Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 18.04.1985, Side 1

Vestfirska fréttablaðið - 18.04.1985, Side 1
15. tbl. 11. árg. vestfirska 18. apríl 1985 rRETTABLASID TIL REYKJAVIKUR TIL AKUREYRAR FLUGLEIDIR Tækjasýning LAUGARDAG KL. 10:00 — 18:00 Verslunin tJdxó ísafirði sími 3103 Skipasmíðastöð Marsellíusar hf.: Smíðar skip fyrir Rækju- verksmiðjuna hf. Rækjuverksmiðjan í Hnífsdal hefur samið við Skipasmíðastöð Marsellíusar hf um smiði á 90 — 100 lesta bát fyrir verksmiðj- una. Bátur þessi verður gerður út á rækjuveiðar, bæði í ísafjarðar- djúpi og úti á djúpmiðum. Hann verður 22 m langur og 6.5 m á breidd. Öll hönnunarvinna bátsins fer fram í Skipasmíða- stöðinni og er aðallega unnin af Sævari Birgissyni fram- kvæmdastjóra. Smíðin hefst í sumar og er reiknað með að hún taki um eitt ár. Guðmundur Sigurðsson framkvæmdastjóri Rækjuverksmiðjunnar segir að þetta sé mjög heppileg stærð á rækjuveiðiskipi, þeir hafi reynt að vera með loðnubáta á þess- um veiðum en þau hefðu varla haft fyrir olíukostnaði. Með smíði þessa báts er brotið blað í sögu járniðnaðar á ísafirði þar sem þetta er fyrsta nýsmíðaverkefni Skipasmíða- stöðvar Marsellíusar hf eftir að fyrirtækið varð til í núverandi mynd og jafnframt er þetta fyrsta skip sem smíðað er á ísa- firði frá árinu 1982. Áætlað er að skipið muni kosta Rækju- verksmiðjuna um 30 milljónir króna. Hópur áhugamanna um úrbætur í húsnæðismálum: Ástandið að leggja heimili í rústir Hópur áhugamanna um úr- bætur í húsnæðismálum á Vest- fjörðum hefur tekið saman bréf sem sent hefur verið öllum ’Brúðu-’l leikhús j — ísamkomusal | skólanna íþrótta- og æskulýðsráð ! ísafjarðar gengst fyrir | brúðuleiksýningum á vegum I Brúðuleikhússins um næstu J helgi. I Sýningar verða í sam- ■ komusal skólanna laugar-j daginn 20. apríl klukkan I 15:00 og á sunnudaginn 21. J apríl klukkan 14:00. Sýndir \ verða leikþættir sem voru í | Brúðubílnum, en þeir heita I „Afmælisdagur uglunnar“ I og „ Gestir frá Afríku.“ I Sýningin tekur um l'Æ g klukkustund og miðaverð er I 100 krónur. Það eru þær J Helga Steffensen og Sigríður \ Hannesdóttir sem standa að I Brúðuleikhúsinu. þingmönnum kjördæmisins. Samskonar bréf hafa verið send þingmönnum annarra kjördæma af „áhugamönnum'4 á hverjum stað. Bréfið til þingmanna Vestfjarða er svohljóðandi: Það hefur vart farið fram hjá neinum að undarlegt ástand hefur skapst hjá því fólki á ís- landi, sem er að koma þaki yfir höfuð sér. Menn eru lengur að vinna fyrir eftirstöðvum lána sinna, jafnvel þótt þeir standi í skilum, vegna þess að skuldir vaxa með hækkandi vísitölu, en laun eru ekki bundin sömu vísitölu. Það ætti að vera hverj- um manni ljóst að þannig er ekki hægt að halda áfram, fyrr eða síðar hlýtur þetta að enda með ósköpum ef ekkert er að gert. Það getur ekki talist sann- gjarnt að húsbyggjendur beri svostóran hluta byrðarinnar við að kveða verðbólgu niður. Að undanförnu hafa á þriðja hundrað Vestfirðingar látið skrá sig í hóp áhugamanna um úrbætur í húsnæðismálum. Þetta er mjög fjölbreyttur hópur fólks alls staðar að úr kjör- dæminu, en hefur það sameig- inlegt að ástandið í húsnæðis- málunum er að leggja heimili þess í rústir. Þetta fólk krefst skjótra