Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 8
8 Bolungarvíkurkaupstaður Útboð Bæjarsjóður Bolungarvíkur óskar eftir til- boðum í innimálun í Ráðhúsi Bolungarvík- ur. Útboðsgögn verða afhent á Tæknideild Bolungarvíkurkaupstaðar og Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen hf., Aðalstræti 24, ísafirði, mánudaginn 1. apríl n. k. gegn 500,00 króna skilatryggingu. Tæknideild. Útboð Hafnarsjóður Bolungarvíkur óskar eftir til- boðum í smíði 5 flotholta fyrir flotbryggju. Útboðsgögn verða afhent á Tæknideild Bolungarvíkurkaupstaðar og Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen hf., Aðalstræti 24, ísafirði, miðvikudaginn 3. apríl n. k. gegn 500,00 króna skilatryggingu. Tæknideild. Eigum fyrirliggjandi: Lensidælur, 12v. m/flotrofa, kr. 1.940,- Handdælur, vængjadælur Vi’ — %" — 1" Bjarghringi, baujuljós Bátasaum, spíkara Bakjárn, botnmálningu Blackfernis, tjömhamp Togblokkir, heisiblokkir Rustfría maskínubolta Rustfría borðabolta Rustfría snittteina Rustfríar boddýskrúfur Rustfríar vængjarær og hetturær Handfæraöngla no. 11, alla liti PVC plastslöngur W — W' — 3/4" — 1" — 1V4" — IV2" SKIPASMÍÐASTÖÐ MARSELLÍUSAR h(. Símar: Skrifstofa 3575 - Lager 3790 Nnr. 8164-7135 - Pósthólf 371 400 ísafirði Síminn okkar er 4011 I vestfirska I FRETTABLADID Smáauglýsingar TIL SÖLU í 2222, Volvo 244 GL, árgerft 1980, sjálfskiptur. Fallegur og góður bíll. Upplýsingar veitir Jóhannes G. Jónsson, heimasími 3542, vinnusími 3870. | TIL SÖLU Datsun 120 A Fll, árgerð 1976, skoðaður 1985, nýsprautaður. ■ Einnig Silver Cross barn- avagn með stálbotni. Upplýsingar I síma 4535. ÓSKA EFTIR AÐ KAUPA BÁT Sóma 700 — 800 eða sam- bærilegan bát. Upplýsingar í síma 4410 eftir kl. 19:00. SÖLUSKIPTI íbúð óskast á ísafirði í skiptum fyrir 3 herbergja íbúð á Seltjarnarnesi. Upplýsingar I síma 3534. TIL SÖLU Mazda 929, árgerð 1976, ógangfær. Verð kr. 15.000,00. Upplýsingar í síma 4391 á kvöldin. VIDEO Höfum fengið fullt af nýju efni. Allt VHS. Opið alla daga frá kl. 19:00 — 21:00. Lokað sunnu- daga. Videoleigan, Lyngholti 5, sími 4326. vestfirska rRETTABLASIO ÚTVEGSMENN í ÚGÖNGUM Ég þekki fá störf þar sem starfsreynslan hefur eins mikla þýðingu og í sjómennskunni. Allir útvegsmenn ættu að vita hvað vel samhæfð áhöfn reyndra manna getur verið mikils virði. Þeir sem hafa verið byrjendur til sjós vita að fyrstu mánuðirnir eru lítið annað en nám þar sem kennararnir eru reyndari sjó- menn sem leggja á sig mikla aukavinnu til að miðla af kunn- áttu sinni, og klára það sem byrj- andinn fær ekki leyst af hendi. Á undanfömum árum hefur út- vegsmönnum með dyggri aðstoð stjórnvalda tekist að gera sjó- mennskuna að þriðja flokks starfi. Mannaskipti hafa því stöð- ugt orðið örari og þar af leiðandi hefur gildi reynslunnar aukist. Það skýtur því skökku við að þegar flestar stéttir hafa fengið starfsaldurshækkanir á laun við- urkenndar í samningum, skuli sjómönnum neitað um það af viðsemjendum sínum. Áriö 1980 urðu nokkuð harðar vinnudeilur hér á Vestfjörðum milli sjómanna og útvegsmanna. Eitt af því sem deilt var um var frívaktavinna vestfirskra sjó- manna. Sjómenn töldu að þeir legðu á sig vinnu í frítíma sínum en aðrir nytu góðs af án þess að leggja nokkuð af mörkum. Vildu sjómenn