Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 1
12. tbl. 11. árg. vestfirska 28. mars 1985 FR h—. 'T/i iBLASIS EIMSKIP ' STRANDFLUTNINÍ Sfmar: Skrifstofa 45! Vöruhús 45! +|1 iAR 55 56 MS MÁNAFOSS Á ÍSAFIRÐI AÐ SUNNAN, ALLA ÞRIÐJUDAGA AÐ NORÐAN, ALLA FÖSTUDAGA IHATIÐARMATINN Þegar þú kaupir inn til hátíðarinnar, þá skaltu renna við hjá okkur og líta á kjötborðið. STORKOSTLEGTMATVORUURVAL Sinarffuðfjinnssoyi k £ gími J200 - 1(15 Sol u.Híja’iOíli Vestfjörðum: Sáttafundur í dag Stéttarfélög undirmanna á fiskiskipum á Vestfjörðum hafa lagt fram kröfur í kjaradeilu við Útvegsmannafélag Vestfjarða og eru kröfurnar í meginatriðum samhljóða kröfum Sjómannafé- lags Isfirðinga. Sáttasemjari hefur boðað fund sem hefjast átti klukkan 14:00 í dag, milli ASV, sem fer með samningsumboð félaganna á Vestfjörðum utan Isafjarðar, og Útvegsmannafélagsins. Enn situr við sama í deilu Sjó- mannafélags ísfirðinga og út- vegsmanna og allt bendir til þess að verkfalli verði fram haldið. Vestfirskir sjómenn utan ísa- fjarðar hafa ekki boðað verk- fall. Sölvi á uppboð? Fiskveiðasjóður íslands hefur farið fram á að togarinn Sölvi Bjarnason BA 65 verði seldur á nauðungaruppboði vegna skulda við fiskveiðisjóð. Starfsfólk í fiskvinnslu: Krefst skatta- frádráttar í Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal og e.t.v. víðar, er farin af stað undirskrifta- söfnun meðal fiskvinnslu- fólks þar sem skorað er á stjórnvöld að veita fisk- vinnslufólki skattafrádrátt, líkt og sjómenn hafa. Áskorunin hljóðar svo: „Við undirrituð, sem störf- um í fiskvinnslu, skorum á háttvirt Alþingi að gera þær breytingar á skattalögum að I verkafólk í fiskvinnslu fái skattafrádrátt á sama hátt og fiskimenn, sem héti þá fisk- vinnslufrádráttur. Þar sem í mörgum tilfellum vinnur verkafólk miklu lengri vinnutíma en það kærir sig um til að bjarga verðmætum fyrir þjóðarbúið.“ Einar Garðar Hjaltason, verkstjóri í Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal segir að erfiðlega gangi að manna fiskvinnslu- húsin og því séu þau ekki rekin með fullum afköstum. Ef það tækist með skatta- lækkunum að fá fleira fólk til að vinna við fiskvinnslu myndi það skila sér til baka í auknum gjaldeyristekjum til hagsbóta fyrir þjóðarbúið. ImBBBBMBnaaamM ■■■■ Eigandi Sölva er Tálkni hf á Tálknafirði, en hann hefur undanfarið eitt og hálft ár verið í leigu hjá Hraðfrystihúsinu á Bíldudal og lagt þar upp afla sinn. Annar af helstu hluthöf- um Tálkna hf, Ársæll Egilsson, sagði í samtali við Vf að skuldir þær er hvíla á togaranum væru hátt á annað hundrað milljóna og umtalsvert hærri en raun- virði skipsins, sem er byggt árið 1980 og hefur alltaf fiskað í ágætu meðallagi. Ársæll sagðist reikna með að skipið yrði boðið upp í næsta mánuði. Óvíst er um það hvað af skipinu verður ef af uppboði verður, en víst er að ef Bílddælingar missa það frá sér missir fjöldi fólks í landi atvinnu sína. k I! i Thor Vilhjálmsson heimsótti ísafjörð um síðustu helgi í boði Menningarráðs ísafjarðar. í farteskinu hafði hann myndir sem hann hefur málað og eru þær til sýnis í Slunkaríki, sýningarsal Myndlistarfélagsins á