Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 4
4 vestfirska TTABLAOZS Starfsfólk Starfsfólk óskast að Leikskólanum í Hnífsdal. Um er að ræða tvær 65% stöður. Vinnutími er frá 13:00 — 18:00 alla virka daga. Önnur staðan er laus frá 1. maí, hin 1. júní. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 3565. Bæjarstjórínn. VEGAGERÐ RÍKISINS Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í Landgræðslu 1985 og 1986. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík og á umdæmisskrifstof- um úti á landi frá og með 25. mars n.k. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14:00 þann 15. apríl 1985. Vegamálastjórí. Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í verkið Flateyrarvegur 1985, lengd 4,3 km., burð- arlag 8000 m3. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerð ríkis- ins, Dagverðardal, ísafirði, frá 1. apríl 1985. Tilboðum skal skila fyrir kl. 14:00 þann 15. apríl 1985. Vegamálastjórí. Saumastofna Hleinar óskar eftir að taka á leigu 80 — 100 m2 iðnaðarhúsnæði á ísafirði. Upplýsingar í síma 4570. Útboð Kaupfélag Dýrfirðinga, Þingeyri óskar eftir tilboðum í byggingu viðbyggingar við Hraðfrystihúsið á Þingeyri. Húsið er 144 ferm. að grunnfleti, tvær hæðir. Útboðsgögn verða afhent á Teiknistofu Sambandsins, Lindargötu 9a, Reykjavík, og á skrifstofu Kaupfélags Dýrfirðinga, Þingeyri, gegn skilatryggingu, kr. 2.000,-. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Kaupfé- lags Dýrfirðinga, Þingeyri, þriðjudaginn 16. apríl kl. 14:00. Kaupfélag Dýrfirðinga, Þingeyri. Húsnæði óskast Óska eftir 2 — 3 herb. íbúð frá 1. júní n. k. Upplýsingar á Fræðsluskrifstofu Vest- fjarða, sími 3855 eða heima, sími 3905. Valborg Oddsdóttir sérkennslufulltrúi. Bergsveinn Auðunsso Sameina Bergsveinn Auðunsson. Þegar menn legRja til breytingar á veigamiklum stofnunum í samfélaginu eins og skólum, þurfa sem flestir að vera sammála um að þær breytingar standi til bóta. Undanfarin misseri hafa miklar umræður farið fram í nefndum á vegum bæjarins, um skipulagsmál grunnskólanna á Isafírði. Fyrst í skólanefnd, síðan í tvegftja manna nefnd og nú síðast í fimm manna nefnd, sem hefur sér til ráðuneytis deildarstjóra úr menntamálaráðuneytinu. Sú nefnd hefur haldið tvo fundi þar sem kennarar annars vegar og foreldrar barna úr Hnífsdal hins vegar hafa fengið tækifæri til að hlýða á fyrirætlanir nefndarinnar og koma á framfæri spurningum til hennar. Telja má eðlilegt að foreldrar á Isafirði fái einnig slíkt tækifæri á næstunni. ÆSKILEG SKOLASTÆRÐ — SAMANBIJRÐLR VIÐ ÖNNUR SVEITARFÉLÖG Ég tel það skyldu mína, þegar svo veigamiklar breytingar eru lagðar til á stofnun þeirri er ég veiti forstöðu og varða daglegt líf og framtíð æsku þessa bæjar, að segja skoðun mína á þeim opinberlega. Ég tel að engar breytingar megi gera á stærð og skipulagi skóla, án þess að nemandinn sé hafður í brenni- depli og gengið sé fyrst og fremst út frá hans þörfum. Meðal skólamanna er sú skoðun útbreidd, að æskileg hámarksstærð skóla sé um 500 nemendur. Ástæður eru ýmsar og niun ég geta þeirra helstu. a) í skóla af þessari stærð eru samskipti manna persónuleg. b) Sérstofur ná fullri og eðlilegri nýtingu. í sameinuðum skóla hér yrðu um 650 nemendur. Þá þyrfti 2 stofur af hverri gerð sérstofa, nema í eðlis- og efna- fræði, þar þyrfti