst með leikfélaginu Baldri á Bíldudal, síðan með leikfélagi Mosfellssveitar og núna með Litla leikklúbbnum. Ég hef starfað að þessu ekkert síður sem félagsmálum en sem leik- ari, því að ég er ekki mikill Jú, það er rétt. Það er hópur nokkurra manna sem hefur komið saman og vinnur að þessu. Ég lenti í stjórn leik- klúbbsins í haust og sem stjórn- armaður var ég eiginlega send- ur af stað að hóa saman þessu fólki. Það er svona helsta hlut- verk mitt í þessu. í hópnum er fólk sem virðist eiga mjög létt með að semja og mér sýnist að árangurinn af þessu geti orðið allgóður. Það má kannski geta þess líka í sambandi við þessi leikhúsmál að ég fékk upp- hringingu frá Bíldudal þar sem ég var lengi með leikfélaginu Baldri sem verður 20 ára í hau- st. Þar er þegar kominn undir- búningur á fulla ferð, búið að hafa samband við gamla leikfé- laga sem eru núna dreifðir um landið og á að stefna þeim saman svona vikutíma í haust. Þá verður búið að undirbúa samfellda dagskrá með ýmsum hlutverkum úr leikverkum frá þessum tíma. Þessu á að skella á svið. — Og menn eiga að ganga inn í gömlu rulluna? Já, þá notum við ljósmyndir til þess að rifja upp búninga og annað, en þarna hafa verið sett á svið ýmis skemmtileg verk. Mýs og menn var eftirminni- legt, Þrír skálkar og seinna Skjaldhamrar og fjöldamörg verk önnur. Venjulega var sett upp eitt verk á ári. Svo voru árshátíðir, en hver einasta árs- hátíð leikfélagsins Baldurs frá upphafi hefur verið revía, heimatilbúin að öllu leyti. Þetta er hefð sem hefur verið mjög

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.