úrbóta og væntir þess að allir góðir menn leggist hér á eitt. Síðastliðið sunnudagskvöld hélt bæjarstjóm ísafjarðar hóf á Hótel ísafirði til heiðurs skíðamönnum sem stóðu sig afburðavel á nýafstöðnu landsmóti og sundmönnum úr Sunddeild Vestra en þeir hafa sem kunnugt er staðið sig með afbrigðum vel að undanförnu og núna síðast á Sundmeistaramóti Islands og á innanfélagsmóti sem haldið var strax eftir sundmeistaramótið settu ísfirðingar fjölda íslandsmeta í íþrótt sinni. Fyrir einhvern misskilning afþakkaði einn af forráðamönnum sunddeildarinnar boðið fyrir sína menn og þegar misskilningurinn hafði verið leiðréttur, þá var orðið of seint að boða sundmenn til hófsins á nýjan leik. A mvndinni er sigursveit Isfirðinga í flokkasvigi. Hana skipa þeir Hafsteinn Sigurðsson, Rúnar Jónatansson, Guðjón Olafsson og Guðmundur Jóhannsson. Nú eru rétt tuttugu ár síðan Hafsteinn Sigurðsson vann fyrst sigur ■ flokkasvigi á Islandsmóti með félögum sínum, en það var á Akureyri árið 1965. Aðrir í þeirri sveit voru Samúel Gústafsson, Kristinn Benediktsson og Arni Sigurðsson. L. I. frumsýnir á miðvikudaginn revíuna: Engin mjólk og ekkert sykur Litli Leikklúbburinn á Isa- firði verður 20 ára næsta mið- vikudag, þ.e. síðasta vetrardag. Ætlunin er að halda veglega upp á afmælið og hefur verið samin heil revía í því skyni sem verður frumsýnd á afmæliskvöldið. Fyrir áramót var skipuð 5 manna nefnd til að semja revíu en fljótlega þynntist hópurinn nokkuð. Höfundar revíunnar eru því aðallega þrír, þau Pétur Bjarnason, Páll Ásgeirsson og Hanna Lára Gunnarsdóttir. Sú síðastnefnda var spurð um efni revíunnar og hvernig undir- búningurinn hefði gengið. Að sjálfsögðu var ekki mikið gefið út um efni revíunnar því að revíur fjalla á gamansaman og ef til vill nokkuð gagnrýninn máta um samtímamálefni og það er engum greiði gerður með því að fara að skrifa of mikið um það í blöð. Þó getur Vf upplýst að sögusviðið er hótel sem á við ákveðna rekstrarörð- ugleika að stríða og það ásamt nokkrum persónum mynda nokkurs konar ramma sem tengir verkið saman. Hinsvegar samanstendur verkið af mörg- um aðskildum atriðum eða þáttum þar sem ýmislegt úr umhverfi okkar er til umfjöll- unar. Hanna Lára sagði að það hefði gert höfundunum erfitt um vik við revíusmíðina að þegar til átti að taka reyndist veruleikinn svo fáranlegur á köflum að næsta ómögulegt var að krydda hann nokkuð án þess að eiga það á hættu að ofbjóða fólki. Hvernig til hefur tekist verða sýningargestir að dæma um en blaðamaður Vf getur vottað það að miðað við sýnis- horn sem hann sá af revíunni á æfingu um daginn er óhætt að fullyrða að þar var gott verk í uppsiglingu. Eitt var það sem Hanna Lára sagði að hefði vakið furðu leik- klúbbsmanna, en það var að í þessum makalausa tónlistarbæ sem hefur útskrifað fjöldann allan af konsertpíanistum reyndist næstum ógerlegt að fá einhvern til að glamra undir á eitt píanó. Sú sem að endingu fékkst til starfans er Stefanía Sigurgeirsdóttir. Frá æfingu L. I. á Engri mjólk og engu sykri. í þessu atriði er verið að ræða hlutverkaskipan í leikriti um Fjalla-Eyvind og Höllu hjá áhugaleikflokki. Slagsmál í uppsiglingu.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.