Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 4
vestíirska 4 vesttirska rRETTABLASID FRETTABLAEID 5 ísafjarðarkanpstaðnr Útboð Tilboð óskast í smíði, uppsetningu o. fl. á loftræstikerfi fyrir Sundhöll ísafjarðar. Verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 1985. Útboðsgögn verða afhent á tæknideild ísa- fjarðarkaupstaðar, Austurvegi 2 og á Verk- fræðistofu Sig. Thoroddsen, Ármúla 4, Reykjavík, gegn 2.000,- kr. skilatryggingu. TUboð verða opnuð á sömu stöðum mánu- daginn 22. apríl n. k. kl. 11:00. Bæjarstjórínn. r Isfirðingar - Nágrannar Skíðasvæðið á Seljalandsdal verður opið sem hér segir: Þriðjudaginn 2. apríl til mánudags 8. apríl frá kl. 10:00 — 18:00 alla dagana. Skíðheimar eru opnir á sama tíma og skíða- svæðið. Allar veitingar. íþrótta- og æskulýðsráð ísafjarðar. Atvinna Óskað er eftir tæknifræðingi, manni með sambærilega menntun eða iðnaðarmanni, til starfa á Tæknideild ísafjarðarkaupstað- ar. Vinnan felst í almennum störfum, þar með talið byggingareftirliti við væntanlegt stjórnsýsluhús. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður tæknideildar í síma 3722 og skal umsókn- um skilað til hans fyrir 15. apríl n. k. Forstöðumaður tæknideildar. Saumastofan Hleinar óskar eftir að taka á leigu 80 — 100 m2 iðnaðarhúsnæði á ísafirði. Upplýsingar í síma 4570. \ l^r"* . ■ .J* £ j^i s- P H 1 ; SB i t \ | ■: 111 mm * áfÍdÍI Á þessari mynd séstu.þ.b. dagS' skammtur af póstkröfu- sendingum á pósthúsinu á Isafirði. því að þurfa að keppa við verslanir í Reykjavík. Jónas Gunnlaugsson, kaupmaður í Sporthlöðunni, var spurður að því hvort hann yrði var við það að ísfirðingar keyptu mikið af sportvörum annars staðar en á ísafirði. Hann sagðist ekki teija að svo væri. T.d. væru þessar tvær verslanir sem versla með skíðavörur hér á ísafirði það góðar að fólk leitaði lítið annað. Hins vegar sagðist hann oft senda vörur í póstkröfu til ann- arra landshluta. „Það er sama hvað verslanir hér gera vel,“ sagði Jónas, „það eru alltaf ein- hverjir, sem vilja vera öðruvísi, og við því er ekkert að gera. Fyrir sunnan er alltaf meira úr- val. Allir þekkja það að sumir vilja einhver ákveðin vörumerki og ef þau eru ekki til hér leitar fólk þangað sem það fær sitt merki.“ Hvað sportfatnað varðar, þá gilda líklega sömu lögmál, eða svipuð, um hann og annan fatnað. Fólki er ekki sama hverju það klæðist og það vill hafa úr mörgu að velja. Jónas sagði að það gæti alltaf hent að það vantaði ákveðin númer og þá leitaði fólk gjarna annað. Kaupmenn hér telja sig ekki hafa sömu aðstöðu og kaupmenn í Reykjavík sem geta farið sjálfir til heildsala eða framleiðanda og náð í það númer sem þá vantar. Jónas sagði það sérstaklega áberandi með þann fatnað sem er fram- leiddur hér á landi að kaup- menn fyrir sunnan gætu tekið það sem þá vantaði beint út úr Er verslunin á ísafirði að kikna undan samkeppni við verðlista og verslanir í Reykjavík? Aðalfundur Hugins Smábátaeigendafélagið Huginn heldur aðalfund fimmtudaginn 4. apríl kl. 16:00 í Sjómannastofunni. FUND AREFNI: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. STJÓRNIN. Við þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns föður og stjúpföður Héðins Jónssonar Miðtúni 33, ísafirði Rósa HaUgrímsdóttir Sólrún Héðinsdóttir Bylgja Kristín Héðinsdóttir Agnar Hauksson Þær raddir hafa heyrst að ísfirðingar og fleiri Vestfirðingar kaupi mikið í gegn um verðlista og frá verslunum í Reykjavík, ýmist þegar þeir eru þar á ferð eða gegn póstkröfu. Til dæmis má nefna að í febrúarmánuði síðastliðnum var leystur út á pósthúsinu á Isafirði 951 póstkröfuböggull að verðmæti yfir 3 milljónir króna samanlagt. Ohætt er að fullyrða að megnið af þessum sending- um innihéldu fatnað af einhverju tagi. Einnig er algengt að fólk kaupi búsáhöld og minni innanstokksmuni með þessum hætti, ætla má að nokkuð af bílavara- hlutum sé inni í þessu, svo eitthvað sé nefnt, og ýmislegt fleira. Þegar leitað er skýringa á