Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.04.1985, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 12.04.1985, Blaðsíða 7
vestfirska rRETTABLADIS Borgarplast hf.: Ný fiskker og togarabretti Borgarplast hf, sem undan- farin 14 ár hefur rekið starfsemi sína í Borgarnesi, færði út kví- arnar seint á árinu 1983 með stofnun útibús í Kópavogi. Þar er rekin svonefnd hverfissteypa (rotational moulding) og fram- leiddir eru ýmsir stærri hlutir úr plasti, aðallega úr polyethylene, svo sem ílát frá 201. upp í 20001. Nýr tækjabúnaður var keyptur frá Frakklandi og þekking „know-how“ frá Ameríku, sem hefur það í för með sér að fyr- irtækið er tæknilega í fremstu röð í Evrópu. Á einu og hálfu ári hefur fyr- irtækið sett á markað þrettán nýjar vörutegundir, sem í flest- um tilfellum hafa annað hvort verið fluttar inn erlendis frá eða hreint ekki verið til á markaðn- um, þ.e. nýjungar. Þar má nefna ýmsar vörur fyrir matvæla- og efnaiðnað, svo sem fiskiker, vörubretti, brúsa, tunnu, 870 1. geymi, fyrir byggingariðnaðinn má nefna frárennslislagna- brunna og rotþrær fyrir sumar- bústaði. Allar vörur fyrirtækisins eru hannaðar af tæknimönnum þess, sem eru með áratuga reynslu í hönnun. Nú hefur Borgarplast sett á markaðinn tvo nýja hluti sem sérstaklega hafa verið hannaðir í samráði við og undir leiðsögn aðila í sjávarútvegi. Annars vegar er um að ræða nýtt fiskiker, 660 1, sem er sér- staklega hannað til notkunar í fiskiskipum og eins í gáma- flutning á ísuðum fiski. Af helstu nýjungum og kostum má nefna: 30 ker komast í 20 feta flutningagám, einangraðan, en mjög hefur færst í vöxt að notaðir séu einangraðir gámar og mikilvægt er að 30 ker kom- ist þar fyrir. Hægt er að koma handlyftara inn undir kerið frá öllum hliðum, sem er nýjung og jafnframt mjög mikilvægt bæði um borð í fiskiskipum og eins í fiskverkunarhúsum þar sem handlyftarar eru mikið notaðir. Hífibúnaður er efst á kerinu sem getur verið gott þegar ker standa þétt saman og gefur möguleika á að komast að þeim ofan frá. Kerið er framleitt úr Polyetylene, viðurkenndu efni til nota í matvælaiðnaði (US FDA). Kerið er einangrað með Polyuretane. Hægt er að snúa kerinu 180° með gaffallyftara. Hins vegar er komið á mark- aðinn nýtt vörubretti, svonefnt „togarabretti“ sem er sérhann- að bretti fyrir 70 og 90 1 fiski- kassa. Hér er um margar at- hyglisverðar nýjungar að ræða frá eldri gerðum og skulu hér nokkrar nefndar: Ekkert poly- urethane er í brettunum og því eru þau hæf til stórviðgerða. Neðra borð þekjunnar og neð- Vefnaðarvörudeild kaupfélagsins Stretch- efni Sumar- efni Vefnaðarvörudeild kaupfélagsins Fiskker frá Borgarplasti. an á fótum brettisins er upp- hleypt yfirborð sem stóreykur allt öryggi við vinnu með brettið þar sem hið upphleypta yfir- borð dregur mjög úr hálku plastsins. Fyrirstaða er á brún- um brettisins þannig að lítil hætta er á að fiskikassar renni út af brettinu. Borgarplast veitir viðgerðar- þjónustu á allar framleiðslu- vörur sínar sem á annað borð er hægt að gera við. Fréttatilkynning Námskeið um orkusparandi endurbætur húsa Orkusparandi endurbætur húsa hafa orðið æ mikilvægari með hækkandi orkuverði. Orkuverð- ið endurspeglast í auknum kröf- um sem gerðar hjafa verið í byggingarreglugerð um meiri einangrun og þéttari hús. Iðnaðarráðuneytið og Fé- lagsmálaráðuneytið hafa sem kunnugt er tekið saman höndum um aðgerðir á þessu sviði. Til stjórnunar á þessu átaki hefur verið skipuð þriggja manna verkefnisstjórn orkuá- taks. Á vegum þessarar verk- efnisstjórnar hafa verið sér- menntaðir 16 verk- og tækni- fræðingar. Þessir aðilar gefa ráðleggingar um orkusparandi endurbætur á húsum sem nota óeðlilega mikla orku. Frá fyrstu tíð hefur Rann- sóknarstofnun byggingariðnað- arins verið samstarfsaðili orku- ísafirði: Bolungarvík: Súðavík: Hnífsdal: Flateyri: Suðureyri: Þingeyri: Bíldudal: Patreksfirði: FILMUMOTTAKA ER Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM: