Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 2
2 vestfirska “I FRETTABLAÐID vestíirska ITTABLADID Vestfirska fréttablaöið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka aö Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 17:00. Síminn er 4011. Ritstjóri: Árni Sigurðsson. Blaðamaður Yngvi Kjartansson Stórholti 17, sími 4432. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan (srún hf. (safirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Sigurður Ólafsson, form. Sjómannafélags ísfirðinga: Vegna viðtals við Kristján Ragnarsson TILVISUN: Viðtal við framkvæmdastjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna, Kristján Ragnarssoní Morgunblaðinu föstudaginn 15. mars s.l. Þó að ég hafi ásett mér að standa ekki í blaðaskrifum, með- an félag það sem ég er formaður fyrir, Sjómannafélag ísfirðinga, á í vinnudeilu, er ekki annað hægt en að taka sér penna í hönd til að leiðrétta rangtúlkanir þær, er fram koma í umræddu viðtali við K.R. Þó svo að sjómenn og aðrir þeir er til þekkja sjái strax að þessi nýráðni blaðafulltrúi Út- vegsmannafélags Vestfjaróa, hefur með þessu viðtali lítið ann- að gert, en að reka hornið í sinn eigin rass, finnst mér rétt að skýra okkar sjónarmið fyrir al- menningi. „ísfirskir sjómenn vilja meira en aðrir — eru þó með tekjuhæstu sjómönnum á landinu." „Útvegsmenn á ísafirði eru ekk- ert betur staddir, en aðrir út- gerðarmenn á landinu." Við fáum ekki séð hvernig það getur samrýmst hlutaskipta- reglu, að sjómenn á ísafirði séu meðal hlutahæstu sjómanna landsins, án þess að í sama hlut- falli fái útgerðarmenn meir í sinn hlut, að auki er kostnaðarhlut- deild svo og stofnfjársjóðsgjald, einnig % ofan á verðlagsráðs- verð. Þar fyrir utan er stór hluti tog- araaflans, ekki aðeins okkar Vestfirðinga, heldur alls togar- afla landsmanna veiddur á Vest- fjarðamiðum. Nálægð okkar við fiskimiðin hlýtur því að skila sér í minni olíueyðslu við að ná í hvert kíló af fiski. Botnlag Vestfjarðamiða er orðið þrælslípað vegna áraraða togveiða, íslenskra sem erlendra togara, veiðarfærakostnaður er því einnig í lágmarki. Það hlýtur því að skýra sig sjálft, að útgerðarmenn á ísafirði með sína fjóra skuttogara, er stunda bolfiskveiðar, sem allir eru í hópi aflahæstu skipa lands- ins, eru langt um betur staddir, en þeir viðmiðunarútgerðar- menn er Þjóðhagsstofnun tekur tillit til í sínum útreikningum, að afloknu grátkvaki L.Í.Ú. um slæma stöðu útgerðar. Hins vegar er lítill vandi að taka meðaltalshlut á togurum okkar, það segir sig sjálft að meðan þeir afla vel er hlutur einnig yfir með- altali. En það má ekki gleymast að hér á ísafirði er rekin marg- vísleg útgerð, ég gæti til dæmis tekið rækjusjómenn í (safjarðar- djúpi, nú búa þeir við stórfellda skerðingu á aflamagni og vegna þess að þeir hafa stundað rækjuveiðar og vegna þeirrar kvótaskiptingar sem nú ríkir, fá þeir nær engan bolfiskafla í kvóta sinn. Þeir geta því á engan hátt bætt sér upp þá kjaraskerð- ingu er þeir verða fyrir, nema með að leita á annan vinnu- markað. Tæki ég þennan hóp til viðmiðunar, er ég hræddur um að fá út allt aðra tekjustöðu, en framkvæmdastjóri L.