Isafirði. Á laugardaginn var svo kynning á verkum Thors í hinu nýja bókasafni M. í.. Þar flutti Matthías Viðar Sæmundsson (lengst til vinstri) fyrirlestur um verk Thors, og Thor og Rúnar Guðbrandsson lásu úr verkum skáldsins. Á myndinni sést Thor lesa upp úr einni bóka sinna. Mynd: Hrafn Snorrason. Flateyri: Félagsheimilið tekið í notkun — Ýmsar framkvæmdir fyrirhugaðar á vegum hreppsins Frumvarp að fjárhagsáætlun Flateyrarhrepps hefur verið lagt fram og er fyrri umræðu lokið. Kristján Jóhannesson, sveitar- stjóri var spurður um helstu framkvæmdir sem í gangi væru eða fyrirhugaðar á vegum hreppsins. íþróttahús er í byggingu og er gert ráð fyrir því að það verði fokhelt á þessu ári. í haust verður sett niður 55 metra langt stálþil í bátahöfninni. Tvær götur, Tjarnargata og Hjalla- vegur, fá bundið slitlag og er ætlunin að reyna svokallað Otta-dekk, sem víða hefur verið Frumvarp Magnúsar Reynis: Ríkið taki þátt í byggingu tónlistarskóla Magnús Reynir Guðmunds- son, bæjarritari og varaþing- maður Framsóknarflokksins í Vestfjarðakjördæmi, hefur lagt fram á Álþingi frumvarp, þar sem lagt er til að ríkið taki þátt í byggingu tónlistarskóla til jafns við sveitarfélög á hverjum stað. Eins og er greiða sveitarfélög laun kennara við tónlistarskóla og ríkið endurgreiðir svo sveit- arfélögum helming launakostn- aðar. Annar reksturskostnaður skólanna er greiddur með skólagjöldum, sem yrðu ó- heyrilega há ef þau ættu að standa undir kostnaði við út- vegun húsnæðis skólanna. Þarna telur Magnús eðlilegt að ríkið komi til móts við viðkom- andi sveitarfélag með því að leggja fram sömu fjárhæð og sveitarfélagið. í þessu sambandi má minna á það að Tónlistarfélag ísafjarðar hyggst hefja byggingu tónlist- arskólahúss í vor og myndi það eflaust skipta sköpum fyrir þá byggingu ef þetta frumvarp Magnúsar Reynis yrði þykkt á þingi. lagt á þjóðvegi og í þéttbýli, en það er mun ódýrara en aðrir kostir. Um helgina var félagsheimil- ið tekið í notkun eftir talsverðar endurbætur sem gera varð vegna skemmda sem urðu á húsinu í fyrra. Þá sprakk vatns- leiðsla og olli miklum skemmd- um. Kristján sagði aðalvandamál Flateyringa vera það að þangað vantaði alltaf vinnuafl, og þá sérstaklega í fiskvinnslu. Bruna- útkall en enginn eldur sam- Torgsala j Slökkviliðið á Isafirði var I kallað út milli klukkan 8 og 9 I á föstudagsmorguninn. J Reykskynjari í frystigeymslu ■ Niðursuðuverksmiðjunnar J hafði farið í gang og sett af ■ stað sjálfvirkt boðunarkerfi. Styrktarsjóður byggingar tónlistarskóla á ísafirði verður með torgsölu miðvikudaginn 3. apríl klukkan 15:00. Á boðstólum verður kakó og lummur og einnig verða seldar páskagreinar, þ. e. greinar af birki, ösp og víði sem hafa verið teknar inn í hita fyrir nokkru og eiga að springa út um páska- leytið. E.t.v. verða einhverjar ó- væntar uppákomur ef veður leyfir. Fréttatilkynning. Þegar komið var á staðinn kom í ljós að engin hætta var á ferðum heldur hafði reyk- skynjarinn farið í gang vegna þess að verið var að rafsjóða í frystigeymslunni og hafði gleymst að aftengja boðun- arkerfið.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.