Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 24.04.1985, Qupperneq 1

Vestfirska fréttablaðið - 24.04.1985, Qupperneq 1
MS MÁNAFOSS Á ÍSAFIRÐI AÐ SUNNAN, ALLA ÞRIÐJUDAGA AÐ NORÐAN, ALLA FÖSTUDAGA EIMSKIP STRANDFLUTNINGAR Símar: Skrifstofa 4555 Vöruhús 4556 Niðursoðnir ávextir á tilboðsverði — ★ — Kjötborðið okkar bregst aldrei! CinarQuðfjinnszon h. ý ^ínti 7200 - ^//5 Solumja’iúíh Verkfalli lokið nema á Þingeyri Samningar hafa tekist í kjaradeilu sjómanna við Út- vegsmannafélag Vestfjarða. í gær samþykktu félagar í Sjómannafélagi ísfirðinga og útvegsmenn samninga sem náðust í fyrrinótt. Verkfalli er því lokið á ísafirði. Áður höfðu samningar náðst milli ASV fyrir hönd félaga allt frá Bíldudal til Súðavíkur. Sá samningur var svo felldur í verkalýðsfélaginu Brynju á Þingeyri og eru sjó- menn þar því enn í verkfalli. Helstu nýmæli samninganna eru starfsaldurshækkanir á laun. fækkun línuróðra í 5 á viku, hækkun á hlífðarfatapen- ingum, vikulegar greiðslur kauptryggingar og samið var um skiptakjör á útilegubátum sem róa með línubeitingavél. Samningurinn gildir til 31. des- ember 1986 og urðu samnings- aðilar sammála um að notfæra sér ekki heimild til uppsagnar samnings á samningstímanum þó að til gengisbreytinga komi. Línusjómenn á ísafirði eru ó- ánægðir með samninginn og hafa flestir, ef ekki allir sagt upp störfum. Hurðin af TF Rán fundin — Vélbáturinn Óli fékk hana í rækjutroll Vélbáturinn Óli frá Bolung- arvík fékk hurðina af TF Rán, þyrlu landhelgisgæslunnar, í trollið þar sem hann var að rækjuveiðum í Jökulfjörðum síðastliðinn föstudag. Allmikil leit hafði verið gerð að hurðinni á þessum slóðum og voru menn orðnir vonlitlir um að hún fyndist nokkurn tíma. Pétur Runólfsson skip- stjóri sagði að hún hefði kornið í trollið út af Höfðaströnd í Jök- ulfjörðum og mun það vera á svipuðum slóðum og þyrlan fór niður. Flugvél Landhelgisgæsl- unnar kom til ísafjarðar á föstudaginn og flutti hurðina suður þar sem flugslysanefnd fékk hana til athugunar en líkur þóttu vera til þess að hurðin ætti þátt í slysinu. Gleðilegt sumar! spurður um það hvernig hefði gengið og hvað væri framundan. „Ferðin gekk í alla staði mjög vel, við vorum þarna í 9 daga, æfingar voru tvisvar á dag og liðið lék 3 æfingaleiki við Belg- ísk lið. Fyrsti leikurinn var við varalið Lokeren og unnu tsfirð- ingar hann 1:0. Næsti leikur var gegn R.C. Gent sem vann ís- firðinga með 3 mörkum gegn 2. Síðasti leikurinn var gegn F.C. Eksaarde og unnu ísfirðingar þá 3:0.".Jakob sagði að það hefði ríkt mikil ánægja meðal ísfirðinga með árangurinn í þessum leikjum, sérstaklega leiknum gegn Lokeren sem hefur mjög góðu liði á að skipa, þó að varalið sé. Um síðustu helgi fór liðið svo til Reykjavík- ur og lék þar tvo æfingaleiki, þann fyrri gegn KR og lauk honum með markalausu jafn- tefli. Seinni leikurinn var gegn Ármanni og unnu Isfirðingar hann með 5 mörkum gegn 1. Um aðra helgi fer lið ÍBÍ svo aftur til Reykjavíkur og leikur þar 3 æfingaleiki sem verða þeir síðustu fyrir íslandsmót. Nokkrar mannabreytingar hafa orðið á liðinu frá því í fyrra. Guðmundur Magnússon er farinn til KR, Magni Björns- son markmaður fer til Þróttar Neskaupstað og Atli Einarsson til Víkings. í stað þessara leik- manna koma Hreiðar Sig- tryggsson markmaður aftur til liðsins en hann lék með Ein- herja á síðasta sumri og bræð- urnir Jón og Örnólfur Odds- synir koma aftur til liðs við ÍBÍ. Jón frá Breiðabliki en Örnólfur frá Víkingi. Einnig má búast við að einhverjir komi upp úr öðr- um flokki en þar er allstór hóp- ur sem bankar á dyr meistara- flokks. Þjálfari í sumar verður sá sami og í fyrra, þ.e. Gísli Magnússon og víst er um það að ísfirðingar ætla sér ekkert ann- að en 1. deildarsæti eftir sum- arið. Bolungarvík: Lionsmenn í línuróður Uonsklúbbur Bolungarvíkur fór í árlegan línuróður á Hug- rúnu ÍS 7 á sunnudaginn. í áhöfn skipsins voru ein- göngu Lionsmenn að undan- skildum vélstjóra sem fylgdi skipinu. Flestir voru nú vanir sjómenn, en eitthvað voru þeir þó misvanir. Aflinn varð rúm 12 tonn, mest steinbítur, en einnig eitthvað af þorski. Að sjálf- sögðu beittu Lionsmenn líka einn dagskammt af línu og voru fljótir að, því að þegar blaða- maðurátti leið um Bolungarvík laust eftir hádegið og ætlaði að taka mynd af þeim voru þeir allir búnir og horfnir. Þegar þetta var ritað var ekki orðið ljóst hversu miklu þeir hafa safnað en líklega voru það á annað hundrað þúsund króna. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvernig því fé verður varið, en það fer líkt og annað fé sem klúbbnum áskotnast, til líknar- og menningarmála. Á morgun er sumardagurinn fyrsti sem er ávallt mikill hátíðis- dagur hjá Islendingum. Tíð hef- ur verið með allra besta móti í vetur og vorið virðist xtla að vera í samræmi við það, allavega léku veðurguðirnir við ísfirðinga þegar þessar myndir voru teknar af börnunum í Leikskólanum við Hliðarveg fyrir helgi. Hurðin borin í land. Með hækkandi sól og batn- andi veðri fara menn í ríkari mæli að hugsa til sumarsins og eitt af því sem stór hluti ísfirð- inga fylgist með af miklum á- huga á sumrin er frammistaða knattspvrnumannanna okkar. Þeir eru nýkomnir úr æfingaferð til Belgíu og var Jakob Þor- steinsson fararstjóri ferðarinnar Góður árangur ÍBI í Belgíu

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.