Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 5
vestíirska vestíirska 4 BÆJARFÖGETINN Á ÍSAFIRÐI SÝSLUMAOURINN í ÍSAFJARÐARSÝSLU Nauðungaruppboð Opinbert uppboð á lausafjármunum verður haldið við húsnæði bifreiðaeftirlitsins á Skeiði, laugardaginn 23. marz n. k. kl. 14:00 og verður síðan fram haldið á þeim stöðum þar sem munina er að finna. Uppboðið verður að kröfu innheimtumanns ríkis- sjóðs, ýmissa lögmanna o. fl. Uppboðsbeiðnir, studdar fjárnámum, lög- tökum eða öðrum lögmætum uppboðs- heimildum, liggja fyrir um sölu á eftirtöld- um lausafjármunum sem boðnir verða upp, hafi skuldarar eigi greitt kröfuhöfunum eða við þá samið og þeir afturkallað uppboðs- beiðnir sínar.. Bifreiðamar: í-850, í-4263, í-2539, R-42388, í-1745, í-929, Ö-8859, R-22399, L-378, í-2341, í-4542, í-4725,1-1116, í-4716, í-665, í-1362, í-550, í-1053, í-524, í-4489, G-9248, í-969, óskráð Sub- arubifreið, í-4523, í-1242, í-1730, í-4263, í-639, í-4728, í-378, í-4781, í-246, í-683, í-2089, í-2173, R-42364, í-1745, í-1778, í-1887, í-4574, í-2340, tjaldvagn, Camp-Tourist, Payloder af Caterpill- argerð. Ennfremur: Sjónvörp, hljómtækjasam- stæður, myndbandstæki, þvottavélar, hillusam- stæður, myndbandsspólur og fleira. Uppboðsskilmálar liggja frammi á skrif- stofu embættisins og á uppboðsstað. Ávísanir eru ekki teknar gildar nema með samþykki uppboðshaldara. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn á ísafirði Sýslumaðurinn iísafjarðarsýslu. Starf Viljum ráða mann til verslunarstarfa sem fyrst. Upplýsingar gefa Óskar Eggertsson eða Jónas Ágústsson. © PÚLLINN HF. PÓLLINN HF. ÍSAFIRÐI Dansleikur í Góðtemplarahúsinu, laugardagskvöld 16. mars kl. 23:00 — 3:00 BORÐAPANTANIR FRÁ KL. 22:30 Komið og skemmtið ykkur í Gúttó! ÁSGEIR OG FÉLAGAR Helgarnámskeið í Batic, tauþrykki eða jurtalitun (3 nám skeið) verða í Húsmæðraskólanum Ósk, ísafirði, um miðjan apríl ef næg þátttaka fæst. Möguleiki fyrir utanbæjarkonur að búa í skólanum. Nánari upplýsingar í bréfi til kvenfélaganna. Þátttaka tilkynnist fyrir 28. mars til skólastjóra Húsmæðraskólans, Þorbjargar Bjarnadóttur. Sarnband vestfirskra kvenna. [ ] rRCTTABLADID vestíirska FRETTABLADID 5 Kvenfélagiö Hlíf 75 ára Kvenfélagið Hlíf varð 75 ára í síðustu viku, eða nánar tiltekið þann 6. mars s.l. Starf Hlífar- kvenna hefur löngum sett svip sinn á bæjarlífið, en þær hafa lagt mikið af mörkum til líknar- mála og ber þá e.t.v. hæst aðstoð þeirra við gamait fólk í bænum. faramálum. Þó er það dálítið misjafnt eftir félögum hvaða starfssvið þau velja sér hverju sinni. Hjördís: Sum félög taka mál- efni barna fyrir og styrkja bæði dagheimili og leikskóla. Önnur, eins og t.d. Hlíf, hafa aðallega hugsað um gamalt fólk og sjúk- linga auk margs annars. — Hvað eru margir í félaginu? Helga: Það eru 114 konur. Hjördís: Já, og þar af eru 9 heiðursfélagar. — En varla eru þetta allt það sem kalla má virka félaga. Hvað eru það margar konur sem taka þátt í starfi félagsins, t.d. Hlíf- arsamsætunum? Hjördís: Þær eru mjög marg- ar. Þó að konur mæti ekki reglulega á fundi, þá er með ó- líkindum hvað allar eru tilbún- ar til að vinna að samsætinu. — Er það verkefni sem allar sameinast um? Helga: Já, það er ákaflega mikils virði fyrir félagið, þetta samsæti. það er eins og fylgi undirbúningsvinnunni einhver alveg sérstök stemning sem eflir félagsandann og allt samstarf. Hjördís: Þó að aðstæður séu erfiðar, þá er það alveg furðu- legt hvað þetta gengur vel. Skipulagið er gott og áhuginn hjá konunum mikill. — Haldið