Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 4
vestíirska FRETTABLADID vestlirska FRETTABLADID Útboð Tilboð óskast í smíði, uppsetningu o. fl. á loftræstikerfi fyrir SundhöU ísafjarðar. Verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 1985. Útboðsgögn verða afhent á tæknideild ísa- fjarðarkaupstaðar, Austurvegi 2 og á Verk- fræðistofu Sig. Thoroddsen, Ármúla 4, Reykjavík, gegn 2.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sömu stöðum mánu- daginn 22. apríl n. k. kl. 11:00. Viðtalstími Föstudaginn 22. mars verða bæjarfulltrú- amir Ami Sigurðsson og Þuríður Péturs- dóttir til viðtals við bæjarbúa á bæjarskrif- stofunum kl. 17:00 — 19:00. Bæjarstjórinn. Póstur og sími Tilboð óskast Tilboð óskast í flutning á pósti milli póst- húss á ísafirði og ísafjarðarflugvallar, frá og með 1. apríl n. k., í tengslum við áætlun- ar- og póstflug. Skilyrði er að viðkomandi hafi yfir að ráða hentugri bifreið til flutninganna. Nánari upplýsingar veitir stöðvarstjóri. Póstur og sími, ísafirði. Fjölskylduskemmtun Vestfjarðarevían og fleiri atriði verða sýnd í Félagsheimilinu Flateyri, fimmtudag 21. mars kl. 21:00 og Alþýðuhúsinu ísafirði, laugardag 23. mars ki. 17:00. Góða skemmtun! Menntaskólagengið. Hlífarkonur Fundur verður í Húsmæðraskólanum Ósk mánudaginn 25. mars kl. 21:00. Venjuleg fundarstörf. Mætum vel. Stjómin. ATVINNA Mjólkursamlag ísfirðinga vantar starfs- mann í 1 ár, frá maí 1985. Einnig vantar starfsmann til sumar- afleysinga. Upplýsingar gefur mjólkurbústjóri. Fyrirtækjaþjónustan Rekstrarráðgjöf— Bókhaldsstofa — Framtalsaðstoð Framtalsaðstoð Pantið tíma í síma 7570 Ragnar Haraldsson Grundarstíg 5 415 Bolungarvík V/ Síminn okkar er 4011 vestfirska FRETTAELr.ÐID Úlfar Ágústsson. Ferðamálasamtök Vestfjarða eru samtök áhugamanna og hagsmunaaðila í ferðamanna- þjónustu á Vestfjörðum. Þau voru stofnuð hér á ísafirði, 21. júní í fyrra. Það á að halda að- alfund í september ár hvert, en vegna ýmissa byrjunarörðug- leika var ekki hægt að hialda hann í september í haust, síðan komu verkföll ofan í það, þannig að fundurinn var ekki haldinn fyrr en 24. nóvember og af því að veðurfar og land- fræðilegar aðstæður hér eru þannig, þá var allt orðið lokað og þar af leiðandi urðu mjög fáir á þeim fundi. Formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða er Reynir Adólfsson, fram- kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Vestfjarða. Með honum eru tveir menn í framkvæmdaráði, ég og Arnór Jónatansson, um- dæmisstjóri Flugleiða á Vest- fjörðum. í stjórn eru: Jóhannes Ellertsson, sérleyfishafi í Reykjavík, Auðunn Karlsson framkvæmdastjóri í Súðavík, Arnheiður Guðnadóttir, Breiðuvík og Hörður Guð- mundsson framkvæmdastjóri flugfélagsins Ernis. Við höfum haldið nokkra fundi frá því að félagið var stofnað í fyrra, en fyrstu að- gerðirnar frá okkar hálfu voru Markaðsdagarnir á Silfurtorgi, sem voru haldnir í ágúst á síð- astliðnu ári og ég held að fólk sé sammála um að hafi tekist á- kaflega vel. Reynir hefur setið fundi með Ferðamálaráði í Reykjavík og eins með öðrum ferðamálasamtökum. Vestfirðir voru þriðji landshlutinn sem stofnaði svona samtök. Áður höfðu þau verið stofnuð á Vesturlandi og Suðurlandi, en nú eru samtök komin á fleiri stöðum. Aðild að Ferðamálaráði íslands. Ferðamálasamtökin hafa sótt um að mega koma að áheyrn- arfulltrúa á fundi Ferðamála- ráðs íslands, sem að við eigum ekki aðild að. Það er jafnvel gert ráð fyrir því að þegar fram í sækir muni þessi samtök eiga aðild að Ferðamálaráði og samgönguráðherra hefur fallist á að veita ferðamálafélögunum