Í.Ú., en ég kann ekki við að notfæra mé slíkar reikningsaðferðir. „Eftir að sættir hafa tekist á nærri öllu landinu ætla sjómenn á ísafirði einir og sér að skerast úr leik. Þrátt fyrir að þeir fái allt það, sem aðrir hafa fengið.“ Slík fullyrðing og það af hálfu jafn reynds manns í samninga- málum og Kristján Ragnarsson er og leyfir sér í þessum orðum að bera fram fyrir alþjóð, lýsir best hvílíkum moldvörpuhugs- unarhætti samningsaðilar okkar eru haldnir. Ég veit ekki betur en hvert einstakt verkalýðsfélag sé sjálfstæður samningsaðili, við fáum ekkert sjálfkrafa og höfum ekkert fengið utan þeirra kjara- skerðinga, sem útvegsmenn hafa grátið yfir sjómannastétt- ina.með síauknu fjármagni teknu utan skipta, með lagabreyting- um. Við fáum ekki hækkun kauptryggingar, lagfæringu á líf- eyrissjóðsréttindum eða aðrar þær leiðréttingar er um samdist á öðrum stöðum landsins, fyrr en við höfum samið um þær, aðeins þær lagfæringar er gerðar voru með lagabreytingum. Stað- reyndin er því sú, að þangað til við höfum sest niður, samið og undirritað nýja kjarasamninga, eru sjómenn á Vestfjörðum með lökustu kjör sjómannastéttar þessa lands. „Mér finnst með ólíkindum hvað menn fara gáleysislega með verkfallsvopnið.“ Þarna bregður. K.R. gamalli og mjög vinsælli plötu atvinnu- rekenda á fóninn. Þar eð við er- um nú með lökustu kjör sjó- manna landsins og unum því ekki, Útvegsmannafélag Vest- fjarða vill alls ekkert við okkur ræða, þá hlýtur það að vera matsatriði hvenær er gripið til verkfallsvopnsins í okkar tilfelli er það ekki gert fyrr en í algeru neyðartilviki. „Útvegsmenn töldu að þetta samrýmdist ekki því kaup- greiðslukerfi að fá hlut af afla og er einstakt. Þeir telja að þótt menn hafi verið mislengi í starfi eigi þeir ekki að fá mismikið a hlut á sama skipi.“ í þessu tilviki virðist K.R. mis- skilja kröfur okkar, annað hvort af ásettu ráði eða hreinu skiln- ingsleysi. Þó honum hafi tekist að láta þessa kröfu detta upp fyrir borð í þeim samningavið- ræðum er hann átti nýlega í, nær hann sem betur fer ekki enn til að blása henni út af okkar borði. I okkar kröfu förum við ekki á neinn hátt fram á mismun á hlut, eða breytingu á skiptaprósentu, heldur aðeins það að starfs- reynsla sjómanna sé einhvers metin, líkt og allra launþega- stétta landsins. Við teljum þetta ekki beina launakröfu, heldur al- menna mannréttindakröfu. Við fyrstu sýn virðist þetta að vísu fela í sér krónutöluaukningu á launaliðum útgerðar, en við teljum að hljóti að skila sér aftur í formi aukins aflaverðmætis, vegna vinnu reyndra manna í stað nýliða og með tilliti til pró- sentuhlutfalls hlutaskipta í enn auknari mæli til útgeröar. Byrj- unarkrafa okkar í komandi samningaviðræðum eru laun Framhald á bls. 6 UTSALA I VEFNAÐARVORUDEILD OG SPORTVÖRUDEILD Peysur, 20% til 50% afsláttur Melka jakkar, 20% afsláttur Melka frakkar, 20% afsláttur Dömukápur og jakkar, 25% afsláttur Barnaúlpur, 20% afsláttur Skíðaskór, allt að 55% afsláttur UTSALAN STENDUR AÐEINS TIL PÁSKA Sinar ffuðfjinnsscm k. Bolungarvík — Sími 7200

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.