Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.04.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 12.04.1985, Blaðsíða 2
I veitfiriki FRETTABLAÐID I vesttirska ~1 FHETTABLADIS Vestfirska fréttablaðiö kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 17:00. Síminn er 4011. Ritstjóri: Árni Sigurðsson. Blaðamaður Yngvi Kjartansson Stórholti 17, simi 4432. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, l'safirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Lesendadál ku r Að lyfta Grettistaki — Hugleiðingar um menningarstarf úti á landi Sr. Jakob vill að sóknarmenn taki ríkari þátt í safnaðarstarfi með því t. d. að sækja kirkju. Þegar ég sat í ísafjarðar- kirkju á kirkjukvöldi á föstu- daginn langa ásamt fjörutíu kirkjugestum öðrum fór ekki hjá því að þankarnir leiddust á aðrar brautir en ætlað og skyldugt var. Að kvöldi var liðinn einkar veðurblíður dagur, sem ýmsir vörðu til útivistar í ísfirsku skíðapara- dísinni. Mátt hefði ætla að nú væri það einmitt í takti við hefðina á Skíðaviku, að menn brygðu sér til kirkju og hlýddu á fagra tónlist á þessum helga degi. Nei, stofugesturinn á- hrifaríki virðist hafa haft betur, því ekkert annað var um að vera þessa kvöldstund. Jón Páll Sigmarsson, eftirlæti þjóðarinnar, ætlaði að lyfta Grettistaki á skjánum á hlað- inu í Laufási. — Ég minnist þess ekkki að viðlíka sjón- varpsefni hafi verið auglýst* jafn rækilega t.a.m. ekki það hvort þeir Halldór Haraldsson og Gísli Magnússon, sem skutust inn á milli atriða í söngvakeppni sjónvarpsins, kæmust frá samleik á tvö píanó jafn frábærlega og raun bar vitni. Nú er Jón Páll þessi í miklu uppáhaldi mínu því ég dái styrk hans og samsama mig honum í leynum hugskotsins. En við Jón Páll lyftum engu Grettistaki þetta kvöldið. (Sjá, hversu illan endi ótryggð og svikin fá! — Kannski hefur sá Almáttugi fyllst afbrýði vegna mannsdýrkunarinnar á þess- um degi og slegið Jón minn magnleysi!) Samt var lyft Grettistaki þetta kvöld. — Hér úti á landi er reyndar iðulega lyft Grett- istökum. En einhver hefur sagt okkur, að ef ekki er greint frá þeim fyrirfram í út- varpi og blöðum og síðar eða jafnvel samtímis í sjónvarpi, þá sé það ekkert merkilegt. En þaó er plat! Okkar Grettis- tök eru okkar Grettistök og öllum merkilegri fyrir okkur. Við erum allir þeir hópar, sem við sem einstaklingar tilheyr- um, og þeir eru okkur þeim mun mikilvægari þessir þóp- ar, sem þeir eru okkur ná- komnari; því nánari samskipti sem við höfum innan hópsins. Það er hægt að telja sér trú um allt, en það er blekking að álíta einhverjar (tilbúnar) per- sónur, sem við sjáum á skjánum (þær sjá okkur ekki, né heldur geta þær heyrt nokkurn skapaðan hlut) okk- ur á nokkurn hátt nákomnari en það fólk sem stendur við hlið okkar í lífsbaráttunni og myndar með okkur sveitarfé- lag. Við ísfirðingar erum t.d. hópur, sem skiptir hvert og eitt okkar einna mestu máli. Og ef við viljum geta verið stolt af þessum hóp okkar, þá skulum við örva hvert annað til dáða. — Jón Páll sjálfur segir, að það skipti sig afar miklu máli að heyra hvatning- arhrópin þegar hann fremur aflraunir sínar. Svo er og um aðra! HOLLUR ER HEIMAFENG- INN BAGGI — Ég er langt frá því að vera sá eini sem hef orðið fyrir vonbrigðum