áheyrnaraðild að Ferðamála- ráði. Hvert ferðamálafélag Síðastliðið sumar voru stofnuð á ísafirði samtök sem nefnast Ferðamálasamtök Vestfjarða. Að þessum samtökum standa ýmsir hagsmunaaðiiar í ferðamannaiðnaði, svo og einstakling- ar. Nýverið var ráðinn starfsmaður til þessara samtaka til að vinna að framgangi ýmissa sameiginlegra hagsnmnamála ferðamannaiðnaðarins á Yestfjörðuni. Starfsmaður þessi heitir Ulfar Agústsson og blaðamaður V. f. heimsótti hann nýlega á skrifstofu ferðamála- samtakanna, sem er til húsa hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga að Hafnarstræti 6, Isa- firði. Ulfar var beðinn að segja frá uppbyggingu og starfsemi samtakanna og því, í hverju starf hans væri fólgið. ur, leigubíla, langferðabíla, bílaverkstæði, hljólbarðaverk- stæði, verslanir, tjaldstæði, bátaleigur, sundlaugar, íþrótta- hús, hestaleigur, kvikmynda- hús, minjasöfn, listasöfn, ferða- félög, lax- og silungsveiði, íþróttamót og útihátíðarhöld. Síðan er það hugmyndin, ef þetta starf ferðamálafulltrúa fær að þróast, að hann aðstoði við uppsetningu á hátíðarhöld- um eða mótum í fjórðungnum. Ég er nú þegar byrjaður á því að undirbúa komandi sumar, samkomuhúsi þar sem kynnt verður sú þjónusta sem við bjóðum uppá hér fyrir vestan. Þar yrði reynt að nota að meg- instofni skemmtikrafta og lista- menn af Vestfjörðum. ísaf jarðarhátíð. Síðan er búið að ákveða að efna hér til hátíðarhalda líkt og gert var 1982, sem þá hét ísa- fjarðarhátíð og var aðallega helgað sjóíþróttum. Það var Djúprall hér í ísafjarðardjúpi, baujurall hérna á pollinum, þróist eitthvað og Ferðamála- samtökin eru að sjálfsögðu reiðubúin til að aðstoða áhuga- menn um byggingu tónlistar- skóla við þeirra markaði á þeim tímum sem þeir vilja halda þá. En eitt af því sem svona skrif- stofa og slíkur maður eins og ég geta gert er að sameina kraftana og koma í veg fyrir að það verði árekstrar eins og það að fleiri en einn aðili séu með sömu hlutina á sama tíma. Ég er nú þegar farinn að skrá upp samkomur og uppákomur á Vestfjörðum á herra hefur sýnt þessu velvild og er tilbúinn til þess að gera eitthvað í þessum málum, þó ekki sé vitað enn hvernig verður staðið að því. Þar sem við erum nú kannski með minnsta um- dæmið þá höfum við fallist á það að bíða eitthvað með það að fá ferðamálafulltrúa hér ef að við vitum það að hann muni koma. Okkur þykir ekki óeðli- legt að hann komi fyrst í stærri umdæmin eða þá að ferða- málafulltrúi sé ráðinn til kannski tveggja umdæma til að byrja með. Götukort. Það má kannski geta þess líka að Ferðaskrifstofa Vestfjarða hefur verið að vinna að götu- korti fyrir ísafjörð að undan- fömu og ég hef nú tekið að mér að ganga frá því og á von á því að það geti komið á markað innan eins mánaðar. Ferða- skrifstofan er líka að vinna að stórum ferðamannabæklingi fyrir Vestfirðina og það er von- sendir einn áheyrnarfulltrúa á fundi Ferðamálaráðs íslands. Það var ákveðið á fundi í vetur að reyna að koma ein- hverjum skikk á þessi ferðamál með ráðningu ferðamálafull- trúa og fyrsti vísirinn að því er þessi ráðning mín. Ég er ráðinn til tveggja mánaða í hálft starf og mitt meginverkefni á að vera að safna upplýsingum um þá aðila sem að ferðamálum standa í fjórðungnum, gera skrá yfir þá og miðla síðan upplýs- ingum til þeirra aðila sem eru að selja þetta eða hafa með þessa þjónustu að gera, eins að koma því á framfæri við al- menning hvar þessa þjónustu er að fá. Þetta er megintilgangur- inn. Ferðakynning í Reykjavík og á Akureyri. Ég er núna með í undirbún- ingi bréf til sveitarfélaga á Vestfjörðum þar sem ég óska eftir því