Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.04.1985, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 12.04.1985, Blaðsíða 1
MS MÁNAFOSS Á ÍSAFIRÐI AÐ SUNNAN, ALLA ÞRIÐJUDAGA AÐ NORÐAN, ALLA FÖSTUDAGA EIMSKIP STRANDFLUTNINGAR Símar: Skrifstofa 4555 Vöruhús 4556 HESTAMENN Vorum að taka upp mikið úrval af vörum fyrir hestaíþróttir SinarffuðfjitwssQft h. ^ími 7200 - Soluncjaioíh Samið um starfsaldurs- hækkanir á Patreksfirði Forsvarsmenn sjómanna á Patreksfirði undirrituðu í gær samning við útvegsmenn með venjulegum fyrirvara um sam- þykki félagsmanna. Það merki- legasta við þennan samning er að samið var um starfsaldurs- hækkanir. Samkvæmt samningnum fá sjómenn sem hafa áunnið sér rétt til kaupauka vegna starfs- aldurs 2% af kauptryggingu of- an á laun eftir 2 ár, 3,5% eftir 4 ár og 6% eftir 6 ár. Hlífðarfata- peningar hækka í 1500 krónur en að flestu öðru leyti miðast samningurinn við það sam- komulag sem gert var milli LÍÚ og Sjómannasambands íslands um daginn. Sjómenn á Þyngeyri hafa boðað verkfall frá og með 17. apríl og sjómenn á Flateyri hafa boðað verkfall á togurum frá og með 18. apríl og hjá bátasjómönnum frá og með 24. apríl. Sáttasemjari ríkisins áætlar að halda fund með deiluaðilum á ísafirði á mánu- daginn. Bæjarstjórn ísafjarðar: Felldi tillögu um búfjárskatt Á skíðalandsmótinu á Siglufirði stóðu ísfirskir smíðamenn sig mjög vel og unnu fleiri greinar en aðrir. Hér taka þær Auður og Ósk Ebenesersdætur og Stella Hjaltadóttir við verðlaunum fyrir 3,5 km. skíðagöngu en þar batt Ósk óvæntan endi á sigurgöngu Stellu. Bæjarráð ísafjarðar samþykkti á fundi sínum á mánudaginn að heiðra landsmótsfara með samsæti á Hótel ísafirði á sunnudaginn. í opnu er meira að sjá frá landsmóti. Fræðslumiðstöð iðnaðarins: Námskeið í vökvakerfum Við gerð fjárhagsáætlunar ísafjarðarkaupstaðar fyrir árið 1985 var gert ráð fyrir sérstakri skattheimtu á búfjáreigendur utan lögbýla. Þeir peningar sem fengjust með þessari skattheimtu áttu að fara í að kosta girðingu um bæjarlandið. Á síðasta bæjar- stjórnarfundi var lögð fram til- laga frá meirihluta bæjarráðs þar sem lagt var til að skattur þessi yrði lagður á á þessu ári og yrði hann 100 krónur fyrir hverja kind en 2000 krónur á hest. Geirþrúður Charlesdóttir, fulltrúi minnihluta í bæjarráði stóð ekki að tillögunni þar sem Útsvarstekjur Isafjarðar- kaupstaðar á hvern íbúa voru hærri á síðasta ári en nokkurs- staðar annarsstaðar á landinu. Ef fasteignaskattur og aðstöðu- gjöld eru einnig tekin með í dæmið eru aðeins tvö sveitarfé- lög, Reykjavík og Njarðvík með hærri tekjur pr. íbúa. Upplýsingar þessar eru fengnar í nýlegu hefti Sveitar- stjórnarmála. Nú er það vitað að bæjarsjóður Isafjarðar stendur heldur höllum fæti með miklar skuldir og fjármagns- kostnað. Haraldur L. Haralds- son var spurður um skýringar á hún taldi óeðlilegt að leggja þennan skatt á eftir að búið er að úthluta leyfum til búfjár- halds. Við atkvæðagreiðslu féllu atkvæði fyrst þannig að 3 bæjarfulltrúar sjálfstæðis- manna greiddu atkvæði gegn tillögunni, fulltrúar Alþýðu- flokks sátu hjá og hinir þrír fulltrúar meirihluta greiddu at- kvæði með. Þá var atkvæða- greiðsla endurtekin og varð þá sú breyting að annar fulltrúi Alþýðuflokks greiddi atkvæði gegn