fá þetta viðurkennt með þóknun fyrir frívaktavinnu. Eftir að Ijóst varð að samkomulag næðist ekki um málið, bauðst sáttasemjari til að skipa odda- mann í nefnd deiluaðila sem kannaði frívaktavinnu sjómanna. Nú eru liðin fimm ár og það væri eflaust hægt að deila um hverj- um það er að kenna að nefnd þessi tók aldrei til starfa. En mér er kunnugt um að á tveim togur- um fór fram talning á frívakta- vinnu sjómanna í nokkurn tíma og kom þá í Ijós að hún var all- veruleg. Nú leggja sjómenn fram kröfu um þóknun fyrir þessa vinnu og bjóðast til að taka þátt í að greiða hana. En útvegsmenn virðast ætla sér að auðgast næstu fimm árin líka á óumsam- inni frívaktavinnu vestfirskra sjó- manna án þess að hreyfa litla fingur. Ég hef hér fjallað lítillega um tvær af kröfum vestfirskra sjó- manna. Mér finnst kröfugerðin sem heild réttlætismál en geri mér þó grein fyrir að erfitt muni að fá hana samþykkta alla í einu. En mér þykir það lágmarkskrafa að vestfirskir útvegsmenn gefi sér tíma til að ræða við forsvars- menn vestfirskra sjómanna um réttmætar kröfur þeirra og hætti að þumbast við þar til allt er komið í óefni eins og gerðist 1980. Það sæmir forystumönnum vestfirsks sjávarútvegs betur að reyna að finna leiðir til að bæta kjör vestfirskra sjómanna og fiskvinnslufólks en að fjárfesta fyrir gróða sinn í öðrum atvinnu- greinum í öðrum landshlutum eins og nú virðist komið í tísku. „Verið forsjálir, semjið ekki Vestfirði í eyði.” Sveinbjörn Jónsson Súgandafirði Svar við fyrirspurn Jónu Ben. Þær tíðnir sem loftskeytastöð- in á ísafirði notar eru háðar al- þjóðlegri úthlutun, og eru þær tíðnir sem ísland fær í sinn hlut ekki margar. Vegna mikilla þrengsla í „loftinu" er mörgum mismun- andi stöðvum úthlutað sömu tíðnum. Á millibylgjusviðinu, sem hér um ræðir, er langdrægni mjög breytileg og er sérstaklega mikil á kvöldin og nóttunni, þ.e. þegar dimmt er. Veldur þetta því að fjarlægar stöðvar á sömu tíðnum og loftskeytastöðin hér, trufla svo mikið sem raun er á. Á undanförnum árum hefur þó verið reynt að finna heppilega tíðni fyrir loftskeytastöðina en ekki tekist, enda yrði árangur af slíkri breytingu að vera öruggur, því slíkt yrði kostnaðarsamt, þar sem breyta þyrfti talstöðvum all- ra íslenskra skipa. Að lokum skal þess getið að mér vitandi hefur Vitamálastofn- un ekki óskað eftir því að reynt verði að leysa fjarskiptamál Galtarvita á annan hátt en nú er gert. Erling Sörensen Umdæmisstjóri Pósts og síma Póllinn hf. með Kodak Póllinn hf hefur tekið að sér umboð fyrir H-lúx framköllun- arþjónustu á ísafirði. segir í fréttatilkynningu frá Kodak umboðinu. í áraraðir hefur ísfirðingum og nágrannabyggðarlögum boðist framköllunarþjónusta hjá Kodak umboðinu Hans Petersen hf., sem rekur full- komnustu framköllunarstofu landsins. Auk þess að bjóða H-Lúx framköllun mun Póllinn hf selja aðrar vörur frá Kodak s.s. film- ur, myndavélar og myndbönd, og fleiri vörur frá Hans Petersen hf., s.s. myndaramma og Yas- hica myndavélar. Vonum við að ísfirðingar og nágrannabyggðir njóti góðs af hinni auknu þjónustu, segir að lokum í fréttatilkynningunni. Fermingar- fötin fáið þið hjá okkur Vorum að taka upp nýjar vörur Sími 3695 — ísafirði

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.