Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 1
10. tbl. 11. árg. vestfirska 14. mars 1985 FRETTABLASID BACON í heilu og hálfu . . . niðursneitt . kr. 120,00 pr. kg. kr. 150,00 pr. kg. 3 kg. í poka.................kr. 160,00 Þetta frábæra tilboð stendur aðeins út þessa viku Sinarffuðfjinnsson gími 7200 - ///5 Sol uvujaioík Verður einn sameinaðurgrunnskóli á ísafirði? — Nefnd til að gera endanlegar tillögur að framtíðarskipulagi skólamála á ísafirði, hyggst leggja það til Almennur borgarafundur var haldinn í Hnífsdal síðastliðið mánudagskvöld. Nefnd til að gera endanlegar tillögur að framtíðarskipulagi skólamála á ísafirði boðaði til fundarins og var fundarefnið að kynna Hnífsdælingum störf nefndar- innar og fá fram álit þeirra á hugmyndum hennar. í grunnskólamálum eru hug- myndir nefndarinnar í sem stystu máli þær að sameina skuli alla grunnskóla á ísafirði undir eina stjórn, fækka þannig skólastjórum úr þremur í einn, en áfram yrði rekið útibú í Hnífsdal þar sem 3 til 4 yngstu bekkirnir yrðu við nám. Það sem nefndin telur vinnast við þessar breytingar er að húsnæði Geirþrúður Charlesdóttir. skólanna muni nýtast mun bet- ur og hægara yrði um vik með samnýtingu á kennslukröftum og búnaði. Eftir að Geirþrúður Charlesdóttir formaður nefnd- arinnar hafði kynnt áðurnefnd- ar hugmyndir voru almennar umræður og fyrirspurnir. I máli allra þeirra íbúa í Hnífsdal sem tóku til máls, kom fram hörð andstaða við að flytja kennslu þá sem nú fer fram í Hnífsdal, eða hluta hennar, inn á ísafjörð. Þeir vildu halda börnunum í Hnífsdal og sleppa við skóla- akstur, sem flestum virtist koma saman um að væri slæmur kostur. Meðal annars var nefndin spurð að því hvað það væri sem áynnist við það að sameina skólana svona í stað þess að halda sama skipulagi og nú er við líði. Þuríður Péturs- dóttir, annar tveggja bæjarfull- trúa í nefndinni, sagði að það væri fyrst og fremst spurning um peninga sem því réði. Með því að sameina skólana þyrfti minna að kosta til þess að byggja við skólana þannig að nægilegt húsrými og aðstaða fengist. Með því að nota viðmið (norm) sem Menntamálaráðu- neytið hefur gert, vantar, með óbreyttu skipulagi skólamála á ísafirði, 1500 ferm. við Barna- skólann á ísafirði, rúma 500 ferm. við Barnaskólann í Hnífsdal og 1000 ferm. við Gagnfræðaskólann. Þó að Barnaskólinn í Hnífsdal stæði utan við þetta, sem hún sagðist vel geta hugsað sér, þá vantaði | 2500 ferm. skólahús á Eyrinni. I Ekki er pláss fyrir það hús á því * svæði þar sem skólarnir standa | en ef þeir yrðu sameinaðir I þyrfti. með því að nota sömu I viðmið, aðeins að bæta við um ! 1700 ferm. kennsluhúsnæði og| það væri mögulegt innan þessl svæðis þar sem skólarnir eru nú. J Fundurinn var vel sóttur, | umræður miklar og fjörugar ogl sagði Geirþrúður CharlesdóttirJ í lokaorðum sínum að nefndin! hefði haldið þennan fund til| þess að kanna hug Hnífsdæl-I inga og það yrði tekið fullt tillit! til óska þeirra við gerð endan-| legra tillagna nefndarinnar um I framtíðarskipulag skólamála áj ísafirði. Stærsti straumur ársins var á föstudaginn var. Á árdegisflóð- inu bættist það við, að loft- þrýstingur var með lægra móti og stóð sjórinn því alveg óvenjulega hátt. Ekki er kunn- ugt um neinar skemmdir af völdum flóðs, en víða flaut drasl langt upp á land og var t. d. Skipasmíðastöð Marsellíus- ar alveg umflotin vatni. Þessa mynd tók Halldór Svein- björnsson af lóðsinum við bryggju á föstudagsmorgun- inn. Það stóð ekkert upp úr nema pollarnir. Hver á uppfyllingar í Pollinum? Lóðareigendur höfða mál gegn ísafjarðar- kaupstað Eigendur hússins að Hafnar- stræti 11 á ísafirði hafa höfðað mál gegn ísafjarðarkaupstað og Kaupfélagi ísfirðinga vegna lóðarréttinda við Hafnarstræti 11. Tálknafjörður: Viðbætur á hafnar- mannvirkjum Málshöfðunin byggir á gömlum lögum sem segja að þeir sem eiga land að sjó eigi jafnframt rétt til þess lands sem kann með einhverju móti að myndast þar framan við. í málshöfðuninni er gerð krafa um eignarrétt, 75 metra frá gamla fjöruborðinu út í Pollinn. Á þessu svæði er mikil uppfyll- ing sem bæjarsjóður hefur látið gera og úthlutað KÍ lóð þar á. Vf hafði samband við Brynjólf Gíslason, sveitarstjóra á Tálknafirði og spurði hann frétta. Hann sagði fátt eitt að frétta, það væri að komast vorhugur í menn og ýmis áform á lofti t.d. varðandi laxeldi en ekkert formlegt gerst í þeim málum enn. Á vegum hreppsins er fyr- irhugað að steypa þekju á nýja hafnargarðinn og setja upp löndunarkrana. Einnig er verið að hugleiða að setja upp varmadælu við grunnskólann til að nýta heita vatnið, en það hefur þó ekki verið ákveðið. Ráðstefna um æskulýðsmál — á ísafirði dagana 22. og 23. mars íþrótta- og æskulýðsráð ísa- fjarðar, í samvinnu við Fjórð- ungssamband Vestfirðinga, boðar til ráðstefnu á Hótel ísa- firði dagana 22. — 23. mars n.k. Markmið ráðstefnunnar er að fjalla um æskulýðs- og íþróttamál og að sveitarfélög á Vestfjörðum sameinist um eitt ákveðið markmið í tilefni Al- þjóðaárs æskunnar, t.d. með því að skipuleggja æskulýðsmót á komandi sumri og einnig að skiptast á skoðunum um æsku- lýðsmál í fjórðunginum. Að sögn Björns Helgasonar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á ísafirði er með þessu verið að reyna að koma á einhverju sameiginlegu verkefni allra þeirra sem að æskulýðsmálum starfa í fjórðungnum. Á fund þennan er boðið tveimur full- trúum frá hverju sveitarfélagi á Vestfjörðum og fulltrúum ým- issa sérsambanda og félaga sem starfa að æskulýðsmálum., Björn sagði einnig að stefnt væri að því að senda æskufólk frá ísafirði á vinabæjamót í Joensu í Finnlandi í sumar.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.