Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 02.05.1985, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 02.05.1985, Blaðsíða 9
I vestlirska njjTTMLAjm 70 ár frá komu gamla Gullfoss Þann 16. aprfl síðastliðinn, voru liðin nákvæmlega 70 ár frá því að fyrsta skip Eimskipafé- lagsins, Gullfoss, kom til Reykjavíkur. Gullfoss var mjög vandað og nýtískulegt skip, miðað við það sem þá þekktist um skip af svipaðri stærð. Sérstaklega má minna á, að frystirúm var í skipinu en það hafði áður eigi verið í neinu millilandaskipi í förum hingað til landsins. Var með þessu lagður grundvöllur að útflutningi kældrar og frystrar vöru frá landinu. Of langt mál yrði að rekja sögu gamla Gullfoss hér. Fyrsta áætlunarferð skipsins var til Bandaríkjanna og gekk mjög vel. Um afdrif skipsins er það að segja að Gullfoss var kyrr- settur í síðari heimsstyrjöldinni í Kaupmannahöfn. Skipið „fannst“ síðan illa á sig komið í þýskri höfn eftir stríð. Það varð aldrei af því að Eim- skip tæki gamla Gullfoss aftur í þjónustu sína. Hann var seldur til Færeyja og sigldi þar í nokk- ur ár undir nafninu Tjaldur. Gullfoss var 1.414 brúttó rúmlestir að stærð og var pláss fyrir 74 farþega um borð í skip- inu. Gullfoss II sem kom fyrst til landsins árið 1950 var tæpar 4.000 brúttó rúmlestir að stærð og tók yfir 200 farþega. Gullfoss II var seldur árið 1973. (Úr fréttabréfi Eimskipafélags- ins, 4. tbl. 1984) MUNIÐ SMAAUGLYSINGARNAR BÆJARFÓGETINN Á ÍSAFIRÐI SÝSLUMADURINN í ÍSAFJARÐARSÝSLU Laus staða Staða aðalbókara við embættið er laus til umsóknar. Laun eru samkvæmt launakerfi starfs- manna ríkisins. Umsóknum skal skila til skrifstofu minnar eigi síðar en 30. maí 1985. 30. apríl 1985. Bæjaríógetinn á ísafirði. Sýslumaðurínn í ísafjarðarsýslu. Pétur Kr. Hafstein. or~Si r~n [Tn IÐNTÆKNISTOFNUN ISLANDS Vinnuvélanámskeið á ísafirði Námskeið til réttinda í stjórn og meðferð vinnuvéla hefst á Hótel ísafirði, laugardag- inn 4. maí kl. 9:00 árdegis. Námskeiðið gefur réttindi til töku prófs á allar algengustu gerðir vinnuvéla. Innritun í síma 91-687000 og á Hótel ísa- firði, föstudaginn 3. maí. Iðntæknistofnun íslands. Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í FLUTNING EFNIS, BÍLDUDAL 1985 Flytja skal 1000m3 efnis frá Auða-Hrísdal að Hóli við Bíldudal, vegalengd ca. 5 km. Verkinu skal lokið 26. maí n.k. Utboðsgögn verða seld hjá Vegagerð ríkisins, á Isafirði og á Patreksfirði frá þriðjudegi 30. apríl. Tilboðum skal skila fyrir kl. 14:00, miðviku- daginn 8. maí. Vegamálastjórí. : Gamli Gullfoss á ísafirði. Ljósm. M. Simson. Jón Ingvarsson inn í stjórn Aðalfundur Eimskips var hald- inn í Súlnasal Hótel Sögu fimmtudaginn 18. aprfl 1985. Fundarstjóri var Davíð Odds- son, borgarstjóri, en fundarrit- ari Þórður Magnússon, fram- kvæmdastjóri. Á fundinum flutti Halldór H. Jónsson, stjórnarformaður Eimskips, ræðu og gerði þar grein fyrir helstu þáttum í starfsemi félagsins 1984 og framtíðaráformum þess. Hörður