Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 4
vestfirska 4 FHETTABLAEID Viðtalstími Föstudaginn 19. apríl verða bæjarfulltrú- amir Geirþrúður Charlesdóttir og Guðm- undur Sveinsson til viðtals við bæjarbúa á bæjarskrifstofunni kl. 17:00 — 19:00. Bæjarstjórinn Sjúkraliði og starfsstúlkur Óskast til starfa við Elliheimili ísafjarðar. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 3110. TIL SÖLU er íbúðarhúsið að Torfnesi ísafirði, til brottflutings eða niðurrifs. Húsið er timburhús, hæð og rishæð á steyptum kjall- ara. Til sölu og brottflutnings er skúr haf narvogarinnar í því ástandi sem hann er við hafnarkantinn á ísafirði. Tilboðum skal skilað á Tæknideild ísafjarðar- kaupstaðar fyrir 10. maí n.k. Bæjarstjórinn á ísafirði Vinnuskólinn á ísafirði Óskað er eftir að ráða fimm flokkstjóra við vinnuskólann í sumar frá 1. júní — 1. ágúst. Aldurstakmark er 18 ár. Upplýsingar og eyðublöð hjá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Jafnframt óskast þrír flokksstjórar við starfsvelli. Upplýsingar gefur félagsmálafulltrúi. BÆJARFÓGETINN Á iSAFIRÐI SÝSLUMAÐURINN í ÍSAFJARÐARSÝSLU LAUS STAÐA Staða skrifstofumanns er laus til umsóknar frá 1. júlí 1985. Starfið felst í almennri afgreiðslu, vinnslu og frágangi skírteina og leyfa, vélritun o.fl. Laun eru samkvæmt launakerfi starfs- manna ríkisins. Umsóknum skal skila skrifstofu minnar eigi síðar en 15. maí 1985. 15. apríl 1985 Bæjarfógetinn á ísafirði Sýslumaðurínn í ísafjarðarsýslu Pétur Kr. Hafstein Tillögur að framtíðar Nefiid sú sem skipuð var af bæjaryfirvöldum til að gera tillögur að framtiðarskipulagi skólamla á Isafirði hefiir lokið störfum sínmn og skilað af sér tillögum ásamt greinargerð. Megiiiinntak þessara tillagna er að allir skólar á grunnskólastigi verði sameinaðir í einn skóla og gert verði átak í að byggja hann upp. Hér í blaðinu eru tillögur nefndarinnar um grunnskólann ásamt grein- argerð og lýsingu á núverandi ástandi og er þetta allt tekið upp úr skýrslu nefiidarinnar. I næsta blaði verður á sama hátt gerð grein iyrir tillögum um framtíðarskipan framhaldsskóla á Isafirði. Þar, eins og í tillögum um grunnskólann er gert ráð iVrir því að skólamir verði sameinaðir undir eina stjóm en þó ekld fyrr en breytt hefiir verið reglum um kostnaðarskiptingu sveitarfélaga og rflds við rekstur framhaldsskóla en eins og er myndi sameining hafa stórlega útgjaldaaukningu í för með sér fyrir bæjarsjóð Isafíarðar. HÚSNÆÐISVANDI SKÓL- ANNA OG ÁHRIF HANS Á SKÓLASTARF. Húsnæðiskreppa skólanna á Isafirði veldur ýmsum erfið- leikum í skólastarfinu. Þó er vandinn ekki alveg sá sami hjá þeim öllum. Barnaskólinn á Isafirði er í 15 ára gömlu húsi sem fullnægir, svo langt sem það nær, kröfum tímans. Gagnfræðaskólinn er hins vegar í gömlu húsi, sem full- nægir engan veginn kröfum tímans. Til dæmis má nefna að flestar kennslustofur í Gagn- fræðaskólanum eru aðeins um 40 ferm. eða um það bil 2/3 af stærð venjulegrar kennslustofu. Barnaskólinn er svipað settur hvað húsnæði snertir og Gagn- fræðaskólinn. Húsnæðið er mjög þröngt og aka þarf börn- um inn á Isafjörð í flestar sér- greinar. Hér á eftir verður gerð stutt- lega grein fyrir skólastarfinu veturinn 1984 — 1985. 