því af hverju fólk verslar við versl- anir utan Isafjarðar kemur í ljós að í mörgum tilfellum er verið að kaupa vöru sem ekki fæst hér, þó að reyndar sé oft á tíð- um hægt að fá sambærilega vöru. í sumum tilfellum kann fólk að fá vörur með hagstæð- ara verði en hér býðst, en póst- kröfukostnaður bætist þá ofan á verðið frá verslun í Reykjavík og er hærri en sá flutnings- kostnaður sem kann að leggjast á vörur sem verslanir hér selja. Það kostar 68,50 krónur að fá 3 kg. pakka frá Reykjavík. Fólk vill hafa úrval, sérstaklega þeg- ar það er að kaupa föt og það er erfitt fyrir ísfirskar verslanir að bjóða jafn fjölbreytt úrval og verslanir í Reykjavík. Kaupmenn á ísafirði eru að vonum óánægðir með að fólk skuli leita annað en til þeirra til að versla, t.d. segir Kolbrún Halldórsdóttir, kaupmaður í Eplinu þetta: „Það eru hópar héðan sem fara suður til að versla. Sumir koma svo hingað til að fá skipt og sumir koma jafnvel með vörur úr verðlistum og biðja um að fá það selt hér í versluninni. Fólk vill hafa þessa þjónustu hér í bænum en gerir ekki nóg til að stuðla að því að hún þrífist." Kolbrún sagði að oft væru rökin hjá fólki þau að hér væri svo lítið úrval og því vildi það frekar kaupa föt í Reykjavík, en hún sagðist margsinnis hafa séð sama fólk koma að sunnan í fötum sem það hefði keypt í Karnabæ og hefði allt eins getað fengið hér. Hún benti á dýran kvenmanns- jakka sem hún hefur í verslun- inni. Þennan jakka segist hún hafa keypt til að bjóða þeim sem vildu eitthvað sérstakt. Því fékk hún aðeins einn jakka og hann væri á sama verði hér og í Reykjavík. Að undanförnu sagðist hún vera búin að sjá tvær stúlkur í nákvæmlega eins jökkum. sem þær hefðu keypt í Reykjavík. Iþróttavörur eru háðar tísku- sveiflum og endurnýjun er mjög ör. Sportvöruverslanir hljóta verksmiðju um leið og það kemur úr framleiðslu á meðan pantanir utan af landi lægju ó- afgreiddar á borði framleið- anda. En stendur verslunin sig nógu vel í að halda í viðskipti heima- manna? Einn kaupmaður sagði að ef mikið væri um póstverslun með fatnað, þá væri það af því að kaupmennirnir stæðu sig ekki nógu vel. Annar sagði að ef smásöluverslunin hefði þær vörur á boðstólum sem við- skiptavinurinn þarfnaðist, þá héldi hann versluninni. Ef vantaði inn í mætti búast við að rnenn leiti annað. Margir hefðu þurft að venja sig á það og því væri sá kostur mönnum ekki framandi að kaupa vörur gegn póstkröfu. Það er augljóst að verslanir eiga mjög misauðvelt með að bjóða þær vörur sem almenn- ingur vill. líklega er þetta erfið- ast með tískuvörur og róðurinn því þyngstur hjá þeim sem versla með þær. Eðlilegt er að fólk kaupi þá vöru sem það vill fá og þá þar sem það telur það hagkvæmast. En getur verið að menn séu að vinna sjálfum sér og öðrum í bæjarfélaginu ó- Vöruverð á ísafirði er hærra en annarsstaðar — samkvæmt verðkönnun, sem Verðlagsstofnun gerði á nokkrum stöðum á landinu. Vestfirska fréttablaðinu hafa borist niðurstöður úr verðkönnun sem gerð var á vegum Verðlagsstofnunar í matvöruverslunum víða um land. í könnuninni kemur það fram að vöruverð er einna hæst á ísafirði. en könnunin náði til verslana á ísafirði, Akureyri, Reykjavík, Eskifirði, Selfossi, Sauðárkróki og Siglufirði. Könnunin var gerð dagana 7. og 8. mars s.l. Verðið var kannað í einni til þremur verslunum á hverjum stað. Verð var einna lægst í Vörumarkaðnum Eiðistorgi í Reykjavík, Hagkaupum, Norðurgötu og KEA Hrísa- lundi, báðum á Akureyri. Verslun KEA á Siglufirði kemur næst á eftir fyrrnefnd- uin búðum, en eins og áður segir var verð hæst á ísafirði. Alls náði könnunin til 51 vörutegundar en yfirleitt voru um 40 til á hverjum stað. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu voru verslanirnar á ísafirði aðeins með eina vörutegund hvor á lægsta verði og aðeins 3-4 undir meðalverði Vöruval er með langverstu útkomuna, eða 14 tegundir með hæsta verð og þar af er ein tegund, gulrófur, 233,3% yfir lægsta verði. Rétt er að benda á að verð á gulrófum er mjög mis- munandi um þessar mundir vegna þess að einstakir bænd- ur selja rófurnar á mjög lágu verði beint í verslanir til að losna við birgðir, en mikið of- framboð er á gulrófum. Það sem skiptir mestu máli í því sem lesa má út úr þessari könnun er það að verð í mat- vöruverslunum á ísafirði er að meðaltali nokkrum mun hærra en á öðrum stöðum sem þessi könnun nær til. Meðal þeirra skýringa sem kaup- menn í þessum verslunum hér á ísafirði nefna er hár flutn- ingskostnaður sem leggst ofan á vörur sem fluttar eru hingað. Markaður hér er minni en t.d. á Norðurlandi eða í Reykjavík og innkaup því ekki jafn hag- stæð og þau geta verið þegar fyrirtæki eins og t.d. KEA geta flutt beint inn frá útlöndum, án alls milliliðakostnaðar. Einnig má benda á að SÍS er farið að greiða niður flutn- ingskostnað til Kaupfélag- anna á þeim vörum sem þau kaupa hjá því, og því standa einkaverslanir e.t.v. eitthvað lakar að vígi úti á lands- byggðinni. Fleiri skýringar mætti sjálf- sagt nefna og það er ekki ein- hlítt að horfa eingöngu á verð heldur er rétt að taka þjónustu einnig með í reikninginn. Þó er erfitt að finna skýringar á þeim mikla mun sem er á verði á ísafirði og annarsstað- ar á landinu. Berum t.d. sam- an KÍ og Pöntunarfélag Esk- firðinga á Eskifirði. Þar er flutningskostnaður líklega síst lægri en hér og aðstæður allar svipaðar. Engu að síður er vöruverð 14,34% hærra hjá KÍ en P.E. c5 3 W) £3 *S £ > i 35 < f >o '3 -Q u w sú .2 «o s > ■■o «o "3 ee ■a 1 > ts Fjöldi vömtegunda sem gerður er samanburður á Fjöldi vörutegunda með lægsta verð........ Fjöldi vörutegunda með hæsta verð ........ Fjöldi vörutegunda undir meðalverði....... Meðalfrávik frá lægsta verði %............ 34 38 11 40 39 41 38 42 38 38 40 37 37 0 4 2 0 2 8 8 0 4 15 2 1 1 2 1 0 3 5 0 1 4 6 1 0 14 8 13 31 4 16 14 39 37 12 11 31 16 4 3 31,6 14,6 29,3 30,0 26,9 11,7 12,6 31,0 28,3 15,0 26,2 46,7 42,0 gagn, með því að versla annars staðar. Lítum á eitt dæmi. Nú eru fermingar í nánd. Um 90 börn verða fermd á ísafirði og í Bolungarvík. Reyndur kaup- maður á ísafirði fullyrðir að hvert þessara barna fái gjafir að andvirði a.m.k. 50 þús. kr. að meðaltali. Samanlagt gerir það 4,5 milljónir. Sennilega fer þó nokkur hluti þessa fjármagns framhjá versluninni á Isafirði. Sagt er að það sé algengt að fólk fari suður til að kaupa fermingarfötin á börnin. Ef við gefum okkur að fötin kosti að meðaltali um 7000 krónur og 60 af þessum 90 börnum fái sín föt í verslunum fyrir sunnan, þá gerir það samanlagt 420 þús. kr. Trúlegt er að þarna séu um 2 milljónir sem fara fram hjá versluninni á staðnum, e.t.v. meira. Aðstöðugjald af þessari upphæð nemur 70 þús. kr„ þar sem aðstöðugjald er 3,5% af heildarveltu verslana. Þanniger ljóst að bæjarsjóður okkar Is- firðinga fengi hundruð þús- unda til viðbótar í tómar hirslur sínar á hverju ári ef þessi við- skipti færu öll fram hér á ísa- firði. Með auknum viðskiptum hefðu verslanir líklega bolmagn til að auka úrval, lækka verð og veita þannig bætta þjónustu. Til þess að þetta megi verða þurfa bæði kaupmenn og neytendur að leggjast á eitt. Neytendur með því að sækja ekki vatnið yfir lækinn og kaupmenn með því að kappkosta að bjóða sem best úrval af þeim vörum sem neytendur þurfa á að halda. YK. Munið smá- auglýs- ingarnar I vestfirska I FRETTAELADID ATVINNA Vanan bílstjóra með meirapróf vant- ar á mjólkurbíl Mjólkursamlags ís- firðinga frá 1. maí 1985. Upplýsingar gefur mjólkurbússtjóri í síma 3251. VBITINGXSMjURINN DOKKnn Miðvikudagur: Qpið ki. 21:00 — 3-.oo, Fimmtudagur: Qpið ki. 18:00 — 24:00. Föstudagur: Lokað. Laugardagur: opið ki. 12:00 15:00 og i8:00 Páskadagur: opið ki. 12:00 —16:00. Annar í páskum: Opið ki. 19:00 — i:00. Munið hádegis barinn Fimmtudag og laugardag er aðeins opið fyrir matargesti. Gunnar Hólm og Silli spila. Miða- og borðapantanir í síma 4550.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.