Sigurgestsson, for- stjóri Eimskips, gerði grein fyrir reikningum félagsins og skýrði helstu liði þeirra. Á aðalfundinum fór fram kosning fjögurra manna í stjórn félagsins til tveggja ára. Ingvar Vilhjálmsson, útgerðarmaður, sem setið hefur í stjórn félagsins frá árinu 1967 baðst undan endurkjöri og var Jón Ingvars- son, framkvæmdastjóri, kjörinn í hans stað. Endurkjömir voru í stjórn félagsins til tveggja ára Halldór H. Jónsson, Pétur Sig- urðsson og Jón H. Bergs. Af hálfu fjármálaráðuneytisins var Halldór E. Sigurðsson skipaður í stjórnina. Endurskoðendur félagsins voru kjörnir Ólafur Nilsson, löggiltur endurskoðandi og Víglundur Möller. Varaendur- skoðandi var kjörinn Þorbjörn Jóhannsson, en Sigurbjörn Þor- björnsson, ríkisskattstjóri, var skipaður endurskoðandi af hálfu fjármálaráðuneytisins. Að loknum aðalfundi hélt stjórn félagsins fyrsta fund sinn á starfsárinu og skipti þá með sér verkum þannig: Halldór H. Jónsson, stjómar- formaður. Indriði Pálsson, varaformaður. Axel Einarsson, gjaldkeri. Thor R. Thors, ritari. Halldór E. Sigurðsson. Hjalti Geir Kristjánsson. Jón H. Bergs., Jón Ingvarsson. Pétur Sigurðsson. FASTEIGNA- VIÐSKIPTI ÍSAFJÖRÐUR: Stórholt 7, 3 herb. íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi. Stórholt 13,85 ferm. íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi. Mjallargata 6, rúml. 100 ferm. snyrtileg íbúð á n. h. í þríbýlis- húsi. Fjarðarstræti 51, 65 ferm. íbúð á e. h. í tvíbýli, auk 1/2 kjallara og Vfe riss. 5 — 6 herbergja ibúðir: Fjarðarstræti 27, ca. 95 ferm. íbúð í tvíbýlishúsi, með stórum garði, á góðum stað. Einbýlishús/Raðhús: Kjarrholt 7,154 ferm. einbýlis- hús með bílskúr. Ný eldhúsinn- rétting. Miðtún 33, 2x90 ferm. raðhús, á góðum stað, fallegt útsýni. Seljalandsvegur 28, 160 ferm. einbýlishús á góðum stað. Urðarvegur 49, Steinsteypt, nýtt einbýlishús með góðum garði. Heimabær 3, 5 herb. einbýlis- hús á tveimur hæðum, auk riss og kjallara. Hlíðarvegur 36, 3x60 ferm. raðhús á góðum stað. Árgerði, 140 ferm. nýlegt, full- búið steinhús. Fagraholt 11, Nýtt, fullbúið einbýlishús með góðum garði. MAKASKIPTI Kleifarsel 6, Reykjavík, 80 ferm. raðhús, fullgert. Óskað eftir skiptum á íbúð á ísafirði. Tiyggvi Guðmundsson hdl. Hrannargötu 2, ísafirði, sími 3940 Fimmtudagskvöld: Qpið frá kl. 21:00 — 1:00 Föstudagskvöld: Diskotek, aldurstakmark 16 ár Laugardagskvöld: Matur framreiddur frá kl. 19:00 — BG flokkurinn skemmtir, aldurstakmark 18 ár Sunnudagskvöld: Opið frá kl. 21:00 — 23:30 MATSEÐILL LAUGARDAGSKVÖLD FORRETTUR: ýr Kaldur sjávanéttadiskur SÚPUR: ýj- Trjónukrabbasúpa 'fr Blómkálssúpa AÐALRÉTTIR: ýf Karfi með tomat com casse ýf Koníakslegnar lambalundir ýf Toumedos með rístuðum sveppum DESERTAR: ýr Djúpsteikt Dala Bríe yj' Karamelluís með Grand Mamier Borðapantanir í síma 3985 frá kl. 16:00 föstudag QPAPT. KLÆÐNAÐUR MUNIÐ NAFN- SKÍRTEININ UPP SALIR ÍSAFIRÐI, SÍMI 3985

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.