Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 2
vestfirska 2 vestfirska FRETTABLADID V estíirska Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00og 13:00 17:00. Síminn er4011. Ritstjóri: Árni Sigurðsson. Blaðamaður Yngvi Kjartansson Stórholti 17, sími4432. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan fsrún hf. (safirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. FRETTABLADIS Ritstjórnargrein Vinnufrið, frjálsræði og réttagengis- skráningu. Viö gleöjumst nú, sem höldum því fram að landsbyggðinni sé mestur akkur í auknu frjálsræöi í peningamálum og friöi fyrir eilífum björgunaraðgerðum stjórn- valda. Nú gengur maður undir manns hönd og tekur undir skoðanir okkar um rétt útflutningsins til ráðstöfunar gjald- eyris og kröfuna um að gengið sé rétt skráð hverju sinni, eða fari hreinlega eftir framboði og eftirspurn. Þrenn landssamtök skipuð áhugafólki um byggðamál héldu með sér fund á Akureyri fyrir stuttu. öll þessi samtök leggja höfuðáherslu á ótvíræða og virka valddreifingu sem þau telja að feli í sér aukið sjálfstæði landsbyggðarinnar, stjórnunarlegt og efnahagslegt, ásamt óskoruðum umráðarétti yfir eigin aflafé heima í héraði. Þá ieggja samtökin á- herslu á nauðsyn réttrar gengisskrán- ingar og frjálsrar verslunar með erlendan gjaldeyri. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins er ómyrkur í máli um byggðastefnuna. Hann kennir hana við „betlistaf, náðarbrauð og ölmusu“. Tel- ur hann byggðastefnu Framsóknar hvor- tveggja í senn, mannlega niðurlægjandi og hagfræðilega heimsku. Og að auður- inn, sem skapaður er hjá frumgreinunum ■ byggðarlögum landsins streymi suður í gegn um falska gengisskráningu, bankakerfið, sölusamtökin, verslunina og þjónustuna. Þau úrræði, sem hann telur vænlegust til að koma í veg fyrir þessa ósvinnu eru ekki þau að skila einhverju af þessum tekjum til baka í ölmusuformi í gegn um byggðastefnu. Nei, krafan er að skrá gengið rétt á hverjum tíma og versla með gjaldeyri heima í héraði. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um síðustu helgi mátti greinilega finna ferskan andblæ hliðstæðra grundvallar- skoðana. Tómas Ingi Olrich, mennta- skólakennari flutti þá erindi sem hann nefndi ,,í orði og á borði“. Þar leiddi hann rök að gildi þess að létta oki falskrar gengisskráningar og ofstjórnar af lands- byggðinni. Atvinnumálanefnd landsfundar lagði áherslu á rýmri rétt útflytjenda til þess að geyma erlendan gjaldeyri á eigin reikn- ingum og ráðstafa honum sjálfir. Þar kom einnig fram áhugi á því að tekin verði upp frjáls ákvörðun gengis á markaði. Orðrétt segir í öðrum kafla verkefna- skrár Sjálfstæðisflokksins, sem sam- þykkt var með miklum meirihluta at- kvæða á landsfundi: „Áhersla verði lögð á frjáls utanríkis- viðskipti. Útflytjendum verði gefinn kostur á að leggja andvirði útflutnings á gjaldeyrisreikninga í innlendum bönkum með frjálsum ráðstöfunarrétti. Byggða- stefna felist fyrst og fremst í uppbygg- ingu aðrbærrar atvinnustarfsemi. Tekju- öflunarmöguleikar atvinnulífsins á landsbyggðinni verði treystir með réttri gengisskráningu og skynsamlegri pen- ingastjórn fremur en að byggðastefnan felist í styrkjakerfi á kostnað skattgreið- enda, neytenda, eða opinberra sjóða“. Mikill meirihluti landsbyggðarmanna er tilbúninn til þess að taka þessa frjáls- lyndu stefnu í byggðamálum upp á sína arma og berjast fyrir henni. Berjast fyrir því að fá frið fyrir eilífum ráðstöfunum og bjargráðum, sem felast í því einu að skila til baka því sem frá okkur hefur verið tekið. Við viljum vera lausir við hina stagbættu flík byggðastefnunnar, og það hvimleiða ámæli að við séum ölm- usumenn á þjóðféiaginu. f staðinn viljum við fá vinnufrið, frjálsræði og rétta gengisskráningu. " A TILBOÐ Hamborgarar+brauð, 5 stk. á bakka [> aðeins 28 kr. stk. Matvöruverslanir K. í. Lesendadál ku r Hótel ísafjörður: „Rótgrónum lsfirðingi“ svarað Vegna ritaðs bréfs í Vestfirska fréttablaðinu þ. 12.04.1985, var farið nokkrum orðum um slaka þjónustu á Hótel ísafirði, fimmtudaginn 04.04.1985. Okkur hér á hótelinu þykir leitt með umræddan dag, sér í lagi þar sem við höfum reynt að af fremsta megni að sinna öllum þeim gestum sem hingað leita eins og við best getum. Þér kváðust hafa