með aðsókn að menningarviðburði. Þau þekkja þetta einnig Litli Leik- klúbburinn, Tónlistarfélagið, Menningarráð o.fl. — Við þurfum að finna til skyldu okkar gagnvart menningar- framtaki í byggð okjkar. Velj- um íslenskt er sagt. Veljum ísfirskt. Veljum heimafengið! Örvum bæjarlífið með þátt- töku í því sem byggir upp og skilur eitthvað eftir. Mynd- bönd má alltaf sjá síðar og í dokkum og sjöllum er að mestum parti tíminn drepinn og veröldinni gleymt en hún að engu leyti bætt. Nú er það svo að við erum svolítið seinheppin með val á tíma fyrir menningarviðburði og fara vill stundum svo að allt á að ske í senn. Ekki væri fráleitt að Menningarráð sæi um samhæfingu, svo allir gætu fengið að njóta sín. — Eins sýnist mér nú að við skjótum stundum fram hjá marki með efnisval. Efnið þarf alltaf að hitta fólk og skilja við það sátt við að hafa komið að sjá og heyra. KIRKJUSÓKN OG SAFNAÐ- ARAÐILD Ég get ekki látið hjá líða að minnast svolítið á kirkjusókn. Þó aðeins bíóið dragi fleira fólk á viku hverri á samkomur sínar en kirkjan (ef það gerir það þá), finnst mér samt mjög alvarlegt hversu lítil kirkju- sókn er. Hvaða fólk er ísafjarðar- söfnuður? — Ég held að nauðsynlegt sé að gera sér mun á sókn og söfnuði. Sókn er það íbúasafn sem á að- gang á þjónustu tiltekinnar kirkju og greiðir til hennar sóknargjöld, en söfnuður er það fólk sem sækir þessa kirkju. Það að tilheyra þjóð- kirkjunni á ekki bara að vera tala í þjóðskrá heldur þátttaka í trúarlífi kirkjunnar. Hvað skyldu þá margir vera í söfnuðinum? — Það er ekki neitt til sem heitir prívatkrist- indómur, því íkristindóminum felst sú skylda að styðja safn- aðarsystkinin í framtaki safn- aðarins, tilbeiðslunni, upp- fræðslunni og þjónustunnii Það er t.a.m. vandséð hvernig bræra- og systrafélög, sem telja sig stunda mannræktar- störf á kristnum grundvelli geta tilreiknað sér árangur í starfi ef bræðurnir og syst- urnar sjást vart í kirkjum. Hinir ýmsu þjónustu- klúbbar hafa löngum verið dyggir í efnalegum stuðningi við kirkjur en láta undir höfuð leggjast að uppörva þá, sem halda messuverkinu og kirkjulífinu gangandi, með því að skjóta upp kolli í kirkjunni fáeinum sinnum yfir árið. Liggur hamingjuleiðin þvert á veg kirkjunnar? Er félags- merki á barmi markmiðið eða sönn bróður— /systurþjón- ustulund í barmi? Vió hér á ísafirði höfum allt og nágrannar okkar fjölmargt og fleira en okkur grunar. Þeir eru velkomnir til okkar og við eflaust til þeirra. Hlúum að okkar eigin menningarlífi hér vestra og sýnum samstöðu hvert með öðru. Það eykur metnaðinn og heilbrigt stolt og stuðlar að því á grundvelli blómlegs atvinnulífs, að fólk vilji eiga hér heima. Jakob Hjálmarsson Rótgróinn Isfirðingur skrifar: Slök þjónusta við gesti á ísafirði Hingað til hef ég ekki lagt það í vana minn að vera að rausa um eitt eða annað í blöðum sem mér hefur þó fundist að betur mætti fara í okkar annars ágæta sam- félagi. Samfélagi sem við heima- menn viljum kappkosta að gefi a.m.k. ekki eftir á neinn hátt því sem gerist í öðrum byggðum landsins. En nú get ég ekki orða bundist. Nú í dymbilviku sóttu okkur hjónin heim ágætir gestir af höf- uðborgarsvæði landsins, er ætl- uðu m.a. að njóta útiveru á skíð- um í faðmi fjalla blárra og þeirra