þið að það sé æskilegt að félög séu einkynja núna? Þá á ég við að áður fyrr, þegar kvenfélögin voru stofnuð, þá var kannski meiri ástæða fyrir konur að finna sér einhvern fé- lagsskap þar sem þær gátu fengið að spreyta sig á afskipta „...enn sé langt til sólarlags“ Allir ísfirðingar kannast við hið árlega Hlífarsamsæti þar sem gömlu fólki og fleirum er bo' ið til veislu með skemmtiatrið- um og dansi á eftir. Líklega er þetta hápunkturinn í starfi fé- lagsins á hverju ári, en auðvitað gera þær fjöldamargt fleira. Til að fræðast örlítið nánar um markmið og starf félagsins spjallaði blaðamaður Vf við Helgu Sigurðardóttur, formann félagsins og Hjördísi Hjartar- dóttur gjaldkera. — Hvert er meginmarkmið kvenfélaga á íslandi? Helga: Ég held að það sé ekkert vafamál. Það er að sinna líknar-, menningar- og fram- Núverandi stjóm Hlífar. Frá vinstri: Friða Sigurðardóttir, Hjördís Hjartar- dóttir, Herdís Viggósdóttir, Sigriður Þórðardóttir, Helga Sigurðardóttir, Sig- urborg Kristinsdóttir og Kristjana Sigurðardóttir. karla þar sem þær voru kannski ekki eins hátt skrifaðar og nú. Hefur þetta ekki breyst, er alveg grundvöllur fyrir þessum félög- um nú sem þá? Helga: Já, það held ég. Mig langar að vitna í afmæliskveðju sem félagið fékk frá frú Ragn- hildi Helgadóttur, sem lengi var formaður Hlífar: „Ég hvet ykk- ur, góðu konur, eldri sem yngri, til þess að halda merki félagsins áfram á lofti. Og mín skoðun er sú, að kvenfélögin eigi fullan rétt á sér um ókomna framtíð, verkefnin blasa allsstaðar við.” Og þetta er svo sannarlega rétt, því að verkefnin eru alveg ó- þrjótandi. — Ég átti nú ekki við að hætt yrði að sinna þessum verkefn- um heldur það, hvort það sé rétt að hafa þessi félög eingöngu fyrir konur, og þá kannski á sama hátt hvort það sé rétt að karlar starfi í einkynja félögum. Haldið þið að þetta sé æskilegt fyrirkomulag? Hjördís: Já, því ekki? Það fer eftir félagsskapnum og mark- miðum hans. Annars á félagið marga velunnara af „sterkara kyninu“, sem leggja því lið og þá yfirleitt í sambandi við Hlíf- arsamsætið og eru sumir þeirra orðnir aukafélagar. — Þeir komast ekki hærra? Helga: Ja, það hefur nú eig- inlega ekki komið til tals í alvöru að þeir sæktu fundi, en það væri vel athugandi. Hjördís: Ég veit ekki hvort á- huginn nær lengra hjá þeim, en að vinna með okkur að sam- sætunum. — Það er kannski heppilegra að halda því þannig? Hjördís: Við erum ánægðar með það fyrirkomulag sem nú er. — Við skulum enda þetta á vísu sem Jónas Tómasson tónskáld orti til Hlífar á 40 ára afmæli félagsins, en Jónas stjórnaði Hlífarkórnum í mörg ár. Þessi vísa mun hafa verið ort á sam- sæti. Enn hefur Hlíf mér búið borð Því ber ég henni þakkarorð og óska henni auðs og hags og enn sé langt til sólarlags. Aðalfundur Hlífar 1960. Ferðaskrifstofan Úrval efnir til ferðakynningar í Bolungarvík, á skrifstofu J.F.E., laugardaginn 16. mars kl. 14:00 — 16:00 og í Dokkunni, ísafirði, sunnudaginn 17. mars kl. 14:00 — 16:30 Ferðamöguleikar sumarsins verða kynntir _______Sýndar verða kynningarmyndir frá Mall- JSSjf ife orca, Frakklandi, Ibiza og sumarhúsunum vy/ í Daun Eifel í Þýskalandi IÍS? Starfsfólk Úrvals verður á staðnum, svarar Bg/ fyrirspurnum og tekur við pöntunum JS Komið og kynnist fjölbreyttasta f erðaúrvali vSfy sumarsins Hlífarsamsætið stærsti og ánægjulegasti þáttur í starfi Hlífar Kvenfélagið Hlíf var stofnað árið 1910. Aðálhvatamenn að stofnun þess voru konur sem um nokkurra ára skeið höfðu sameinast um að hjálpa og gleðja