við öll sveitarfélögin að þau veiti mér aðstoð við það að komast yfir þessar upplýsingar, annað hvort með því að þeir sendi mér skrá yfir þá aðila í þeirra byggðarlagi sem á ein- hvern hátt tengjast ferðamálum eða hafa samband við viðkom- andi aðila og láti þá hafa beint samband við mig. Ég tiltek í þessu nokkuð marga aðila. Ég er með þá sem hafa gistihús og matsölur, þar með talin einka- heimili og sveitaheimili sem þessa þjónustu bjóða, bílaleig- Islendingarnir eru bestu túristarnir því að þeir gefa svo mikið af sér —segir Úlfar Ágústsson, nýráðinn starfsmaður Ferðamála- samtaka Vestfjarða í viðtali við Vestfirska fréttablaðið mála milli Vesturlands og Vest- fjarða mjög fljótlega. Allir sem fara landleiðina til Vestfjarða fara í gegn um Vesturland og við höfum ýmis samgöngutæki sem eru sameiginleg, þannig að við eigum mjög gott með að vinna saman og óeðlilegt annað en að þarna sé gott samstarf á milli. Þjóðgarðurinn á Hornströndum. Vestfirðirnir hafa upp á svo gífurlega mikið að bjóða sem býðst ekki annars staðar, jafn- vel ekki annars staðar í heimin- um. Ég held að þetta svæði hérna sé athyglisvert og áhuga- vert fyrir ferðamenn. Spurn- ingin er mest um það hvort að fámennið sem er hérna fyrir vestan geti staðið undir þeirri þjónustu sem verður að koma á til þess að hægt sé að bjóða mönnum að koma hingað vest- ur. Við eigum t.d. þjóðgarðinn á Hornströndum, sem er gífur- lega fallegur og fjölbreyttur, bæði af lífi og náttúrufegurð, en þar er hvergi nokkurs staðar aðstaða fyrir almenna ferða- menn. Það er hvergi snyrtiað- staða í öllum þjóðgarðinum. Það hefur verið ráðinn einn maður til að hafa eftirlit með þessum stóra þjóðgarði en hann kemst að sjálfsögðu ekkert yfir það. Þarna eru nokkur skip- brotsmannaskýli opin, sem eru ætluð til þess að taka á móti sjómönnum sem verða fyrir einhverskonar áföllum, en þau eru losuð af öllum búnaði á vorin, því að margir ferðamenn eru ekki merkilegri karakterar en það að þeir stela öllum bún- aðinum úr húsunum. Það virð- ist því ekki vera hægt að notast við þá þjónustu sem þarna er, og er mjög góð sem skipbrots- mannaþjónusta, þannig að það verður að koma til einhvers- má náttúrulega segja það að það er mikill kostur að geta boðið upp á svo mikið af ó- Skútukeppni á Ísafjardarhátíð 1982. snortinni náttúru. Það er óvíða í Evrópu hægt að finna jafn stór landssvæði sem ekki eru byggð, þar sem náttúran fær að skarta sínu fegursta. Nýi vegurinn yfir Steingrímsfjarðarheiði dregur að fleiri ferðamenn. Svo er ég alveg viss um að þessi nýja leið um Steingríms- fjarðarheiði á eftir að hafa alveg gífurleg áhrif á umferð íslend- inga um Vestfirðina. Nú hefur opnast stór og mjög fallegur hringvegur um Barðastrandar- sýslu, ísafjarðarsýslur og síðan inn Djúp, yfir Steingrímsfjarð- arheiði og norður í Stranda- sýslu. Mitt álit er að við Vest- firðingar, af því að við erum nú þetta litlir og fáir, að við eigum að leggja mesta áherslu á inn- lenda ferðamenn. Þarna höfum við 250 þúsund manna markað til að vinna á. Markað sem talar sama mál og við, notar þá fjöl- miðla sem við þekkjum best og eru jafnframt bestu túristar í heimi. Það eru í rauninni engir túristar í heiminum sem eru reyna að viða að mér upplýs- ingum um það hvaða aðilar ætla að halda mót eða uppá- komur og eins líka að standa að slíkum mótum með öðrum. Ég er nú þegar búinn að hafa sam- band við Skíðaráð ísafjarðar og hef boðið þeim aðstoð við að auka fjölbreytni á 50. skíðavik- unni, sem verður núna um næstu mánaðamót, og er að bíða eftir viðbrögðum þeirra við því. Síðan er ég með í und- irbúningi