rómuðu aðstæðna sem hér eiga að vera til að njóta útivistar og við heimamenn reynum að guma af hvenær sem tækifæri gefst. Nú er það auðvitað svo að það er ekki á mannlegu valdi að ráða veðurfari og því var veður á mið- vikudag í dymbilviku og fyrri hluta skírdags ekki eins og best varð á kosið. Eftir hádegi á skír- dag bráði þó af veðurofsa og um miðjan dag, var komið hið blíð- asta veður. Hugðu gestir mínir á skíðaferð á Seljalandsdal, enda búið að auglýsa rækilega í fjöl- miðlum 50. skíðaviku Skíðaráðs fsafjarðar. Þegar á Seljalandsdal var komið um síðdegi á skírdag voru aðstæður þar sem ekki eru á mannlegu valdi, svo sem veður og skíðasnjór, hinar ákjósanleg- ustu, en skíðalyftur lokaðar og enginn maður nærri er komið gæti þeim hlutum í gang, er nú verða að teljast nauösynlegir til skíðaiðkana. Var það dapurlegt sérstaklega með hliðsjón af því að ríkisútvarpið hafði um hádegi farið fjálglegum orðum um að- stæður og þjónustu á skíða- svæðum höfuðborgarinnar þennan sama dag. Því þótti mér þessi ferð gesta minna á Selja- landsdal sérstaklega endaslepp. Að kvöldi skírdags, hafði ég hugsað mér að sýna gestum mínum af höfuðborgarsvæðinu, að hér getum við boðið upp á matsölustaði og þjónustu er standi hliðstæðum á höfuðborg- arsvæðinu fyllilega á sporði. Hafði ég í huga að bjóða gestum mínum til matar á einum af mat- sölustöðum bæjarins. Um morg- uninn hafði ég samband við Hótel ísafjörö, og var mér tjáð að ástæðulaust væri að panta borð, ég skyldi bara mæta með gesti mína, er mér hentaði. Lét ég það gott heita, ekki síst í Ijósi þess að hinn nýi veitingastaður ,,Dokkan“ auglýsti meðáberandi hætti í Bæjarins Besta að opið væri þetta kvöld fyrir matargesti til kl. 22.30, þannig að kæmist ég ekki að á Hótelinu gæti ég þó alltént boðið gestum mínum til matar í Dokkunni. En ég átti eftir að verða fyrir miklum vonbrigð- um. Um kl. 8.30 um kvöldið mætti ég með gesti mína á Hótelið, þar var mér tjáð að matreiðslumað- urinn væri farinn og ekki hægt að fá annað en smárétti, úr því að klukkan væri orðin átta. Þetta var ég óánægð með og ákvað því að fara með gesti mína á hinn nýja rómaða matsölustað, Dokkuna. Þegar þangað kom var okkur tjáð að enginn matur væri fram- reiddur þetta kvöld og ekki möguleiki á því að fá keyptan mat. Nú voru góð ráð dýr og í raun engin önnur ráð en að snúa heim og taka saman mat fyrir gesti mína. Þar var og gert og tókst vonum framar og í sjálfu sér ekki ástæða til að fara frekari orðum þar um. En mér er spurn hvernig má það vera að þessir matsölustaðir sem hér hafa verið nefndir skuli yfirhöfuð geta leyft sér að auglýsa sig sem slíka og hver er tilgangurinn eða eru þessir staðir ef til vill að sigla undir fölsku flaggi? Mér þætti fengur í því að for- svarsmenn Hótels ísafjarðar og Dokkunnar gæfu skýringar á því hér í blaðinu hvers vegna, þrátt fyrir auglýstan tilgang þessara fyrirtækja, ekki var mögulegt að fá keyptan kvöldmat að kvöldi skfrdags. Einnig væri fróðlegt aö fá upplýst frá forráðamönnum skíðasvæðisins á Seljalandsdal er auglýstu 50. skíðaviku Skíða- ráðs Isafjarðar, hvers vegna skíðalyftur voru lokaðar síðla skírdags, þegaraðstæðurallartil skíðaiðkana voru orðnar hinar bestu.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.