Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 5
t5 vestfirska TTABLADID skipan skólamála á Isafirði — Seinni hluti slíkur skólarekstur er mjög erf- iður í framkvæmd, og verða nú dregnir fram helstu gallar slíks fyrirkomulags: 1. Nemendafæð og skipting nemenda á margar stofnanir hindrar eðlilegt námsframboð og dregur úr uppbyggingu hvers skóla. Kostnaður pr. nemanda verður óeðlilega hár. 2. Heildarstofnkostnaður og hluti rekstrarkostnaðar verður hærri með fleiri stofnunum. 3. Yfirsýn nemenda og starfs- manna yfir námsmöguleika verður minni og hefur það af- gerandi áhrif á val nemenda á framhaldsnámi. 4. Mismunandi þátttaka ríkis- ins í rekstri og uppbyggingu einstakra skóla gerir tilveru þeirra misjafnlega háða fjár- hagsgetu bæjarfélagsins á hverjum tíma auk þess sem slíkur mismunur skipar sumum námsleiðum hærri sess en öðr- la sem nú fer fram í Iðnskólanum færist í hús um. Allir þessir ókostir eru að mati nefndarinnar orðnir af- gerandi varðandi skólarekstur og aðsókn nemenda í fram- haldsskólana hér á ísafirði og eru i reynd ástæða þess að framhaldsskólarnir hér eru ekki lengur samkeppnisfærir við aðra skóla í landinu. Ljóst er að verulegrar samræmingar er þörf. Meginmarkmið slíkrar samræmingar er að tryggja fjölbreytt námsframboð. og að auka hagkvæmni í öllu skóla- starfinu. Það er álit nefndar- innar, að með sameiningu ailra framhaldsskólanna verði þess- um markmiðum best náð. Allar fjárveitingar nýttust betur og hagkvæmni í rekstri ykist. Námsframboð myndi aukast og yrði jafnframt tryggara. Öll uppbygging og nauðsynlegar framkvæmdir til að uppfylla þarfir framhaldsskólastigsins yrðu markvissari. Tillögur Nefndin leggur eindregið til að stefnt verði að stofnun eins framhaldsskóla á ísafirði. með sameiningu núver- andi framhaldsskóla undir einni stjórn. Þar eð núverandi reglur um skiptingu kostnaðar milli ríkis og sveitarfélaga eru þannig að stofnun fjölbrautar- skóla myndi leiða til verulegrar útgjaldaaukningar fyrir ísafjarðarkaupstað leggur nefndin til að framhaldsskól- arnir verði sameinaðir í áföngum og að efíirfarandi skref verði stigin nú þegar í átt til sameiningar. 1. Menntaskólinn, Iðnskólinn, Húsmæðraskólinn og Tónlistarskólinn taki þegar upp eins nána samvinnu og frekast er unnt varðandi samnýtingu húsnæðis, búnaðar og kennslukrafta. 2. Lokið verði nú þegar við húsnæði Menntaskólans, þannig að unnt verði að nýta til kennslu það húsnæði, sem þegar hefur verið byggt. 3. Öll bókleg kennsla, sem nú fer fram í Iðnskólanum, þ.e. bóklegur hluti iðnnáms, vélstjóranáms, stýrimannanáms og nám í undirbúningsdeild Tækniskólans verði flutt í húsnæði Menntaskólans. Verkleg kennsla fari fyrst um sinn fram í núverandi húsnæði Iðnskólans. 4. Hafin verði nú þegar undirbúningur að byggingu verk- námshúss í nágrenni Menntaskólans. 5. Unnið verði að auknu og f jölbreyttara námsframboði á ísafirði. í því sambandi má benda á tónlistarbraut og nám í matvælagreinum, handíð (fatasaumi og vefnaði) og út- vegsfræðum. Fullorðinsfræðsla og námskeiðahald hvers konar verði eflt eins og kostur er. 6. Komið verði á samstarfsnefnd fyrir framhaldsnám á ísafirði. í nefndinni eigi sæti skólastjóri Iðnskólans, skólameistari Menntaskólans og fulltrúi er bæjarstjórn ísafjarðar tilnefnir. GREINARGERÐ Hér að framan hefur verið bent á að núverandi skipan framhaldsnáms á ísafirði stendur frekari þróun á þessu sviði fyrir þrifum. Það er því óhjákvæmilegt að gera verulegar skipulagsbreyt- ingar á skólahaldinu öllu og vinna markvisst að uppbygg- ingu þess. Með hliðsjón af þró- un þessara mála í öðrum lands- hlutum leggur nefndin eindreg- ið til að stefnt verði að stofnun eins framhaldsskóla á Isafirði með sameiningu núverandi skóla undir einni stjórn. Sameinaður framhaldsskóli hefur marga ótvíræða kosti í för með sér, svo sem hagkvæmari nýtingu á húsnæði, búnaði og kennslukröftum, auk þess yrði skóli með 250 — 300 nemendur af þægilegri stærð, hvað stjórn- un og skipulagningu snertir. Slíkur skóli