Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 8
í don cano GLANSHETTUGALLAR Stærðir 6 tU XL—Verð frá kr. 3.335,00 STAKAR BUXUR Stærðir 6 til XL — Verð frá kr. 1.225,00 <! SFORTHIAÐAN H.F. SILFURTORGI 1 400 ÍSAFIRÐI SÍMI 4123 ! I vesttirska' FRETTABLAÐIS j hefur i heyrt |AÐ sundlaugin í hinni nýju ■ endurhæfingardeild Fjórð- J ungssjúkrahússins á (safirði I sé sú eina á landinu sem ekki I fæst opnuó vegna ónógra I brunavarna. ■AÐ Flugfélagið Ernir hyggist I bæta við sig með því að taka I upp áætlunarflug til Stykkis- I hólms. Ernir hefur fengið út- I hlutað leyfi til flugrekstrar á I þessari leið en ekki hefur ver- I ið ákveðið hvort, eða hvenær Jáætlunarflug hefst. |AÐ vandræðaástand sé á imörgum flugvöllum á Vest- Ifjörðum vegna aurbleytu. Til Jdæmis varð að skilja alla far- I þega og flutning eftir á Bíldu- |dal á mánudaginn til að flug- |vél Ernis kæmist á loft af Iþungri og blautri brautinni. Frá afhendingu bókagjafarinnar. Höfðingleg bókagjöf — til Fjórðungssjúkrahússins á ísafirði AB gaf sjúkrahúsinu 103 Sjúkrahúsinu á fsafirði hefur bækur og mun Bæjar- og hér- borist höfðingleg gjöf frá Al- aðsbókasafnið á ísafirði sjá um menna bókafélaginu, í tilefni af útlán bókanna til sjúklinga á 10 ára afmæli Bókaklúbbs AB. sjúkrahúsinu. Mjölvinnslan í Hnífsdal: Gaf milljón til tækjakaupa Síðastliðinn föstudag var blaðamönnum og fleirum boðið til fundar í fundarsal Fjórð- ungssjúkrahússins á ísafirði, og var þessi fundur haldinn til að þakka höfðinglega gjöf til sjúkrahússins frá Mjölvinnsl- unni hf í Hnífsdal. Umrædd gjöf var ein milljón króna, ætluð tii tækjakaupa. Einar Hjaltason yfirlæknir kynnti fyrir mönnum hvað búið væri að kaupa síðan gjöfin barst í desemnber 1983 og þakkaði fulltrúum Mjölvinnslunnar, þeim Jóakim Pálssyni fram- kvæmdastjóra og Guðmundi Guðmundssyni stjórnarfor- manni fyrir þessa rausnarlegu gjöf. Meðal þess sem búið er að kaupa má nefna mælitæki til að fylgjast með hjartslætti og hita sjúklings á meðan skorið er upp, tæki til að brenna fyrir æðar og til að brenna sundur æxli, magaspeglunartæki, hjartalínuritstæki, sög til að saga sundur bein og geisla- skammtara við röntgentæki. Með áunnum vöxtum eru nú eftir kr. 439.689.10 og er ætl- unin að halda áfram að kaupa tæki. Einar sagðist búast við að næsta tæki sem keypt yrði væri kviðarholsspeglunartæki. Til þess að standast samanburð við önnur sjúkrahús sagði Einar að þyrfti að hafa yfir að ráða full- komnustu tækjum og væri þetta því ómetanlegur stuðningur sem í þessari gjöf fælist. Jóakim Pálsson, Einar Hjaltason og Guðmundur Guðmundsson. © PÖLLINN HF Isafiröi Sími3792 ACORN ELECTRON EIN ALLRA BESTU TÖLVUKAUPIN í DAG! o Electrontölva oLitaskjár o Segulband oi5forrit Á ótrúlegu verði. Allur pakkinn á kr. 17.950,00 st.gr. o Það bjóða ekki aðrir betur o Electron notar hið viðurkennda BBC-Basic Diskadrif væntanleg næstu daga FRETTABLASIÐ ERNIR P ISAFIROI Símar 3698 og 3898 BILALEIGA Bikarkeppnin í Alpagreinum: Guðmundurefstur í karlaflokki —Ólafur og Ásta efst í flokki 13—14 