Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 4
4 Isafjarðarkanpstaðnr Heilsdagsvistun Eyrargötu Foreldrar barna f. 1980 — 1985, sem óska eftir að koma börnum sínum 1 heilsdags- vistun á hausti komanda eru vinsamlegast beðnir að leggja inn umsóknir á bæjarskrif- stofurnar á Isafirði, umsóknareyðublöð liggja þar frammi. Athygli er vakin á því, að öllum foreldrum er heimilt að sækja um, en einstæðir for- eldrar og námsmenn hafa forgang. Leikskóli Hlíðarvegi Sú nýlunda hefur komið til tals að taka inn 2ja ára börn, þ. e. börn f. 1983, fyrir hádegi á leikskólann við Hlíðarveg nú í haust. Umsóknir berist sem fyrst til undirritaðs. Starf Leikskólinn Hlíðarvegi 2 starfsmenn óskast frá 1. júní og 15. ágúst n. k. Um er að ræða 2 starfsgildi 65% eftir hádegi. Upplýsingar veitir undirritaður í síma 3722. Starf Leikskólinn Hnífsdal Starfsmaður óskast frá ágústmánuði n. k. Um er að ræða 1 starfsgildi 65% eftir há- degi. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 3565. Starfsvellir Störf þriggja umsjónarmanna við starfs velli bæjarins eru laus til umsóknar. Upplýsingar veitir undirritaður í síma 3722. Félagsmálafulltrúinn. Sunnudaginn 28. apríl verður Blómabúðin opin kl. 10:00 — 16:00 Fermingarkort •fe Fermingarkerti ýV Fermingarskreytingar Fermingarblóm Fermingargjafir Blómabúðín ísafirði — Sími 4134 MJJNIÐ SMAAUGLYSINGARNAR Síminn okkar er 4011 I véitiiriiil rHETTABLADID Tillögur að framtíðar Hér kemur seinni hluti tiilagna Nefndar um framtíð- arskipan skólamála á Isafirði og er nú fjallað um framhaldsskólann. I þessum tillögum er gert ráð fyrir, líkt og í tillögunum um grunnskólann, að skólarnir verði sameinaðir. Þó er sá fyrirvari hafður á, að áður en af sameiningu geti orðið þurfí að breyta lögum utn kostnaðarskiptingn milli ríkis og sveitarfélaga. Tillögurnar ásamt greinargerðum voru lagðar fyrir bæ jarstjórn þriðjudaginn 16. apríl til fyrri umræðu. Þeirri umræðu var á þeim fundi frestað um eina viku og lauk henni í gærkvöldi. Stefnt er að því að seinni umræða með atkvæða- greiðslu verði sem fyrst. Ekki er orðið Ijóst hver hugur bæjarfulltrúa er til þessara tillagna en e.t.v. verður hægt að greina eitthvað frá því í næsta tölu- blaði V.f. skólans og Tónlistarskólans, einnig milli Menntaskólans og Húsmæðraskólans. Húsmæðra- skólinn hefur um nokkurt skeið ekki getað haldið uppi hefð- bundinni starfsemi, vegna lítill- ar aðsóknar, en hefur þess í stað haldið námskeið í hússtjórnar- greinum. Sé litið til húsnæðismála þessara skóla, þá eru Hús- mæðraskólinn og Menntaskól- inn í vel rúmu húsnæði. Hús- mæðraskólahúsið þarfnast þó gagngerra endurbóta, enda hefur það verið svo til við- haldslaust um árabil. Mennta- skólahúsið er ekki fullklárað, en gæti rúmað allt að tvöfaldan núverandi nemendafjölda. Iðn- skólinn og allar hans „undir- deildir", og Tónlistarskólinn eru á hrakhólum með húsnæði. Báðir þessir skólar hafa alla tíð verið í húsnæðishraki, og allt þeirra skólahald einkennst af NÚVERANDI ÁSTAND Námsmöguleikar á fram- haldsskólastigi á ísafirði eru nú þessir: — Iðnnám í flestum greinum — Undirbúningsdeild — Tækniskóla íslands — Tækniteiknun — Vélstjóranám — Stýrimannanám — Hússtjórnarnám — Menntaskólanám — Öldungadeild mennta- skóla — Fullorðinsfræðsla — Tónlistarnám Aðsókn að námi þessu er breytileg. Er nú svo komið, að ríflega helmingur Vestfirskra framhaldsskólanema sækir skóla í aðra landshluta, aðallega á stór—Reykjavíkursvæðið. Erfitt hefur verið að halda uppi kennslu í mörgum iðngreinum, vélstjórn, stýrimennsku, undir- búningsdeild Tækniskóla ís- lands og hússtjórnargreinum vegna lítillar aðsóknar. Einnig hefur nemendafæð hindrað aukið námsframboð Mennta- skólans. Er hér um vítahring að ræða, því gera má fastlega ráð fyrir, að aukin aðsókn nemenda annað, sé að miklum hluta til- komin vegna þess að núverandi skólahald á ísafirði er ekki lengur samkeppnisfært við það sem gerist á flestum öðrum þéttbýlisstöðum á landinu. Allt frá stofnun Menntaskól- ans hefur verið nokkuð náið samstarf milli hans og Iðnskól- ans, einkum varðandi mögu- í tillögum nefndarinnar með langa nafninn er gert ráð fyrir því að öll bókleg kenns Menntaskólans. leika menntaskólanema til að taka nám í vélstjórn og stýri- mennsku sem valgreinar. Minna hefur verið um að Menntaskólinn á ísafirði hafi annast kennslu fyrir Iðnskól- ann. Sams konar samvinna hefur átt sér stað milli Mennta- í kjallara húss Menntaskólans eru nokkrar kennslustofur eins og þessi og bíða þess að lokið verði við þær þannig að húsnæðið nýtist. bráðabirgðaráðstöfunum varð- andi aðstöðu. Hvað annan að- búnað varðar svo sem tækja- kost, þá er Iðnskólinn í heild illa tækjum búinn, þó eru þar und- antekningar á, svo sem í hinni nýstofnuðu verknámsdeild raf- iðna. Fyrir liggur að endurnýja þar tækjabúnað vélskólans og stýrimannaskólans, svo og ein- stakra iðngreina. Bæði Menntaskólinn og Húsmæðra- skólinn munu búa við þokka- legt ástand hvað þetta snertir. Ef litið er á ástandið á fram- haldsskólastiginu í heild, má draga upp eftirfarandi mynd: Um er að ræða 8 skólastofn- anir alls er hafa afskipti af kennslunni og flestar þeirra hafa með sér eitthvert samstarf. Nemendafjöldinn er alls um 250 og greinist mjög mikið og margar greinar eru kenndar með lágmarksfjölda, og nokkr- ar langt undir settum mörkum yfirvalda. Má Ijóst vera, að

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.