yrði fastari í sessi og ætti betri vaxtarmöguleika heldur en hver og einn þeirra skóla sem nú eru starfandi. Starfsemi núverandi skóla myndi ekki leggjast niður, helduryrði hún endurskipulögð í nýrri stofnun. Skólahald yrði hagkvæmara, markvissara og námsframboð fjölbreyttara og öruggara. Á sameiningu skólanna er þó einn verulegur ókostur fyrir bæjarfélagið. Samkvæmt nú- gildandi lögum um skólakostn- að, myndu útgjöld bæjarsjóðs aukast verulega ef um stofnun framhaldsskóla af umræddri gerð yrði að ræða. Því er lagt til, að skólarnir verði sameinaðir í áföngum, og að bæjarfélagið ásamt öðrum sveitarfélögum á Vestfjörðum berjist fyrir samræmdri og rétt- látri kostnaðarskiptingu á framhaldsskólastiginu. Nefndin er þeirrar skoðunar að óeðlilegt sé, að ríkið greiði alfarið suma framhaldsskóla en aðra aðeins að hluta. Því ber að endurskoða núgildandi lög um skólakostn- að. Fyrsti áfangi sameiningar yrði náið samstarf Menntaskól- ans, Iðnskólans, Húsmæðra- skólans og Tónlistarskólans, að því er varðar námsframboð og skipulag skólahalds. Slíkar ráðstafanir myndu efla og tryggja námsframboð hverr- ar stofnunar fyrir sig, en þó ekki svo sem orðið gæti við algera sameiningu. Samvinna sem þessi krefst skipulagningar og samstarfs- vilja allra aðila, og til að tryggja markvissa framkvæmd þessara tillagna, er nauðsynlegt að koma á fót samstarfsnefnd, er hafi yfirumsjón með skólahald- inu, annist undirbúning fram- kvæmda, og sé stjórnvöldum til ráðuneytis um framgang mála. Eins og að framan greinir er aðstaða til verkmenntunar alls ófullnægjandi í núverandi hús- næði Iðnskólans, auk þess sem vaxandi kröfur eru gerðar til verkmenntunar. Því er brýnt að bæta aðstöðu verkmenntunar með nýju húsnæði og bættum tækjabúnaði. Nauðsynlegt er að vinna gegn því að nemendur leiti burt úr kaupstaðnum í aðra skóla í jafn ríkum mæli og nú er. Liður í þessari viðleitni er að auka fjöl- breytni náms á ísafirði, og skapa því námi sem þar fer fram fullnægjandi aðstöðu. Fullorðinsfræðsla og nám- skeiðahald hefur verið mjög fjölbreytt undanfarin ár. Kvöldskóli hefur boðið upp á fjölbreytt bóknám, Húsmæðra- skóli hefur haft á boðstólum margskonar námskeið sem tengjast hússtjórn og heimilis- haldi. Menntaskólinn hefur boðið upp á nám til stúdents- prófs í öldungadeild. Nauðsyn- legt er að þetta námsframboð verði áfram til staðar um leið og það eflist og aukist að fjöl- breytni. Eðlilegt er að aðstaða framhaldsskólans verði nýtt til fullorðinsfræðslu. Verði fallist á tillögur þessar telur nefndin nauðsynlegt að gert verði samkomulag milli Menntamálar Menntamála- ráðuneytisins og ísafjarðar- kaupstaðar um rekstur og upp- byggingu framhaldsskóla á Isa- firði í samræmi við framan- greindar tillögur, þar sem mið- að verði við að hlutfallsleg skipting útgjalda ríkis og sveit- arfélags verði óbreytt frá því sem nú er. LOKAORÐ Hér með eru lagðar fram til- lögur að framtíðarskipulagi skólamál á ísafirði, ásamt greinargerðum og rökstuðningi. Nefndin hefur eftir bestu samvisku unnið að því verki sem henni var falið af Bæjar- stjórn ísafjarðar í nóvember- mánuði s.l. Víða hefur verið aflað fanga í upplýsingaskyni auk þess sem nefndin boðaði til fundar með skólastjórum, kennurum og forsvarsmönnum foreldrafé- laga grunnskólans, hélt fund með Hnífsdælingum, þar sem foreldrar skólabarna voru sér- staklega boðaðir, og fund með skólastjórnarmönnum fram- haldsskólanna. Á þessunt fund- um komu fram margvíslegar á- bendingar og hefur nefndin reynt að taka tillit til þeirra við endanlegar niðurstöðuir sínar. Nefndarmenn eru einhuga um þær tillögur sem hér eru lagðar fram. Það er trú nefndarmanna að fallist Bæjarstjórn ísafjarðar á tillögumar og að unnið verði í anda þeirra, muni menntun og menntunarmöguleikar eflast á Isafirði í framtíðinni. Kaupíélag Isíirdinga, dömudeild NÝKOMINN SE3IEÍ SUMARFA TNAÐUR í ÚRVALI Á BÖRN OG UNGLINGA TÍSKULITIR SUMARSINS! Kaupfélag Isfirðinga, dömudeild

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.