1. Almenn kennsla er sam- kvæmt viðmiðunarstundaskrá. Barnaskólarnir eru báðir tví- setnir að hluta. 2. Heimilisfræði eru kennd í öllum bekkjum frá 1. — 9. bekk. Öll kennslan fer fram í Hús- mæðraskólanum Ósk, nema hluti bóklegs náms sem fram fer í Gagnfræðaskólanum. 3. Tónmennt er engin kennd í skólunum. Enginn tónmennta- kennari hefur fengist til starfa. 4. Handmennt drengja í Barnaskólanum er kennd í bráðabirgðahúsnæði í kjallara Iþróttahússins. I Gagnfræða- skólanum er handmennt dren- gja kennd í lausum bráða- birgðastofum á lóð skólans. 5. Sundkennsla fer fram í Sundhöll ísafjarðar, sem er 40 ára gömul, 16% x 8 m að stærð. 6. íþróttakennsla fer fram í Iþróttahúsinu, sem er einnig 40 ára gamalt hús. íþróttakennslan er skert en í staðinn er bætt við sundtímum. Iþróttakennsla fer einnig fram í Félagsheimilinu í Tillögur 1. Nefndin leggur til að allt nám á grunnskólastigi verði fellt undir eina yfirstjórn frá og með skólaárinu 1985 — 1986. Grunnskólarnir þrír, Barnaskóli ísafjarðar, Gagn- fræðaskólinn á ísafirði og Barnaskólinn í Hnífsdal verði lagðir niður en í þeirra stað stofnaður nýr skóli, Grunn- skólinn á ísafirði, með aðsetri í húsakynnum grunnskól- anna á Eyrinni, en í Hnífsdal verði starfrækt útibú fyrir 6 — 12 ára börn búsett þar. Við hinn nýja grunnskóla verði ráðnir skólastjóri, yf- irkennari, skólaritari, húsvörður og gangaverðir, auk þess sem einum kennara verði falin dagleg umsjón með kennslu barnanna í Hnífsdal og fái hann kennsluafslátt í samræmi við nemendafjölda á sama hátt og skólastjórinn þar fær nú. 2. Tafarlaust verði hafist handa um úrbætur í húsnæðis- málum grunnskólans. Ráðinn verði arkitekt til að endur- skipuleggja núverandi húsnæði skólans, athuga hvort nærliggjandi húsnæði, svo sem bókasafn og húsakynni í Húsmæðraskólanum Ósk muni henta skólanum og gera tillöguteikningar að viðbótarhúsnæði. Miðað verði við að húsnæði þetta fullnægi kröfum sem gerðar eru nú til kennslu í forskóla og 1. — 9. bekk grunnskóla með þrí- skiptum aldurshópum. 3. Gerð verði framkvæmdaáætlun sbr. 2. lið, sem miðist við að húsnæðið verði fullbúið árið 1990. 4. Strax í sumar verði útbúin vinnuaðstaða fyrii) kennara í samráði við þá, með tilliti til áðurnefndra skipulags- breytinga. 5. Leitað verði eftir samþykki Menntamálaráðuneytisins fyrir því að kostnaður við breytingar á húsnæði, sbr. 2. og 4. lið teljist til stofnkostnaðar. 6. Þegar festa er kornin á hið nýja fyrirkomulag og hús- rými leyfir verði athugað hvort æskilegt sé að flytja elstu bekki úr Hnífsdal í skólann á Eyrinni. 7. Gert verði ráð fyrir því með vaxandi byggð á ísafirði verði grunnskóli eða hluti grunnskóla starfræktur á Fjarðarsvæðinu.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.