Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 2
2 i3 vestfirska TTABLAEID 1 vestíirska 71 rHETTABLAÐID Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 17:00. Síminn er 4011. Ritstjóri: Árni Sigurðsson. Blaðamaður Yngvi Kjartansson Stórholti 17, sími 4432. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Ritstjórnargrein Óréttlát forræöis og ofstjórnar- stefna. Einhver sú albesta ritsmíö, sem sést hefur á prenti um byggðastefnu og landsbyggðarmál var í Morgunblaðinu s.l. laugardag. Það var Tómas Ingi Olrich, menntaskólakennari og ritstjóri á Akur- eyri, sem fjallaði þar um hið hrikalega ó- réttlæti, sem forræðis- og ofstjórnar- stefna síðustu ára hefur leitt yfir lands- byggðina. í grein sinni lýsir Tómas því, hvernig gallar opinberrar stjórnsemi og fyrir- hyggju eru fólgnir í millifærslum milli þegnanna og hvernig þær hafa meðal annars leitt landsmenn svo afvega að margir leggja trúnað á þá firru að sjávar- útvegur á íslandi sé rekinn með ríkis- styrk. Telur Tómas að jafnvel sjávarút- vegsráðherra sé svo langt leiddur að hann virðist gera ráð fyrir því að til slíks geti komið. Vestfirska fréttablaðið hefur fengið leyfi höfundar til þess að taka hér upp kafla úr greininni, en millifyrirsagnir eru blaðsins. SETUR VEITENDUR í SPOR ÞIGGJENDA Byggðastefnan er í raun dulbúnar miskabætur, sem landsbyggðinni eru ætlaðar fyrir það tjón, sem afskipti og ofstjórn ríkisvaldsins af gjaldeyrisöflun hafa leitt yfir dreifbýlið. Byggðastefnan er til þess gerð að friða samvisku stjórn- málamanna og stinga dúsu upp í strjál- býiið. Hún er óbein viðurkenning á því hvaða hlutverki landsbyggðin gegnir í þjóðarbúskap fslendinga. Byggðastefn- an setur veitendur í spor þiggjenda. Hún ungar út þjóðskörungum á borð við Baldur Hermannsson og ruglar í ríminu góða drengi eins og Júlíus Sólnes. (Nefndir vegna umfjöllunar um byggða- stefnu að undanförnu. Innsk. VF.) FRAMLEIÐENDUR FÁI FRIÐ Þegar grannt er skoðað er það ekki það, sem á máli stjórnmálamanna kall- ast stefna, sem landsbyggðin þarfnast, heldur miklu fremur einskonar „stefnu- leysi“. Hún þarfnast fyrst og fremst þess, sem allar þjóðir hafa alla tíð þráð að hljóta af valdhöfum sínum, friðar til að vinna og frelsis til að njóta afrakstursins. íslendingar hafa tryggt sér frið út á við með skynsamlegri utanríkisstefnu og samvinnu við vestrænar lýðræðisþjóðir. í innanríkismálum hafa þeir hins vegar fjarlægst þessar lýðræðisþjóðir með fáránlegri efnahagsstefnu og síauknum ríkisafskiptum. Yfirlýstur tilgangur ríkis- afskiptanna hefur verið að koma á stjórn og jafnvægi. Árangurinn hefur orðið ó- stjórn og ójafnvægi. Við núverandi aðstæður væri drýgsta framlag til dreifbýlisins að heimila frjáls gjaldeyrisviðskipti, í landi þar sem svo til allir mega eiga gjaldeyri, nema þeir sem afla hans. Slík ráðstöfun myndi sennilega bitna hart á Reykjavík, en aðeins um stundar- sakir. Höfuðborgin á yfir að ráða fleiri auðlindum en löggjafarsamkundunni og Seðlabankanum. Ástæðan fyrir því að Flateyringar þrau- ka á sinni eyri, Grímseyingar salta fisk norður í Dumbshafi og Grenvíkingar frysta þorsk og hreinsa loðfeldi í sínu „krummaskuði", er sáraeinföld: Þetta er mjög arðbært athæfi. Auðveldasta að- ferðin til að sýna fram á það, er að láta mennina í friði við þessa iðju sína, leyfa þeim að framleiða, flytja út og selja sinn gjaldeyri þeim, sem hafa áhuga á honum. 