Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 6
„Pólitískur litur...“ Framhald af bls. 5 sterk þarna og er alltaf í kring- um 1. des. Skyldur mínar sem föður skíðamanns. Varðandi skíðamálin þá eru það skyldur mínar sem föður skíðamanns sem binda það upp á mig. Ég hef verið meira og minna í þessum skíðamálum síðan strákurinn minn, sem nú er 15 ára, var 7 — 8 ára gamall. Síðan hefur hann verið að keppa og þá hefur mér fundist eðlilegt að ég sem foreldri tæki þátt í félagsstarfinu í kringum þetta. Ég starfaði með skíða- deild KR í Reykjavík og svo var það mjög eðlilegur hlutur, þar sem strákurinn hélt áfram að keppa eftir að hann kom hingað vestur, að ég starfaði með skíðafólki hér og ég hef reynt að gera það. Sjálfur er ég slakur skíðamaður en hef mjög mikla ánægju af því að fara áskíði. Maður er ekki of stoltur af flokknum sínum í ríkis- stjórn. — Þú sagðir áðan að þú hefðir verið í sveitarstjórnarmálum. Fyrir hvaða flokk hefur þú setið í sveitarstjórnum á Bíldudal og í Mosfellssveit? Á Bíldudal var ég fyrir annað hvort frjálslynda eða óháða, mig minnir frjálslynda. Þannig var, og er kannski ennþá þarna á Bíldudal að stjórnmálaflokkar hafa ékki boðið fram þarna, heldur hafa menn dregið sig saman í flokka fyrir kosningar og fylkt sér um ákveðin málefni innan hreppsins. Síðan hafa þeir sett upp lista og árið 1970 þegar ég var í þessu þá voru þarna listar sem hétu Frjáls- lyndir og Óháðir og svo kom þriðji listinn sem lenti 1 því að heita Frjálslyndir framfara- sinnar. 1 þessum framboðum voru allra flokka menn. í Mosfellssveit var það Framsóknarfélag og Alþýðu- bandalag sem settu saman lista sem hét Listi félagshyggju- manna og það er á þeim lista sem ég sit í hreppsnefnd Mos- fellssveitar. — Þannig að það er óhætt að staðsetja þig einhversstaðar vinstra megin í pólitíkinni? Já, ég dreg enga dul á það að ég er félagsbundinn Framsókn- armaður. Nú, fyrst við erum að tala um pólitík. Maður er nú ekkert alltof stoltur af flokknum sínum í ríkisstjóm. Það er ým- islegt sem rnaður vildi sjá öðru- vísi gert. — Heldurðu að þetta sé útbreitt meðal framsóknarmanna að þeir séu óánægðir með þátttöku Framsóknarflokksins í þessari ríkisstjórn? Ég held það já, að þetta sé nokkuð útbreidd meðal Fram- sóknarmanna ákveðin vantrú á að þetta samstarf leiði til góðs. Framsóknarflokkurinn rúm- ar nokkuð breið sjónarmið og þetta fer sjálfsagt svolítið eftir því hvoru megin í flokknum menn standa. Það kom til dæmis í ljós við þetta sam- bræðsluframboð í Mosfellssveit að það voru mjög margir fram- sóknarmenn sem ekki gátu sætt sig við þennan lista vegna sam- vinnunnar við Alþýðubanda- lagið. En ég er svo saklaus í pólitíkinni að ég lít á sveitar- stjórnarmál sem sveitarstjórn- armál og landsmálapólitík sem skyldan, en þó allt annan hlut. Við höfðum ákveðin sameigin- leg sjónarmnið og áhugamál, þeir menn sem voru þarna í forsvari fyrir þessa tvo flokka. Á þeim grundvelli taldi ég mjög eðlilegt að ganga til samstarfs enda gekk það alveg prýðilega. Ég hef aldrei sett fyrir mig þeg- ar ég er að meta fólk, hvaða fl- okk það kýs við Alþingiskosn- ingar því að sérstaklega bæjar- og hreppsmál eru svo gjörólík. Mér finnst d.d. hérna á ísafirði að málum sé alltof mikið blandað saman, að pólitískur litur manna ráði oft of miklu um skoðanir þeirra á hlutunum. En þetta hefur víst verið land- lægt hér á ísafirði frá því fyrir aldamót. — Þú telur semsagt ekki sjálf- gefið að menn styðji sama flokk við þingkosningar og sveitar- stjórnarkosningar? Það tel ég alls ekki sjálfgefið og ekki nauðsynlegt. Að vísu er þetta nú í bæjarfélagi eins og hérna þar sem eru nokkuð hreinar pólitískar línur í fram- boði, þá hugsa ég að menn af tryggð, geri þetta. En það sem ég vildi kannski frekar segja er að ég tel ekki nauðsynlegt að bjóða fram pólitískt við sveitar- stjórnarkosningar, heldur fyrst og fremst málefnalegan lista o o LtGGUK UL\ULEGGUk 7aToG skel 7vT OG SKEL V/ VJ falauerslun barnanna V/ VJ fatauerslun barnanna Útsala - Útsala - Útsala Stórútsala 20% — 50% afsláttur Nú er hægt að gera góð kaup Leggur og skel fataverslun bamanna Ljóninu, Skeiði, sími 4070. sem hefur ákveðin málefni í bæjarfélaginu á sinni stefnu- skrá. Mér finnst það eðlilegri hlutur að það væru málefni sveitarfélagsins sem réðu því hvar í flokk menn skipuðu sér, en ekki það að stjórnmála- flokkar færu að sameinast um ákveðin mál eftir kosningar. Þetta er grundvallarmunur áea því hvoru megin eigi að byrja. Oskum eftir járniðnaðarmönnum. Höfum góða 100 fermetra íbúð. VÉLSMIÐJA BOLUNGAVÍKUR HF SÍMAR: 7380 OG 7370 - NAFNNÚMER 7175-5009 Helgarpakki K.I. föstudaginn 8. mars Sértilboð: Fyrir 4, kr. 620 pk. Fyrir 2, kr. 420 pk. Nýreykt London lamb Athugid: Dilkakjötið á gamla verðinu fram að helgi r Matvöruverslanir K. I. * Nautabuif Rósenkál \ I Gulrætur '' \ x\' I Grænar baunir Kryddsmjör Hrásalat Kartöfluskífur ■ w BMW framleiðir einnig minni dieselvélar; 6, 10, 30 og 45 hestöfl. Þessar vélar eru einstaklega sparneytnar og hagkvæmar í rekstri. Einnig er hægt að fá kraftmiklar BMW bensínvélar í þremur stærð- um með skutdrifi; 120, 165 og 190 hestöfl. Þeir sem velja BMW vél í bátinn losna við öll hlaup eftir aukahlutum, því allir hlutir til niðursetningar fylgja BMW vélunum. VIÐGERÐAR- OG VARAHLUTAÞJÓNUSTA Vélar & Tæki hf. TRYGGVAGÖTU10 PÓSTHÓLF 397, 121 REYKJAVÍK SÍMI 21286 OG 21460 Við óskum eftir umboðs- og þjónustuaðila fyrir BMW á ísafirði BMW turbo diesel skutdrifsvélar eru léttar, hraðgengar og sérlega hljóðlátar. Þess vegna eru þær mjög hentugar í skemmti- og fiski- báta og hafa hlotið miklar vinsældir. Þær fást í tveimur stærðum; 136 hestöfl og 165 hestöfl. Heilsteypt blokk, lausar slífar og sérstakt hedd fyrir hvern strokk auðvelda mjög viðhald og þjónustu vélanna. I BATINN

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.