Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 8
SJONAUKAR MARGAR GERÐIR Stærð 7X35..................verð kr. 2.000,- Stærð 8X40..................verð kr. 2.800,- Stærð 7X50..................verð kr. 2.390,- Stærð 10X50.................verð kr. 3.200,- Stærð 8 — 17X50 Zoom........verð kr. 3.500,- Stærð 8X30 frá Carl Zeiss .. verð kr. 4.700,- Stærð 7X21 ,,vasakíkir“ .... verð kr. 3.580,- BÓKAV. JÓNASAR TÓMASSONAR SÍMI 3123 ÍSAFIRÐI FRETTABLAÐIS ERNIR P ISAFIROI Símar 3698 og 3898 BILALEIGA i j i Endurbætur á Skíðheimum FRETTABLASIS hefur heyrt AÐ til standi að fara að selja Tomma-borgara í KRÍ húsinu. Þar er búið að gera breyting- ar á húsnæði að kröfu fram- leiðenda hamborgaranna og er nú beðið eftir því að þeir komi vestur til að taka hús- næðið út. Ef þeir hafa ekkert við það að athuga ætti ekki að líða á löngu áður en ísfirðing- ar geta farið að gæða sér á þessari alþjóðlegu sjoppu- fæðu og styrkja ísfirska knattspyrnumenn um leið. AÐ sögur sem gengið hafa fjöllunum hærra á Isafirði að undanförnu um að kaupmað- ur einn í bænum hafi orðið uppvís að því að hafa undir höndum eitt kíló af hassi séu algjörlega úr lausu lofti gripnar. Vf. hefur fengið það staðfest hjá rannsóknarlög- reglunni á Isafirði að þessi kvittur séu tilhæfulaus og að umræddur kaupmaður hafi ekki verið viðriðinn innflutn- ing eða dreifingu hass svo lögreglunni sé kunnugt. AÐ verulegrar óánægju gæti víða á Vestfjörðum með harða baráttu klerka gegn fyrirhug- aðri ratsjárstöð á Stiga. Það fylgdi sögunni að í bígerð væru samtök manna um að segj skilið við þjóðkirkjuna vegna þessa máls. AÐ fyrirhuguð hafi verið mikil auglýsingaherferð suður í Reykjavík fyrir skíðaferð til ísafjarðar um komandi helgi, en nú muni vera búið að fresta ferðinni vegna snjó- leysis hér vestra... Eins og tvö undanfarin ár var ætlunin í vetur að leigja út rekstur Skíðheima á Selja- landsdal. Gerð höfðu verið samningsdrög við tvo menn sem ætluðu að taka þetta að sér og var nánast ekkert eftir en að undirrita samninginn þegar þeir tilkynntu að þeir væru hættir við. Æskulýðs- og íþróttaráð varð því að taka að sér að koma að- stöðunni þarna uppfrá í stand og mun það sjá um reksturinn i vetur. Forstöðukona verður Jó- hanna Jóhannesdóttir. f Skíð- heimum verður í vetur, líkt og undanfarin ár, hægt að kaupa gistingu og veitingar. Þar er einnig hægt að fá leigð skíði með tilheyrandi búnaði og skíðakennslu. Hér á eftir er gjaldskrá fyrir skíðalyfturnar. Vetrarkort fullorðinna 2640,- Vetrarkort barna 1.270.- Dagskort fullorðinna 200.- Dagskort barna 100.- Einstakar ferðir fullorðinna 25,- Einstakar ferðir barna 12,- Fjölskyldukort m. 2 börn 6.715,- Fjölskyldukort m. 3 börn 7.140,- Jóhanna Jóhann- esdóttir setur saman rúm í einu herhergi Skíð- heima. Lögreglan á Patreksfirði: í eltingarleit við drukkna bílþjófa Lögreglan á Patreksfirði elti drukkna menn á stolnum bíl frá Patreksfirði yfir í Arnarfjörð síðastliðinn mánudag. Rækjuveiðar í ísafjarðardjúpi: Heildarkvóti 1500 tonn Bílnum sem var Chevrolet fólksbíll, höfðu þeir stolið á Patreksfirði og lögreglan reyndi að stöðva þá um sexleytið um morguninn en þeir stöðvuðu ekki heldur reyndu að aka lög- regluna af sér og tók það lög- regluna tvo tíma að ná þeim. Það tókst án þess að nokkurt ó- happ yrði. Smygl- varningur fannst í Gylli — er hann kom úr siglingu Uppvíst varð um smygl með togaranum Gylli frá Flateyri, þegar hann kom til heimahafnar undir miðnætt- ið síðastliðinn mánudag. Tveir tollverðir frá ísafirði fóru um borð í togarann, þegar hann kom til hafnar, til að framkvæma venjulega tollskoðun. Þeim barst einn- ig óvæntur liðsauki úr Reykjavík, en þaðan komu tveir tollverðir og einn starfsmaður fíkniefnalög- reglunnar með hund. Við leit í skipinu fundust ein 13 myndbandstæki, eitthvað af eldhúsbúnaði og tæki eins og sjónvarp, hljómflutnings- tæki og uppþvottavél auk myndbanda og nokkurra kassa af bjór. Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið heildarkvóta á yfir- standandi rækjuvertíð í ísa- fjarðardjúpi og verður hann 1500 tonn. Af þeim hafa um 800 tonn þegar verið veidd. Hafrannsóknarstofnun hafði áður lagt til að kvótinn yrði 1300 tonn. Það eru 35 bátar sem hafa fengið úthlutað veiði- heimildum á yfirstandandi ver- tíð en ekki er ljóst hvort allir nýta þær heimildir. Ef ein- hverjir, t.d. þeir bátar sem stunda skelveiðar, nýta ekki heimildina verður kvóta þeirra skipt á milli hinna. Vertíðinni lýkur 30. apríl. Bikarmót 15 —16 ára: Stórsvig féll niður vegna snjóleysis Bikarmót í Alpagreinum í flokki 15 — 16 ára var haldið á Seljalandsdal um síðustu helgi. Vegna snjóleysis reyndist ekki unnt að leggja braut fyrir stór- svig, þannig að í þess stað var keppt tvisvar í svigi. Helstu úr- slit urðu þessi. STÚLKUR 15 — 16 ÁRA. FYRRI DAGUR. 1. Gréta Björnsdóttir. A 87.67 2. Helga Sigurjónsdóttir, A 87.95 3. Sigrún Sigurðardóttir, í 88.12 DRENGIR 15 — 16 ÁRA. FYRRI DAGUR. 1. Kristinn Grétarsson, í 81.67 2. Valdimar Valdimarsson, A 82.09 3. Birkir Sveinsson, UlA 82.57 SVIG STÚLKNA, SEINNI DAGUR 1. Kristín Ólafsdóttir, R 96.91 2. Kristín Jóhannsdóttir, A 97.92 3. Gréta Bjömsdóttir, A 98.64 SVIG DRENGJA, SEINNI DAGUR 1. Valdimar Valdimarsson, A 88.22 2. Sveinn Rúnarsson, R 88.81 3. Einar Hjörleifsson, D 91.03 PÓLLINN HF Isafiröi Sími3792 TOLVUR! TOLVUR! TOLVUR! HJÁ OKKUR ER ÚRVALIÐ Sinclair Spectrum ZX 48K........kr. 5.500,- st.gr. Sinclair Spectrum + ............kr. 6.990,- st.gr. Acorn Electron..................kr. 8.985,- st.gr. BBC — Acorn..................frá kr. 20.850,- st.gr. Bit 90 með öllu, TILBOÐ ........kr. 7.995,- st.gr. Commodore 64....................kr. 12.770,- st.gr. GLÆSILEGT ÚRVAL AF FORRITUM ★ Stýripinnar ★ Diskadrif ★ Tölvuskermar Það eru ekki miklar aflafréttir í þetta skiptið þar sem fáir eru komnir inn úr sínum fyrsta túr eftir yfirmannaverkfall. Útlit er fyrir að (sfirsk fiskiskip stöðvist aftur þar sem Sjómannafélag (sfirðinga hefur boðað samúð- arverkfall frá 9. mars. Það hefur verið lítill fiskur í frystihúsum að undanförnu og því lítil vinna, en víðast er þó einhver vinnsla í gangi. Einn loðnubátur kom inn til Bolungarvíkur í vikunni með um 200 tonn af loðnu. Ætlunin var að reyna að frysta eitthvað af henni en óvíst hvort það var hægt vegna smæðar loðnunn- ar. Flestir rækjubátar við ísa- fjarðardjúp ná vikuskammtin-1 um, sem er 4 tonn, á 2 — 3 dögum. Leigusamningurinn um Haf- þór hefur verið framlengdur til 1. mars 1988. BESSI er á veiðum. GUÐBJARTUR er í slipp. PALL PÁLSSON landaði um 100 tonnum í gær. JÚLIUS GEIRMUNDSSON er á veiðum. GUÐBJÖRG er á leið í söluferð til Þýskalands þar sem aflinn verður seldur á mánudaginn. HEIÐRÚN er á veiðum. DAGRÚN kom inn í dag. SÓLRÚN er á rækjuveiðum. ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR er í landi með bilaða vél. GYLLIR liggur í heimahöfn, ný- kominn úr siglingu. FRAMNES I er á veiðum SLÉTTANES kom inn á þriðju- dag með rúm 50 tonn SÖLVI BJARNASON er á veið- um. TÁLKNFIRÐINGUR er á veið- um, hafi hann ekki komið inn í morgun. SIGUREY er á veiðum. HAFÞÓR fór á rækjuveiðar á þriðjudaginn eftir að hafa farið í hafrannsóknarferð. BILALEIGA Nesvegi 5 - SúSavik s 94 - 4972 - 4932 Grensasvegi 77 - Reykjavik s 91-37688 Sendum bílinn Opið allan sólarhrínginn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.