hringt um- ræddan morgunn og verið tjáð að ekki þyrfti að þanta borð. Þar hefur orðið misbrestur á, því auðvitað þarf ávallt að panta borð, svo matreiðslumaðurinn viti ef einhver ætlar að koma og eiga góða stund við mat og drykk. í Vestfirska fréttablaðinu var auglýst að opið yrði frá 05.04. — 07.04.1985 frá kl. 19.00 til 21.00, sem sagt föstudags-, laugardags- og sunnudags- kvöld, en aðra daga er matur framreiddur frá kl. 19.00 til 20.00, nema annað sé pantað sérstak- lega og oft er maturinn lengur ef „traffikin" býður upp á slíkt. Smáréttir eru á boðstólum frá kl. 11.00 f.h. til kl. 22.30 sem eru m.a. hamborgarar, samlokur, kjúklingar og pizzur. Öll gagnrýni er til góðs og vilj- um við eindregið heyra frá fólki ef því mislíkar eitthvað, því batn- andi stað er best að lifa. Virðingarfyllst, f.h. Hótels ísafjarðar, Guðrún Ág. Janusdóttir, hótelstjóri, Guðni Kristmundsson, matsveinn. Isafjörður á frábært listafólk og undursamlegt skíðaland njóta þess. Ég vil benda þessum unga manni og aðstandendum hans að halda áfram á sömu braut. (Því miður veit ég ekki hvaða hann heitir en hann var í þrem eða fjórum öðrum atrið- um). Haltu áfram á þessari braut. Með þökk fyrir góða skemmt- un, ísfirðingar. Kem örugglega á næstu pásk- um. Jóhanna Friðriksdóttir, Reykjavík Ágætir ísfirðingar Eftir velheppnaða páskaferð til ísafjarðar tek ég mér penna í hönd. Þið ísfirðingar eigið ekki bara undursamlegt ævintýra- og drauma -og skíða-land, heldur frábært listafólk. Þannig var að mér var boðið á Kabarett á skír- dag og er langt síðan ég hef skemmt mér jafn vel. Þarna voru listamenn á öllum aldri, gaman var að sjá þetta unga fólk spila á ýmis hljóðfæri, mestu kátínuna vakti hið frábæra Blue Grass Band að Westan. En þó vakti einsöngur ungs manns aðdáun mína mest, ég hef ekki heyrt hans getið eða heyrt í honum áður, mér skildist að hann hafi komið inn vegna forfalla. Söngur þessa unga manns var eins og að heyra í einhverjum þekktum og lærðum söngvara, bjartur, hreinn og mikill tenór. Ef ísfirð- ingar eiga mikið af svona lista- fólki, þá er slæmt að fá ekki að Smáauglýsingar TIL SÖLU Casita Saphir fellihýsi, vel með farið. EINNIG Subaru 4x4, árgerð 1982, hátt og lágt drif. Ekinn 29.000 km. Upplýsingar í síma 7160. Valur. BÍLL TIL SÖLU Tilboð óskast í Ford Galaxi, árgerð 1970, 8 cyl., sjálf- skiptur, skoðaður 1985. Upplýsingar í síma 3853 og að Tangagötu 22, þar sem bifreiðin er. TIL SÖLU Toyota Corolla Liftback, ár- gerð 1978, nýlega sprautaður. Upplýsingar í síma 3859 milli kl. 19:00 og 20:00. TIL SÖLU Fiat 125, árgerð 1978. Góður bíll. Upplýsingar í síma 3392. TIL SÖLU Emmaljunga barnavagn, rauður, Emmaljunga barna- kerra, blá, barnarimlarúm, hvítt, barnavagga úr basti, Yamaha PS 30 lítið orgel. Allt vel með farið. Upplýsingar í síma 4934 eftir kl. 18:00. I LÍTIL ÍBÚÐ EÐA HERBERGI I Óskað ereftir lítilli 2 herbergja ! ibúð, eða herbergi með að- ! gangi að eldhúsi og baði, frá ■ 1. júní n. k. Þarf að vera á Eyr- I inni. I Upplýsingar í sfma 4006 alla I virka daga. TIL SÖLU Saab 99GL, árgerð 1981, ek- inn 50.000 km.. Vetrardekk á felgum. Góður bíll. Upplýsingar í síma 4169. KETTLINGUR Vantar nokkurn lítinn kettling á gott heimili? Upplýsingar í síma 4774. ATVINNA 23 ára konu vantar atvinnu, hálfan eða allan daginn. Upplýsingar í síma 4774 til kl. 19:00. TIL SÖLU Saab 99, árgerð 1974, ekinn 100.000 km. Verð ca. 110 þús. kr.. Skipti á ódýrari bíl. Upplýsingar í síma 4774 eftir kl. 19:00. TIL SÖLU 25 hestafla Chrysler utan- borðsmótor. Upplýsingar í síma 3193 á kvöldin. BARNAGÆSLA Getum bætt við nokkrum I börnum í morgungæslu í I sumar. Upplýsingar í símum 4152 og I 4335. I ÓSKA EFTIR Óska eftir að kaupa notaðan ísskaþ. Upplýsingar í síma 3625 eftir kl. 19:00 PÍANÓSALA — PÍANÓSTILL- INAR — PÍANÓVIÐGERÐIR Tek gömul píanó ipp í kaup- verð nýrra. Ingólfur Pálmason, hljóðfær- aumboð Vesturgötu 17 sími 91- 11980 kl. 14:00 — 18:00. Heimasími 91-30257 TIL SÖLU Er húseignin Bakkavegur 25 sem er 118 ferm. einbýlishús úr timbri byggt 1974, ásamt bílskúr 36 ferm. Upplýsingar í síma 3967 eftir kl. 19:00 og um helgar TIL SÖLU Hraðbáturinn Geysir B1264. Bæring G. Jónsson Valgeir Guðmundsson ísafirði.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.