Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 1
FRETTABLASIÐ HELGARFERÐIR TIL REYKJAVÍKUR TIL AKUREYRAR FLUGLEIDIR Nýjar vörur vikulega VERSLIÐ HEIMA — AUKIN ÞJONUSTA Verslunin ísafiröi sími 3103 Hver er staða versl- unar á ísafirði? f opnu blaðsins í dag er fjallað um tvö skyld mál sem bæði lúta að verslun og bæði eru brýn hagsmunamál allra íbúa ísa- fjarðar og nágrennis. Annars vegar er verðkönnun Verðlagsstofnunar, sem gerð var á nokkrum stöðum á land- inu fyrir skömmu, en hún leiðir m.a. í Ijós að verðlag á matvör- um á ísafirði er mun hærra en á öðrum stöðum sem könnunin náði til. Hinsvegar er fjallað um þau miklu viðskipti sem fara fram hjá ísfirskum verslunum, sérstaklega fataverslunum. Þarna er átt við það hve algengt það er að ísfirðingar fari til Reykjavíkur í verslunarleið- angra eða kaupi vörur í gegn um verðlista. Getum er að því leitt að vegna þessa tapi bæjar- félagið umtalsverðum tekjum og að ef meira af þessari verslun færðist til okkar heim í hérað gæti það leitt til þess að þjón- usta verslana batnaði á Isafirði, öllum til hagsbóta. Kjaradeila sjómanna við útvegsmenn á Vestfjörðum: Ekkert miðar í samkomulagsátt Síðastliðinn föstudag hélt Geirmundssyni sem er á leið í sáttasemjari ríkisins, Guðlaug- siglingu. ur Þorvaldsson sáttafund í deilu .. .. .. Útvegsmannafélags Vestfjarða og sjómanna á Vestfjörðum. Pessa mynd tók Hrafn Snorrason af þremur af feðgunum að westan á Kabarett Styrktarsjóðs byggingar tónlistarskóla á Isafirði. Aðsókn hefur aukist með hverri sýningu kabarettsins og verða síðustu sýningar á skírdag og laugardag kl. 20:30. Miða er hægt að panta í Bókhlöðunni í síma 3123 og utan opnunartíma verslana er tekið á móti pöntunum í síma 4046. Einnig er hægt að kaupa miða við innganginn. Fer goif- völlurinn í Tungudal í sumar? Um þetta leyti fyrir ári síðan voru miklar umræður í gangi um fiutning á aðstöðu ísfirskra golfmanna úr Hnífsdal inn í Tungudal. Skipuð var nefnd á vegum bæjarins og átti hlutverk hennar m.a. að vera að gera tillögur um úthlutun lands undir golfvöll í Tungudal. Tæknideild bæjarins hefur gert mælingar á þessu svæði og er nú unnið að því að setja þær niður á kort til að gera nefndinni kleift að gera sínar tillögur um úthlutun á svæði til golfmanna og annarra sem þarna kynnu að fá land til af- nota. Kristján Jónasson, einn nefndarmanna, segir ólíklegt að hægt verði að skipuleggja þetta svæði fyrir vorið en hins vegar hugsanlegt að einhver bráða- birgðaúthlutun geti farið fram þar til svæðið hefur verið skipulagt. Sundmeisfaramöf íslands: Á fundinum lögðu útvegs- menn fram tilboð sem svar við kröfum ASV fyrir hönd sjó- manna af Vestfjörðum, utan Isafjarðar og var það samhljóða því tilboði sem útvegsmenn höfðu áður gert Sjómannafélagi Isfirðinga. Ekkert miðaði í samkomulagsátt þar sem sjó- menn halda fast við sínar kröf- ur, þó þeir hafi reyndar slakað eitthvað á kröfum um starfs- aldurshækkanir, en útvegs- menn vilja ekki ræða þessar kröfur. Pétur Sigurðsson, for- maður ASV segir að sjómenn utan ísafjarðar fari að hugsa til þess að