Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.04.1985, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 12.04.1985, Blaðsíða 5
ísfirðingar unnu boðgönguna eftir 25 ára hlé. Hér er sigursveit Isfirðinganna. Talið frá vinstri: Einar Yngvason, Bjami Gunnarsson og Einar Olafsson. gaman að keppa á Siglufirði Einar Ólafsson takið, nú eru ekki allir hrifnir af því að menn skauti alla braut- ina og hefur verið talað um að banna það með einhverium hætti. „Þegar þetta kom, þá kom það bara eins og skellur á fólk. Núna er fólk farið að venjast þessu,. sjá þetta í sjónvarpi og þetta er orðið eðlilegra, bæði fyrir almenningi og keppnis- fólki og ég held að það verði erfitt að stoppa þetta.“ — Heldurðu þá að þetta verði ráðandi í göngukeppnum á næstu árum? „Ég held það.“ — Hefurðu einhverja skýringu á því af hverju menn breyttu skyndilega um tækni? Hvað hefur breyst í aðstæðunum? Þetta er aðferð sem allir hafa kunnað, að skauta. „Já, já, það hefur verið skautað alveg frá byrjun ein- hvern hluta brautarinnar, en það var aldrei troðið meðfram sporinu og þá var náttúrulega erfitt að skauta. Ætli það hafi ekkiverið 1970 sem vélsleðarnir komu og þá voru troðin betri spor og keppendur náðu meiri ferð. Síðan þegar brautirnar urðu breiðari og breiðari og lagt meira kapp á að hafa þær harðari þá fóru menn að setja út eitt og eitt skautatak í beygjum og síðan kemur Bandaríkja- maðurinn Bill Kock með skautatak á sléttu og í smá undanhaldi. Þá skautar hann út á annað skíðið. Þarna sjá menn sér færi á að auka ferðina. Síðan er það ekki fyrr en síðasta vor að menn fara að setja bara rennslisáburð undir allt skíðið og fara og vinna svoleiðis á mótum.“ — Er þá kominn meiri hraði í keppnina með þessu? „Já, það er talað um að það sé 3 — 9% hraðaaukning frá því sem áður var en ég gæti trúað að það sé ennþá meira ef maður miðar við tímana á síðasta heimsmeistaramóti t.d. Þeir sem skautuðu voru miklu fljót- ari en hinir.“ — En spilltu þeir ekki líka brautinni fyrir þeim sem gengu með gamla laginu? „Jú, þá er nærri því ómögu- legt að ganga með gamla laginu því að þeir sparka upp sporið með því að skauta. Samt er nauðsynlegt að hafa spor inn á milli þar sem er rennsli og þar sem er létt. Þá þarf maður ekki að hugsa um að stýra skíðinu sem maður skautar ekki með þegar maður skautar út í annað íi — Var eitthvað sem þér þótti sérstakt við þetta landsmót? „Ja, bara það að keppa á Siglufirði hefur alltaf verið rosalega gaman. Það er alltaf svo mikil stemning í kringum gönguna. T.d. í 15 km. göng- unni held ég að hafi verið um 300 manns að horfa á að meðan enginn horfði á svigið. Áhuginn á norrænu greinunum, sérstak- lega göngunni, er alveg gífur- legur þarna á Siglufirði. Þess vegna er alltaf svo gaman að keppa þar. Það eru svona hólar þarna þar sem brautin liggur yfir og inn á milli og maður sá fólkið hlaupa þarna á milli hól- anna og allir voru með klukk- urnar uppi til að taka tímann og sjá hvað væri mikill munur á milli manna. Það var svona stemning í kringum þetta sem gerir keppnina miklu skemmtilegri.“ — Ég sá að þú hafðir skráð þig í stökkið til að vera með í nor- rænu tvíkeppninni, hefurðu einhverntíma æft stökk? „Nei, ég keppti einhvern tíma. Þá var ég með það sama í huga að reyna að vinna í tví- keppninni. Þarna sá ég mér leik á borði því að ég var svo langt á undan næsta tvíkeppnismanni, Þorvaldi Jónssyni, í 15 km göngunni að ef hann hefði stokkið 45 metra og fengið 17 í stíl, þá hefði mér nægt að stökkva 20 metra með 10 í stíl, því ég hafði 15 mínútna forskot á hann í göngunni. Ég fór eitt prufustökk og það gekk nú ekkert alltof vel. Ég lenti á bungunni fyrir framan pallinn, komst ekki fram af henni. Svo bara lyppaðist maður niður og fór á bakinu niður.