Bókaverzlun Jónasar Tómassonar Einar Guðfinnsson hf., húsgagnadeild Kaupfélagið Kaupfélagið Brauðgerðin Verzlunin Suðurver Verzlun Gunnars Sigurðssonar Verzlun Jón S. Bjamason Verzlun Ara Jónssonar sparnaðarátaksins og t.d. reikn- að hagkvæmni valinna aðgerða. Nú þegar hafa verið skoðuð hátt í 200 hús á tæpu ári og ætl- unin er að skoða til viðbótar 500 — 700 hús á þessu ári og meta hagkvæmni hugsanlegra end- urbóta þeirra. Á næstunni má því búast við að verulegt fjármagn verði veitt til orkusparandi endurbóta eldra húsnæðis, enda hefur til þess verið stofnaður sérstakur lánaflokkur hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins. Fræðslumiðstöð iðnaðarins hefur því fengið sérfræðinga frá Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins til að undirbúa námskeið og semja ítarleg námskeiðsgögn um endurbætur á húsum með tilliti til orku- spamaðar. Námskeiðið er einkum sniðið fyrir iðnaðarmenn og haldið í fyrsta sinn þessa dagana í Reykjavík. Námskeiðshöfundar eru Björn Marteinsson verkfræð- ingur, Guðni Guðnason tækni- fræðingur og Jón Sigurjónsson verkfræðingur. Námskeiðið fjallar um fræðilegar forsendur fyrir tæknilegri uppbyggingu byggingarhluta og efnisval við endurbætur húsa. Farið er yfir þær aðgerðir sem orkusparnað- arráðgjafar hafa úr að velja og kostir þeirra og gallar ræddir. Loks er skoðað hús og þátttak- endur vinna úr þeim niðurstöð- um og velja og meta þær að- gerðir sem til greina koma til endurbóta. Þetta námskeið er nú boðið út um land, einkum á þeim svæðum sem búa við dýra _______________________________7 iFÁSTEIGNA-'Í i VIÐSKIPTI i j ÍSAFJÖRÐUR: I 2ja herbergja íbúðir: I Túngata 20, Góð íbúð á 2. I J hæð, fyrir miðju í fjölbýlishúsi, j J ásamt geymslu og sameign J 3ja herbergja íbúðir: I Stórholt 13,85 ferm. íbúð á 1. I I hæð í fjölbýlishúsi. I I Mjallargata 6, rúml. 100 ferm. | I snyrtileg íbúð á n.h. í þríbýlis- | I húsi ásamt geymslu og lóð. [ Heimabær 5, 80 ferm. íbúð á I J e. h. í fjórbýlishúsi. J 4 — 5 herb. íbúðir: I Stórholt 9,4 — 5 herb. íbúð í I fjölbýlishúsi. Lítur mjög vel út. I I Seljalandsvegur 44, 75 ferm. | I íbúð á e. h. í tvíbýlishúsi. Sér | I inngangur. I 5 — 6 herbergja íbúðir: [ Fjarðarstræti 27, ca. 95 ferm. [ íbúð í tvíbýlishúsi, meðstórum J garði, á góðum stað. [ Einbýlishús/Raðhús: I Sundstræti 37,110 ferm. lag- ■ I legt einbýlishús með stórum ■ I garði, á góðum stað. I Kjarrholt 7,154 ferm. einbýlis- | I hús með bílskúr og garði. | J Seljalandsvegur 28, 160 J ferm. einbýlishús á tveimur J hæðum. Fallegt útsýni. I Fagraholt11,nýtt,fullbúiðein- I I býlishús með góðum garði. I Urðarvegur 49, steinsteypt, I nýtteinbýlishúsmeðbílskúrog | I garði. J Heimabær 3, 5 herb. einbýlis- J húsátveimurhæðum, aukriss J og kjallara. I Hlíðarvegur 36, 3x60 ferm. I I raðhús á góðum stað. I J BOLUNGARVÍK: I Þjóðólfsvegur 16, einstakl- | I ingsíbúð í fjölbýlishúsi. I ■ Vitastígur 21, 85 ferm. íbúð á . ■ n. h. í tvíbýli. • Vitastfgur 25, 100 ferm. íbúð [ J á e. h. í nýlegu húsi, auk J [ geymslu. I Traðarstígur 5, 70 ferm. ein- I I býlishús með kjallara og lóð. I Vitastígur 8,180 ferm. einbýl- . . ishús, vikurhlaðið. I Völusteinsstræti 13, 105 ■ I ferm. einbýlishús, byggt 1962. I I Höfðastígur 14,113ferm.ein- | I býlishús ásamt bílskúr og 60 | I ferm. kjallara. | Holtastígur 22, 95 ferm. J nýlegt, fullbúið timburhús (ein- . [ inga). I Tiyggvi j : Guðmundsson: i hdl. : i Hrannargötu 2, ísafirði, l sími 3940 l l..............................J upphitunarorku. Fræðslumiðstöð iðnaðarins væntir þess að námskeiðinu verði vel tekið og veitir allar nánari upplýsingar um það í síma 91-687000 og 91- 687440. Ætlunin er að halda það á ísafirði fyrir Vestfirska bygg- ingariðnaðarmenn dagana 19. t.o.m. 21. apríl n.k. Innritun og nánari upplýs- ingar hjá Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen, Ásgeiri Guðmundssyni, í síma 3708. Fréttatilkynning.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.