Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 7
vesttirska rRETTABLADlD Þakka skipasmíðastöð í síðasta tölublaði Vestfirska fréttablaðsins var sagt frá sjó- setningu báts, Guðmundar B. Þorlákssonar ÍS 62, sem hafði verið í endurbyggingu í Skipa- smíðastöð Marsellíusar hf. Einar Jónsson, annar aðal- eigenda bátsins, hafði samband við blaðið og vildi koma á framfæri þökkum til Skipa- smíðastöðvarinnar, sem að hans sögn vann allar þær breytingar sem gerðar voru á skipinu, óað- finnanlega og sagðist Einar aldrei hafa komið í fyrirtæki þar sem væri jafn góður mann- skapur. Vinnan hefði verið sér- staklega vönduð og undir þeim kostnaðaráætlunum sem gerðar hefðu verið. Faðir Einars, Jón Oddsson, kemur til með að verka hluta * AÐALFUNDUR Hf. Eimskipafélags Islands verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, fimmtudaginn 18. apríl 1985, kl. 14:00. aflans í harðfisk á Gerðhömr- um við Dýrafjörð, en afgangin- um er landað á Þingeyri. Heimsókn til Hersins Um páskana fær Hjálpræðis- herinn hér í bæ góða heimsókn. Um er að ræða hópa frá Akur- eyri og Reykjavík sem koma saman á ísafirði til Páskamóts. Slík mót eru árviss viðburður hjá Hjálpræðishernum, en í ár var ákveðið að mótið skyldi haldið á ísafirði, en það eru 8 ár síðan slíkt mót var haldið hér síðast. Með hópnum kemur einnig ræðumaður frá Noregi, major Conrad Örsnes. -------------DAGSKRÁ------------------ 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Lagðar fram til fullnaðarafgreiðslu tillögur til breytinga á 4. gr. samþykkta félagsins. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavik frá 12. apríl. Reykjavík, 16. mars 1985 STJÓRNIN EIMSKIP Framkvæmdastjóri Starf framkvæmdastjóra Ferðaskrifstofu Vestfjarða er laust til umsóknar. Skriflegar umsóknir skulu berast Reyni Adólfssyni fyrir 1. apríl n. k., en hann veitir allar upplýsingar um starfið. Ferðaskrifstofa Vestfjarða Hafnarstræti 4, 4(X) ísafjörður Sími 94-3457 7 Af þessu tilefni verða haldnar opinberar samkomur í sal Hjálpræðishersins skírdag, föstudaginn langa og páskadag. (Sjá auglýsingu). Einnig mun hópurinn taka þátt í föstumessu í ísafjarðarkirkju á skírdag. Einnig munu aðrir staðir í bænum verða heimsóttir og vel viðrar mun kannski verða hægt að sjá og heyra hópinn á götum úti. KAUPFÉLAG ISFIRÐINGA Páska- tilboð okkar í ár: Kjúklingar, 5 stk í poka Aðeins 199,00 kr. pr/kg og svo allt kjöt í páskamatinn: Nautakjöt Lambakjöt Svínakjöt Fuglakjöt og hangikjöt beint úr ofninum Matvöruverslanir Kaupfélags ísfirðinga VESTFIRÐINGAR ATHUGIÐ! Helgina 29. mars - 1. april verdur Heidar Jónsson snyrtir í versluninni og leidbeinir vidskiptavinum um val og notkun á snyrtivörum. Var ad taka upp mikid af nýjum vörum. Sendum í póstkröfu KRISMA VEITING\SMjURINN DOKKRn Fimmtudagur: Opið kl. 21:00 — Ebony Eyes, sú sem slær í gegn í Reykjávík. Föstudagur og laugardagur: Opið kl. 21: — 3 Sunnudagur: Gunnar Hólm og Silli spila fyrir matargesti. Rock&Co spilar lög frá 7. áratugnum. Húsið opnað fyrir aðra en matargesti kl. 22:30. ATHUGIÐ: Á föstudag og laugardag er spariklæðnaður. Munið nafnskírteinin.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.