“ — Þú hefðir líklega ekki fengið mjög góða stíleinkunn fyrir það. „Nei, síðan var töluverður strekkingur og ég vildi ekki taka neinn séns. Ég á þetta bara inni.“ Þú ert ekki að hugsa um að fá þér stökkskíði og fara að æfa þetta? „Nei, ég verð bara að fá þau lánuð og æfa þetta nokkra daga fyrir mót eins og þeir gera.“ — Hvað er svo framundan? Ætlarðu að halda áfram og keppa á fullu? „Ja, það er stóra spurningin. Ef ég ætla að halda áfram vil ég vera úti. Ég vil ekki koma hing- að heim og vera alltaf í sama farinu. Aðstæður og veðrið bjóða varla upp á annað og svo er lítil keppni, því miður. Ef ég kemst ekki út, þá er ég hættur.“ Það er dýrt að æfa með landsliðinu — segir Guðmundur Jóhannsson, bikar- meistari og fjórfaldur íslandsmeistari íAlpagreinum Guðmundur Jóhannesson sigraði í öllum þeim keppnisgreinum sem hann tók þátt í á landsmótinu. Hann er í landsliði íslands í Alpagreinum ásamt Daníel Hilmarssyni og Arna Þór Arnasyni. Þeir hafa háð tvísýna baráttu uin sigurinn í bikarkeppn- inni og réðnst úrslitin ekki fyrr en í síðustu keppn- inni sem Guðmundur vann. Blm. Vf. náði tali af Guðmundi eftir að keppni í flokkasvigi lauk en þar unnu Isfirðingar með því að komast klakklaust í mark, aðrir féllu úr keppni. — Hvað ert þú nú búinn að vinna til margra gullverðlauna á þessu móti? „Þau eru fjögur.“ — Og svo er bikarkeppnin. „Já, þar er eitt til viðbótar.“ — Var þetta öruggt eða þurftir þú að berjast fyrir þessu? „Maður þarf náttúrulega alltaf að berjast fyrir því að vinna. Svo voru þeir óhjeppnir, hinir strákarnir. Daníel datt í fyrri ferðinni og Árni Þór í seinni ferðinni í stórsviginu en hann var með besta tímann eftir fyrri ferðina og svo féllu þeir báðir út í fyrri ferðinni í sviginu. Þar kom á óvart Ingólfur Gíslason frá Akureyri. Hann hugsa um það heldur bara að gera sitt besta.“ — Hvað er svo með framtíðina, ætlarðu að halda áfram að æfa og keppa með landsliðinu næsta vetur? „Ég veit ekki hvað verður en ég fer allavega út núna eftir páska með landsliðinu til Skandinavíu. Með framhaldið veit ég ekki. Það á nú að fara að athuga með fjárhaginn fyrir okkur því að þetta er svo rosa- lega dýrt að það er ekki hægt að standa undir þessu. Við þurfum að borga þriðjunginn af kostn- aðinum sjálfirá móti Skíðaráð- inu heima og Skíðasamband- inu. Áætlun fyrir næsta tímabil I Guðmundur Jóhannsson og Guðrún H. Kristjánsdóttir, bæði fjórfaldir sigur- vegarar í Alpagreinum. var með besta tímann eftir fyrri ferðina en sleppti hliði í seinni ferðinni.“ — Hvað ertu svo með mörg stig í bikarkeppninni nú þegar upp er staðið? „Ég er með 150 stig, það er fullt hús.“ — Hver kemur svo næstur? „Daníel Hilmarsson, hann er með 145 stig. Eftir stórsvigið vorum við jafnir þannig að úr- slitin réðust í sviginu.“ — Og var þá ekki dálítil pressa á þér í sviginu? „Jú, það var það nú reyndar, en maður reynir ekkert að gerir ráð fyrir 300 þús. krónum á mann og ég er búinn að segja að ég geti ekki staðið undir því.“ — Nú greiðir Dalvíkurkaup- staður kostnað fyrir Daníel. Hefur þú hugsað þér að fara fram á eitthvað svipað frá bæj- aryfirvöldum á ísafirði? „Ég hef ekki farið fram á neitt. Skíðasambandið ætlar að reyna að leysa fram úr þessu. Ég held að þeir ætli að reyna að halda fundi með fyrirtækjum og jafnvel sveitarstjórnum á hverj- um stað og reyna að fá ein- hverja styrki frá þeim.“

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.