Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 02.05.1985, Síða 1

Vestfirska fréttablaðið - 02.05.1985, Síða 1
FRETTABLASID FLUGFRAKT- SÆKJUM- SENDUM SÍMAR: 3000 . MW FLUGLEIÐIR jmt Vorum að taka upp boli, buxur, pils og jakka Verslunin vJötlo ísafiröi sími 3103 Maður féll af vörubílspalli — Hlaut slæman höfuðáverka Þegar unnið var við löndun úr Páli Pálssyni á sunnudaginn varð það óhapp að maður féll aftur fyrir sig ofan af vörubíls- palli niður á bryggju. Hann hlaut slæman höfuðá- verka og var fluttur þegar í stað á sjúkrahús. Þar fengust þær upplýsingar hjá yfirlækni á mánudaginn að sprunga hefði komið á höfuðkúpu mannsins og hann ekki talinn úr allri hættu þó hann væri með með- vitund. Sjómannasamningarnir: Diniissio. Á hverju ári fara tilvonandi stúdentar um bæinn í skrautklæðum þegar kennslu er lokið og aðeins prófln eru eftir. Þessi mynd var tekin við það tækifæri síðastliðinn þriðjudag en þá dimiteruðu 4. bekkingar M.I. Samþykktir á Þingeyri Síðastliðinn fimmtudag voru samningamir sem gerðir vora á ísafirði milli sjómanna og út- vegsmanna bornir undir atkvæði á Þingeyri en þar höfðu samn- ingar ASV áður verið felldir. ísafjarðarsamningarnir voru samþykktir á þessum fundi og lauk þar með verkfalli sjó- 0. N. Olsen hf.: Fékk leyfi til skelfiskleitar úti af Vest- fjörðum Rækjuverksmiðja O.N. Olsen hefur fengið leyfi til leitar á hörpuskel úti af Vestfjörðum í einn mánuð. Theódór Norðkvist fram- kvæmdastjóri segir að fram til þessa hafi menn talið að skelin væri eingöngu inni á fjörðum en nýlega hafi komið í ljós að hana er einnig að finna fjær landi og þá á meira dýpi en hún er á inni á fjörðum. Hrafnkell Einarsson fiskifræðingur telur að ekki sé hægt að ganga meira á skelina en nú er gert á þeim miðum sem nú eru þekkt og verður því öll aukning á þessum veiðum að verða annars staðar. Við leitina verða notaðir sömu bátar og veitt hafa skel i ísafjarðardjúpi til vinnslu hjá O.N. Olsen. manna í verkalýðsfélaginu Brynju á Þingeyri. Krabbaleit í ísafjarðardjúpi sálma hér. Það er aðallega karl- dýrið sem er nýtanlegt þar sem það er stærra. Krabbinn er veiddur í sér- stakar gildrur sem í er sett eitt- hvert agn sem hann finnur lyktina af. Ef gildrur eru settar að staðaldri niður á sama stað eykst veiðin þar sem það dregur fleiri krabba að. Guðmundur Skúh sagði að krabba væri víða að finna í Djúpinu en þeir væru ekki alveg nógu hressir með magnið, allavega ekki þegar þarna var komið en hann sagði að þeir hefðu séð meiri krabba í myndavélinni á mánudaginn en áður og spennandi að sjá hvemig myndi ganga á þriðju- dag. Leitinni var þannig háttað að þeir tóku snið upp kantinn, frá um 45 faðma dýpi og upp á grynningar, hér og hvar um Djúpið og lögðu síðan gildrur þar sem þeir sáu eitthvað af krabba. Þessi nýja tækni, þ.e. að nota myndavél getur að sögn Guð- mundar Skúla gerbreytt að- ferðunum við að leita að skel og reyndar fundu þeir í þessari ferð hörpudisksmið sem ekki var vitað um áður. Enn er ekkert hægt að segja um það hvort það er arðvænlegt að fara að stunda krabbaveiðar í ísafjarðardjúpi en þessar til- raunir ættu þó að færa menn eitthvað nær sanni um það. Prestskosning í Staðarprestakalli: Presturinn náði ekki kjöri { Staðarprestakalli i Súg- andafirði fór fram prestskosning sunnudaginn 21. april. Settur prestur, Bjarai Th. Rögnvalds- son, var einn í kjöri. Kjörsókn var óvenju góð miðað við það að aðeins einn var í kjöri eða 61,2%. Þegar at- kvæði voru talin á biskupsstofu síðastliðinn föstudag kom í ljós að af þeim 175 sem kusu sögðu 62 já en 106 nei. 7 seðlar voru ógildir. Kosning er lögmæt ef fleiri en 50% af þeim sem eru á kjörskrá taka þátt í kosningu og til að ná kjöri þarf umsækjandi að hljóta a.m.k. 50% greiddra atkvæða. Sr. Bjami féll því á kosningu og fær ekki brauðið. Viðar Aðalsteinsson sveitar- stjóri og formaður sóknar- nefndar Staðarprestakalls sagði að nú yrði auglýst eftir um- sækjendum um stöðuna. Hann sagði það brýnt fyrir Súgfirð- inga að fá prest sem fyrst en brauðið þykir ekki mjög eftir- sóknarvert vegna lágra tekna. Frá því um miðja síðustu viku til dagsins í gær unnu þrír starfsmenn Hafrannsóknar- stofnunar, þeir Guðmundur Skúli Bragason, Sólmundur Einarsson og Ólafur V. Einars- son að leit eftir trjónukrabba í fsafjarðardjúpi. Rækjuverk- smiðjan í Hnífsdal átti frum- kvæðið að þessari leit og lagði hún til bátinn Sigga Sveins með áhöfn. Einar Hreinsson tók einnig þátt í leitinni með neðan- sjávarsjónvarpsmyndatökuvél Netagerðarinnar. Til að forvitnast um gang leitarinnar fór blaðamaður Vf á stúfana á mánudagskvöldið og heimsótti fiskifræðingana þar sem þeir voru að mæla og skrá- setja afla dagsins. Trjónukrabbi er herramannsmatur og til að sanna það setti Guðmundur Skúh einn krabbann í pott til að gefa blaðamanni bragð. Krabbinn var góður en mikið óskaplega er það tímafrekt að éta hann. Sólmundur sem virtist einna fróðastur um matreiðslu skepnunnar sagði að það væri best að setja krabbann lifandi í sjóðandi vatn, láta suðuna koma upp aftur og láta hann svo standa í vatninu, sem á að vera vel salt, í ca 10 mín. Ágætt er að setja sítrónubita í vatnið. Síðan komu flóknar lýsingar á því hvernig ætti að nálgast það sem ætt er af skepnunni og verður ekki farið frekar út í þá Sólmundur mælir krabbann og Guðmundur Skúli skráir niðurstöðurnar.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.