tillögunni þannig að hún féll með 4 atkvæðum gegn 3. Formaður bæjarráðs hyggst gera aðra tilraun til að fá þessa tillögu samþykkta. því hvers vegna staða bæjar- sjóðs væri jafn slæm og raun ber vitni þegar tekið er tillit til þessara háu tekna. Haraldur sagði að skýringanna væri fyrst og fremst að leita í hinni gífur- legu uppbyggingu sem fram hefur farið á ísafirði á undan- förnum árum. Árið 1974 var ekkert Holtahverfi á Isafirði, bygging sjúkrahúss og heilsu- gæslustöðvar var rétt hafin, síð- an þá hafa gífurlegar gatna- gerðarframkvæmdir farið fram í bænum, Sundahafnarsvæðið byggt upp og svo mætti lengi telja. Það var sem sagt ráðist í miklar framkvæmdir á skömm- Fræðslumiðstöð Iðnaðarins heitir stofnun sem stendur að um tíma sem er dýrt þar sem það er að miklu leyti fjármagn- að með lántökum. Skýringuna á háum útsvarsgreiðslum ísfirð- inga taldi Haraldur liggja í há- um tekjum fólks hér og einnig því að hér er útsvar 11 % eða jafn hátt og það má hæst vera, en sum sveitarfélög leggja lægra útsvar á gjaldendur. Haraldur benti einnig á að aldursskipting íbúa sveitarfélaga skipti máli þar sem misstór hluti íbúa hefur skerta starfsorku en eins og áð- ur segir eru þessar tölur sem í er vitnað miðaðar við meðaltal allra íbúa viðkomandi sveitar- félaga. — ef næg þátttaka fæst námskeiðum fyrir iðnaðarmenn í hinum ýmsu greinum. T.d. býður FMI upp á námskeið um orkusparandi endurbætur á hús- um sem ætti að höfða til fólks á dýrum orkusvæðum eins og á Vestfjörðum og er nánar sagt frá því námskeiði á öðrum stað í blaðinu. Fræðslumiðstöð Iðnaðarins var samvinnuverkefni Iðn- tæknistofnunar íslands og Rannsóknarstofnunar Bygging- ariðnaðarins, styrkt sérstaklega af iðnaðarráðuneytinu. Nú hef- ur FMI verið sameinuð ITÍ og verður rekin innan hennar sem sjálfstæð deild með líku sniði og áður. Forstöðumaður FMI er Þuríður Magnúsdóttir. Að sögn Þuríðar hefur FMI stundum verið legið á hálsi fyrir að bjóða ekki þessi námskeið úti á landsbyggðinni en undir- tektir manna utan Reykjavíkur hafa ekki verið neitt sérstaklega góðar þegar þeim hafa staðið til boða þessi námskeið. Fyrir nokkru síðan voru auglýst í Vf tvö námskeið á vegum FMI, annað í málmsuðu og hitt í vökvakerfum. Vegna þátttöku- leysis hefur námskeiðið í málmsuðu verið fellt niður en enn er ekki öll von úti með að hægt verði að halda námskeið í vökvakerfum. Leiðbeinandi á því er Hjalti Þorvarðarson vél- stjóri sem að sögn Þuríðar hefur mikla reynslu og þekkingu varðandi meðferð vökvakerfa. Námskeið þetta er ætlað starf- andi málmiðnaðarmönnum, einkum þeim sem fást við upp- setningu, viðhald og umsjón með vökvakerfum. Þátttöku- gjald er kr. 8.000 á mann og verður námskeiðið haldið dag- ana 26. — 29. apríl og 10. — 13. maí. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í þessu námskeiði geta skráð sig í síma 4215 milli klukkan 13 og 15 á daginn. Eins og áður segir býður FMI upp á fjölda námskeiða fyrir iðnaðarmenn og geta menn beðið um að fá slík námskeið hingað vestur og verða þau þá haldin ef næg þátttaka fæst. Allar nánari upplýsingar um þetta er að fá í síma 91-83200 Hafa Isfirðingar hærri tekjur en aðrir? Útsvarsgreiðslur hærri á ísafirði en í öðrum kaupstöðum landsins

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.