ferðakynningu í Reykjavík, væntanlega í byrjun maí, og það er líklegt að sú ferðakynning verði líka á Ak- ureyri. Þá verðum við með kynningu í einhverju stóru Frá baujuralli á Pollinum á Ísafjarðarhátíð 1982. skútukeppni og sjóstangaveiði- mót. Það er gert ráð fyrir því að á þessum hátíðarhöldum, sem verða dagana 5. til 7. júlí í sum- ar, verði allir þessir sömu liðir á dagskrá, en jafnframt verði aukið við skemmtidagskrá í landi. Það er gert ráð fyrir því að á föstudagseftirmiðdaginn 5. júlí verði útimarkaður og úti- hátíðarhöld á Silfurtorgi og ef vel tekst til og það tekst að tína saman alla enda, þá er jafnvel gert ráð fyrir þvi að halda stór- an útidansleik á Silfurtorgi á laugardagskvöldið, og þá með skemmtikröftum. En þetta er ennþá í mótun og á eftir að fá aðila til að taka þátt í þessu með Ferðamálasamtökunum. Flóamarkaðir. Það hefur verið talað um það að hafa flóamarkað í byrjun maí og gefa þá almenningi kost á því að koma á Silfurtorg og selja varning sem hann hefur ekki lengur not fyrir, á ein- hverju verði. Við miðum tím- ann við það að þetta sé einhvern tíma um það leyti þegar fólk er að gera vorhreingerningar, þannig að í stað þess að henda kannski öllum þessum góðu hlutum á haugana, þá geti ein- hverjir fengið að nýta þá fyrir lítinn pening. Nú er það svo að áhugamenn um byggingu tón- listarskóla á ísafirði voru upp- hafsmenn að þessum útimörk- uðum hérna og við ætlum í sjálfu sér ekki að fara að taka það frá þeim en okkur finnst ekkert óeðlilegt þó að þetta komandi sumri og ég hvet alla til að hafa samband við mig, bæði til að láta vita hvað þeir eru að gera og eins til að fá upplýsingar um hvort það rek- ist á við störf einhverra annarra aðila á sama tíma. Við lentum t.d. í því í fyrra þegar við vorum með markaðsdagana hérna, héldum að við værum ein á báti, það var ekkert annað að gerast í bænum, þá var stórt hesta- mannamót vestur á Þingeyri. í fábreytninni hérna fyrir vestan er ástæðulaust að láta svona lagað rekast á. Þessu væri auð- velt að breyta ef skipulag væri á hlutunum. Fossavatnsgangan. Reynir Adólfsson var líka búinn að hafa samband við SRÍ um það að gera eitthvað meira úr Fossavatnsgöngunni, sem er árlegur viðburður hérna. Ég veit að Flugleiðir hafa gefið kost á því að borga undir ein- hverja þekkta göngumenn, er- lendis frá, til þess að þeir geti komið og tekið þátt í þessari göngu. Ferðamálafulltrúi í hvern fjórðung. Hugmynd þessara ferða- málasamtaka allra er að reyna að koma á embætti ferðamála- fulltrúa á vegum ríkisins í hverju umdæmi. Það verður ekki á þessu ári en menn vonast til að það verði farið að taka eitthvað á þessu máli við næstu fjárlagagerð. Samgönguráð- Hópsigling aö hefjast á Ísafjarðarhátíð 1982. ast til að hann verði líka kominn á markað fyrir sumarið. Samvinna Vesturlands og Vestfjarða. Þeir hafa verið að tala saman, formenn ferðamálasamtaka á Vesturlandi og Vestfjörðum, og ég tel það mjög líklegt að það komist á samstarf á sviði ferða- konar miðstöðvar með mönn- um og búnaði til þess að hægt sé að bjóða ferðamönnum þang- að. Þrátt fyrir þessa slæmu að- komu, þá er vaxandi fjöldi manna, og þá ekki síst útlend- inga, sem leggur leið sína þang- að norður. Það er mjög víða á Vestfjörð- um mikil náttúrufegurð og það jafn miklir aufúsugestir og Is- lendingar vegna eyðslusemi. Því skyldum við ekki reyna að notfæra okkur það því að fyrir utan það að þeir gefa mest af sér, þá vita þeir best um það hvað landið hérna er viðkvæmt fyrir ágangi og kunna betur að fara um það heldur en útlend- ingamir.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.