boða verkfall. Allur floti Isfirðinga hefur nú stöðvast vegna verkfallsins, að undan- skildum togurunum Hafþóri sem er á rækjuveiðum og Júlíusi • • Stórglæsilegur árangur Vestfirðinga — Þrír Vestfirðingar valdir í landslið Vestfirskir sundmenn frá ísa- firði og Bolungarvík stóðu sig stórglæsilega á Sundmeistara- móti íslands sem haldið var í Reykjavík um síðustu helgi. Vestri var með 14 keppendur á mótinu en UMFB var með 11. Helga Sigurðardóttir, Vestra, hlaut silfurverðlaun í 100 m skriðsundi og 400 m fjórsundi og brons í 800 m skriðsundi, Martha Jörundsdóttir, Vestra, varð þriðja í 100 og 200 m bak- sundi, Bára Guðmundsdóttir, Vestra, varð þriðja í 200 m bringusundi. Hannes Már Sig- urðsson UMFB varð þriðji í 200 m skriðsundi, Hugi Harðarson varð annar í 100 m baksundi og þriðji í 200 m baksundi og 100 m skriðsundi. Sigurlín Péturs- dóttir varð þriðja í 100 m bringusundi og Símon Þ. Jóns- son varð þriðji í 200 m bringu- sundi. Samanlagt gerir þetta 2 silfur og 4 brons til Vestra frá ísafirði og Bolvíkingarnir fengu 1 silfur og 5 bronsverðlaun. Sigurvon IS 500 í heimahöfn — eftir endurbyggingu í Reykjavík mm - Sigurvon kemur til heimahafnar. Mynd: Halldór Bernódusson. Mb Sigurvon ÍS 500 kom til heimahafnar á Suðureyri síð- astliðinn sunnudag eftir endur- byggingu hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík. Sigurvon, sem er 189 br. tn. stálbátur, fór í endurbyggingu suður til Reykjavíkur um miðj- an október s.l. Áætlað var að endurbyggingu yrði lokið um síðastliðin áramót, en ýmsar tafir hafa orðið þess valdandi að skipið kom ekki til heimahafnar fyrr en sunnudaginn 31. mars. I þessari endurbyggingu var skipt um yfirbyggingu, efra dekki lokað, nýjar ljósavélar með riðstraumsrafala settar um borð og balaklefi stækkaður um helming. Kostnaður við endurbygg- inguna var rúmar 10.2 milljónir króna og allur frágangur mjög góður. Skipið lítur út sem nýtt. Áformað er að Sigurvonin fari á veiðar eftir páska. Skipstjóri er Guðni A. Einarsson og fyrsti vélstjóri er Björn Bergsson. Vestfirðingar kepptu einnig í boðsundi. Sveit UMFB varð önnur í 4 x 100 m fjórsundi karla, sveit Vestra varð önnur í 4 x 100 m fjórsundi kvenna á nýju íslandsmeti stúlkna, en þær sem þessa sveit skipuðu voru allar yngri en 17 ára. í 4 x 100 m skriðsundi urðu Vestra stúlkurnar í þriðja sæti, einnig á nýju íslandsmeti stúlkna. Karlasveit Vestra lenti í þriðja sæti í 4 x 200 m skriðsundi. Um 130 keppendur frá 12 fé- lögum tóku þátt í þessu Is- landsmóti. Flestir Vestfirðing- anna komust úr undanrásum í úrslit og hlýtur árangur þeirra því að teljast glæsilegur. Þrír þeirra voru valdir í landslið Is- lands sem keppa mun á Kallottmótinu sem haldið verður um Páskana. Það voru Helga Sigurðardóttir og Martha Jörundsdóttir úr Vestra og Hugi Harðarson úr Bolungarvík. Á mánudagskvöldið átti að reyna við fleiri íslandsmet á innanfélagsmóti í Hafnarfirði. Þar setti sundfólk Vestra hvorki meira né minna en 11 íslands- met og er sagt nánar frá því á síðu 2. ; * -'4?

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.