29. ársþing ÍBÍ ályktar: Byggingu íþrótta- húss verði hraðað Vestfirska fréttablaðinu hef- ur borist eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var á 29. ársþingi ÍBÍ. höldnu 31. janúar síðastlið- inn, um íþróttahús á ísafirði. 29. ársþing íþróttabandalags Isfirðinga, haldið 31. janúar 1985, skorar á bæjarstjórn ísa- fjarðar að hefja nú þegar bygg- ingu íþróttahúss á Torfnesi og leggja fram verulegt fjármagn á fjárhagsáætlun þessa árs til verksins. Húsið verði byggt eftir þeim teikningum Teiknistofunnar Óðinstorgi sem byggingarnefnd hússins hefur lagt til að lagðar verði til grundvallar og verði jafnframt gert ráð fyrir sund- laug í tengslum við íþróttahús- ið. Stefnt verði að því að ljúka jarðvinnu á þessu ári þannig að framkvæmdir við húsið sjálft geti hafist af fullum krafti vorið 1986. Húsið verði steypt upp á Helgm^ apríl Matseöill Forréttir Rjómalöguð aspassúpa Aðalréttir Reyktur grísahryggur með sykurbrúnuðum kartöflum ☆ Steiktar lundabringur með ristaðri peru og ávaxtasultu Desert því ári og við það miðað að hægt verði að taka einhvern hluta hússins í notkun á árinu 1988. Þingið lítur svo á að bygging íþróttahúss sé stærsta og mikil- vægasta hagsmunamál íþrótta- hreyfingarinnar á Isafirði um þessar mundir og ógjörningur sé að búa áfram við það ó- fremdar ástand sem nú ríkir í þessum efnum. Þingið treystir á skilning, dugnað og frumkvæði bæjar- Sunddeild Vestra: fulltrúa og þingmanna Vest- fjarðakjördæmis til að takast megi hið allra fyrsta að hrinda þessu mikilvæga uppeldis- og æskulýðsmáli í framkvæmd. Ályktun þessi var samþykkt samhljóða með lófaklappi. Ellefu íslandsmet Sundfólk Vestra var í algjör- um ham á sundmóti sem haldið var í Hafnarfirði á mánudags- kvöldið. Ætlunin var að reyna að setja eitt íslandsmet, en þeg- ar upp var staðið höfðu 11 fokið. Þar sem stúlkurnar í boðsund- sveit Vestra eru allar það ungar, gilda met þeirra bæði í kvenna- og stúlknaflokki. Þær settu íslandsmet í 4x100 m. bringusundi kvenna á tímanum 5.29.0, í 4x50 m. fjór- sundi á tímanum 2.14.6, í 4x50 m. skriðsundi á tímanum 1.59.8 og í 4x50 m. bringusundi á tímanum 2.34.7. Fyrsta sprett- inn í skriðsundinu synti Helga Sigurðardóttir á tímanum 27.80, sem er glæsilegt íslands- met stúlkna og kvenna. Gamla metið átti Guðrún Fema Ágústsdóttir, 28.58. Arnarson setti nýtt íslandsmet pilta í 50 m. skriðsundi á tíma- num 26.0. Gamla metið var 26.30. I stúlknasveit Vestra eru: Pálína Björnsdóttir, Björg A. Jónsdóttir, Bára Guðmunds- dóttir, Þuríður Pétursdóttir, Helga Sigurðardóttir, Sigurrós E. Helgadóttir og Martha Jörundsdóttir. Sigurður Jarlsson, formaður Sunddeildar Vestra afhendir þeim Þuríði Pétursdóttur, Sigurrósu Helgadóttur, Mörthu Jörundsdóttur og Helgu Sigurðardóttur blómvönd, er fyrsta íslandsmet Vestrafólksins var í höfn. Síðasta fslandsmel sundfólks Vestra féll fyrir 16 árum síðan. Ljósm. Sveinn Þormóðsson.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.