aldraða hér í bænum, sem áttu við veikindi eða aðra erfiðleika að búa. Fyrsti for- maður hins nýstofnaða sélags var Sigríður Lúðvíksdóttir. Auk þess að vinna að málefnum aldraðra hafði félagið á stefnu- skrá sinni að vinna að menn- ingar- mannúðar- og framfara- málum þessa bæjar, og hefur félagið ávallt reynt að fylgja þeirri stefnu. I fundargerðar- bókum Hlífar sést að í gegnum árin hafa verkefni sem félagið hefur haft á sinni stefnuskrá verið bæði mikil og margvísleg. Má t.d. nefna að á fyrstu árun- um kom félagið á heimahjúkr- un og réði til starfa útlærða hjúkrunarkonu. Það lét sig miklu varða þegar fyrsti vísir var lagður að stofnun elliheim- ilis hér á ísafirði og lagði fram sinn skerf til þeirrar uppbygg- ingar. Þá hefur kvenfélagið Hlíf frá fyrstu tíð árlega boðið til samsætis, eldri bæjarbúum í þeim tilgangi að hittast og gleðjast saman eina kvöldstund. Það má því segja að braut- ryðjendur kvenfélagsins hafi unnið af framsýni og veitt af hugsjón þá þjónustu sem nú til dags er talin sjálfsögð af hendi ríkis og bæjarfélags. Það er að segja félagsstarf og heimilisað- stoð fyrir eldri borgara. Síðan 1910 hafa orðið risa- framfarir á öllum sviðum þjóð- lífsins, t.d. í skóla- og atvinnu- málum og margar nýjar leiðir opnast í þeim efnum, sem áður voru óþekktar. Tryggingarbót- um, barnalífeyri og ellilaunum var komið á og stórkostlegar framfarir hafa átt sér stað í heilbrigðismálum. Allt það fólk sem nú er komið vel yfir miðjan aldur hefur því upplifað þá lífskjarabreytingu sem senni- lega er einstæð. Það gefur því að skilja að á vissan hátt hefur fé- lagsstarfið breyst eftir hinum breyttu lífsskilyrðum. Þrátt fyrir sér stað heldur félagið enn þá og áður og er það einn stærsti og þá gjörbyltingu sem hefur átt Hlífarsamsætið með sama hætti ánægjulegasti þáttur í starfi fé- Stjóm Hlífar á 60 ára afmælinu. Frá 'instri: Sigríður Sigurðardóttir, Sigríður Sorenscn, Ragnhildur Helga- dóttir, Margrét Jónasdóttir og Bjarney Ólafsdóttir. lagsins, þar sem félagskonur vinna allar sem einn maður við að gera samsætin sem vegleg- ust, bæði hvað snertir veitingar og skemmtiatriði. í mörg undanfarin ár hefur það verið fastur liður að félags- konur hafa farið á elliheimili ísafjarðar einu sinni í mánuði, yfir vetrarmánuðina með skemmtiefni og smáglaðning. Þá standa Hlíf og Skátafélögin fyrir álfadansi, annað hvert ár. Til fjáröflunar hefur félagið hlutaveltu, basar, blómasölu, á- samt barnaskemmtun og kaffi- sölu á sumardaginn fyrsta. í fjáröflun og öðru starfi hafa bæjarbúar veitt félaginu ómet- anlegan stuðning og fyrir- greiðslu og er þeim fjölmörgu færðar þakkir. Félagið ver sín- um tekjum til líknarstofnana í bænum og annarra velferðar- mála. Starfsemi Hlífar er öflug og unnið að margvíslegum málum og er það ósk allra Hlífar- kvenna að félagið beri gæfu til að starfa með sömu hugsjón og það var stofnað til. Helga Sigurðardóttir, Hjördís Hjartardóttir. Afmæliskveðja. Kvennablómi, bæjarsómi brosin ljómai á hali og víf. Traust í vanda, ung í anda ávallt standa megi Hlíf. Kvenfélagið Ósk o W LEGGUR OG SKEL fataoerslun barnanna o qpp lZí LEGGUR OG SKEL fatauerslun barnanna ísfirðingar — Vestfirðingar Utsölunni lýkur á laugardaginn, 16. mars 10% aukaafsláttur, föstudag og laugardag Einnig 10% afsláttur á öllum úti- göllum og úlpum Leggur og skel fataverslun bamanna sími 4070. Við cjetum bætt víð laghentum manni í iðnaðarstörf * Prentstofan Isrun hf. Sími 3223 — Isafirði

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.