ára í Alpagreinum er nú lokið þremur mótum hjá fullorðnum og tveim mótum hjá unglingum. Þá er ólokið einu móti hjá full- orðnum og unglingum 15 — 16 ára, fvrir utan landsmót. I flokki 13 — 14 ára er aðeins eftir að keppa á landsmóti. Staðan í Bikarkeppninni er nú þessi: STÚLKUR, 13 — 14ÁRA 1. Ásta B. Halldórsdóttir, I 74 2. Guðrún H. Ágústsdóttir. S 70 3. Ágústa Jónsdóttir, I 49 PILTAR, 13 — 14ÁRA 1. Ólafur Sigurðsson. í 95 2. Jón Harðarson, A 58 3. Jóhannes Baldursson, A 51 STÚLKUR 15— 16ÁRA: 1. Gréta Björnsdóttir, A 56 2. Helga Sigurðsdóttir, A 50 3. Kristín Jóhannsdóttir, A 44 PILTAR, 15 — 16ÁRA 1. Valdimar Valdimarsson, A 60 2. Brynjar Bragason, A 50 3. Kristinn Grétarsson, 1 36 KARLAR 1. Guðmundur Jóhannsson. I 135 2. Daníel Hilmarsson, D 110 3. Ámi Þór Árnason, R 73 4. Guðmundur Sigurjónsson. A 60 5. Helgi Geirharðsson, R 57 6. Ólafur Harðarson, A 53 KONUR 1. Snædís Úlriksdóttir, R 135 2. Guðrún H. Kristjánsdóttir, A 135 3. Tinna Traustadóttir, A 101 4. Bryndís Viggósdóttir, R 80 5. Signe Viðarsdóttir, A 68 6. Ingigerður Júlíusdóttir, D 39 Verkfall er hafiö hjá þeim fé- I lögum í Sjómannafélagi ísa- | fjarðar sem eru á togurum. | Togararnir eru allir á sjó, nema I Guðbjartur sem er í slipp og I stöðvast þeir því ekki fyrr en J þeir koma næst í land. Verkfall | undirmanna á öðrum fiskiskip- I um sem eru yfir 30 lestir hefst I 31. þ.m. og líklega stöðvast 1 togararnir þá um svipað leyti ef 2 ekki verður búið að semja. I Sáttafundur var haldinn á I laugardaginn og lauk honum | án þess að nokkuð gengi sam- 1 an. Sáttasemjari hefur ekki 2 boðað nýjan fund í deilunni. Rækjusjómenn á Arnarfirði I mokveiddu á þriðjudaginn eftir I að veiði hefur verið frekar 1 dræm það sem af er vetrar. Um helgina kemur Sigurvon 2 til heimahafnar á Suðureyri eft- ■ ir gagngerar endurbætur í I Reykjavík. I BESSI var í slipp í síðustu viku • en er nú farinn á veiðar. GUÐBJARTUR er í slipp. PÁLL PALSSON er í hafrann- sóknarleiðangri. GUÐBJÖRG er á leið heim úr siglingu og fer líklega beint á veiðar til að forðast stöðvun vegna verkfalls. JÚLÍUS GEIRMUNDSSON landaði á mánudaginn 177 tonnum af þorski. DAGRÚN er á veiðum. HEIÐRÚN landaði um 40 tonn- um af þorski á þriðjudag. SÓLRÚN landaði á mánudag- inn 65 tonnum af rækju og er það stærsti farmur sem hún hefur borið að landi úr einni veiöiferð. ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR fer sennilega á veiðar í dag eftir að hafa legið biluð í höfn um nokkurt skeið. GYLLIR landaði tæpum 150 tonnum af þorski á laugardag- inn. FRAMNES I. kom í land í morg- un. SLÉTTANES er að fiska í sigl- ingu. Selur í Þýskalandi 2. apríl. SÖLVI BJARNASON kom inn með um 65 tonn, mest þorsk, í gær. TÁLKFIRÐINGUR landaði 60 tonnum af þorski á mánudag- inn. SIGUREY landaði rúmum 50 tonnum af þorski á mánudag- inn. HAFÞÓR landaði um 15 tonn- um af rækju í gær. BILALEIGA Nesvegi 5 - Súðavik S 94 - 4972 - 4932 Grensasvegí 77 - Reykjavik S 91-37688 Sendum bílinn Opið altan sójarhrínginn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.