aðeins eina. Þannig að ekki er um samnýt- ingu að ræða, nema þar. c) Stjórnendur skóla af þessari stærð eiga að geta haft gott eft- irlit með nemendum hans og starfsfólki. Stutt þá persónulega og aðstoðað í námi og starfi. d) Kennarafundir og samstarf kennara er markvissara þar sem hámark 20 — 25 kennarar eru saman komnir. í sameinuðum skóla hér yrði um að ræða 40 — 45 kennara hóp. ER SAMEINING SKÓLA TRYGGING FYRIR BETRI KENNSLU OG MEIRI SAM- VINNU UM MÁLEFNI NEM- ENDA? Öllum má ljóst vera að sam- starf á milli skóla í sama skóla- héraði eins og hér á ísafirði þarf að vera gott og e.t.v. meira en það er nú. En sameining þarf ekki að vera forsenda góðrar samvinnu. Heldur tel ég hyggi- legra við okkar aðstæður, að nýta skóla af heppilegri stærð, og samvinnu á milli skóla sem hafa nemendur á misjöfnum aldri. Hver skóli fyrir sig verður sérhæfðari. En vert er að vekja athygli á því að grundvallar- munur er á kennslufyrirkomu- lagi í 1. til 6. bekk (barnaskóli) annars vegar og 7. — 9. bekk (gagnfræðaskóli) hins vegar. í yngri deildum byggist kennslan mest á því að einn kennari er með börnin, en hjá þeim eldri á fagkennslu, en þá koma margir kennarar við sögu á hverjum degi. Til þess að auka skilning og þekkingu á milli skólanna og samhæfa starf þeirra að ein- hverju marki, kæmi vel til greina að hafa sameiginlega fundi, þegar það á við. ÁHRIF SAMEININGAR Á STJÓRN OG EFTIRLIT I SKÓLANUM Áhrif sameiningar yrðu veruleg á stjórn skólans. í stað þriggja skólastjóra og eins yfir- kennara, kæmi einn skólastjóri, einn yfirkennari og útibússtjóri 1 stuttu máli hyggst nefndin leggja til við bæjar- stjórn, að grunnskólarnir þrír verði sameinaðir á þessu ári. Utbúin verði ein sameiginleg kennara- stofa fyrir kennara sem kenna á Eyrinni. Engar aðr- ar framkvæmdir verði á þessu ári. Ef við lítum til bæja af svip- aðri stærð og ísafjörður er, kemur í ljós að hvergi eru uppi hugmyndir um sameiningu. Má þar nefna til dæmis Selfoss, Seltjarnarnes, Garðabæ, Húsa- vík og fleiri. Aðeins á einum stað, Siglufirði, hefur slíkt verið gert. En þar eru aðstæður mjög ólíkar því sem hér eru. I fyrsta lagi eru nemendur meira en helmingi færri, eða um 300 alls. í öðru lagi er tiltölulega langt á milli skólahúsanna. Þar eru 13 til 15 ára nemendur í sérhúsi eins og hér. Fyrirfáeinum misserum urðu talsverðar sviptingar í húsnæð- is- og skipulagsmálum skólanna í Kópavogi og sýndist sitt hverjum. Þó voru allir sammála um eitt, enginn grunnskóli þar mátti verða fjölmennari en 500 -- 550 nemendur og var skóla- fjöldi og skólagerðir miðaðar við það í framtíðinni. Á meðan þrefað er um framtíðarskipan skólan í Hnífsdal. Myndi það út af fyrir sig veikja mjög stjórn skólans. Skólastjóri ætti nokkuð erfitt með virkt eftirlit og ráðgjöf við kennara og nemendur og kæmi það í hlut yfirkennara að veru- legu leyti. Hann þyrfti að skipta sér mjög mikið þar sem nem- endur yrðu 650 á misjöfnum aldri og þroska. Kennarar yrðu 40 — 45 eftir stöðuhlutföllum. Þvert á móti tel ég brýnt að styrkja stjórnun og aðstoð við nemendur og kennara í skólan- um. Það er keppikefli hvers skóla að hafa sem flesta kennslu- og uppeldismenntaða starfsmenn í sinni þjónustu. Hvers vegna vilja menn á ísa- firði afþakka að fá slíka starfs-

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.